Færslur: Logi Einarsson
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
15.02.2021 - 09:41
Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.
09.12.2020 - 13:06
Vilja atvinnusköpun og stuðning við græna fjárfestingu
„Samfylkingin er bara sósíal-demókratískur flokkur sem sækir núna í þessar klassísku rætur jafnaðarmanna,“ sagði Logi Einarsson, ný endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld. Hann segir flokkinn freista þess að auka fylgi sitt með því að sýna snemma á spilin vegna komandi kosningabaráttu.
10.11.2020 - 00:24
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
06.11.2020 - 19:24
Logi verður áfram formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var einn í framboði til formanns á rafrænum landsfundi flokksins sem settur var síðdegis í dag og var endurkjörinn með 96,45 % atkvæða.
06.11.2020 - 17:36
Yfir 1.000 sækja rafrænan landsfund Samfylkingarinnar
Yfir eitt þúsund fulltrúar alls staðar að af landinu taka þátt í rafrænum landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst síðdegis í dag. Yfirskrift fundarins er Vinna, velferð og græn framtíð og þar verður kosið í hin ýmsu embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er einn í framboði til formanns, en tveir frambjóðendur eru í embætti varaformanns.
06.11.2020 - 07:39
Mikilvægt að gagnrýnin umræða fari fram
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að sú greining sem lögð var til grundvallar þeirri ákvörðun stjórnvalda að slaka á ferðatakmörkunum fyrr í sumar hafi verið „allt of takmörkuð“. Þá furðar hann sig á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við gagnrýninni umræðu um aðgerðir á landamærum.
11.08.2020 - 18:01
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
26.06.2020 - 07:00