Færslur: Logi Pedro

Logi Pedro Elskar sól
Síungi bassafanturinn Logi Pedro leit við í Vikuna og flutti ásamt fögru föruneyti lagið Sól af nýútgefinni plötu sinni Undir bláu tungli. Föruneyti Loga skipa þeir Magnús Jóhann á hljómborð og Bergur Einar á trommur.
10.10.2020 - 09:00
„Þá er þetta ekkert gaman og ekkert smekklegt“
„Ótrúlegt dæmi. Ég man þegar það birtust fyrst fréttir af þessu MR-skólablaði. Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega bara að mér finnst þetta ógeðslegt, og hryllilegt að sjá þetta,“ segir Logi Pedro Stefánsson í Okkar á milli um rasíska grein Geirs H. Harde sem hann skrifaði í skólablað MR árið 1968, en greinin var rifjuð upp árið 2014.
29.09.2020 - 09:24
Gagnrýni
Svart og sykurlaust
Undir bláu tungli er önnur sólóskífa Loga Pedros og plata vikunnar á Rás 2 og á henni ólgar kraftur og áræðni. Hún kemur í kjölfar plötunnar Litlir svartir strákar sem kom út fyrir réttum tveimur árum.
28.08.2020 - 10:20
„Mitt Ísland er litríkt“
Önnur breiðskífa Loga Pedro, Undir bláu tungli, kemur út í dag. Hún hefur verið tvö ár í smíðum en fyrstu lögin urðu til haustið 2018 rétt eftir að fyrsta breiðskífa Loga kom út. Þá fór hann til Sierra Leone að vinna að upptökuverkefni með breskum, íslenskum og innlendum tónlistarmönnum.
21.08.2020 - 10:12
„Martröð Miðflokksins“ fagnar afrísk-norrænum uppruna
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro gefur út sína aðra sólóplötu 21. ágúst, Undir bláu tungli, en hún var tekin upp á Íslandi og í Sierra Leóne í Vestur-Afríku.
05.08.2020 - 13:46