Færslur: Logi Einarsson

Segir brottvísunina þá ógeðfelldustu í Íslandssögunni
Hart var tekist á um flóttamannamál í upphafi þingfundar í dag. Þrír þingmenn spurðu þrjá ráðherra um brottvísun tæplega 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi og senda til Grikklands.
Sjónvarpsfrétt
Sögulegar sveitarstjórnarkosningar 2022
Sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fara á spjöld sögunnar vegna mikillar sveiflu til Framsóknarflokksins á landsvísu og fyrir versta gengi Sjálfstæðismanna í borginni til þessa
Tímabært að setja aðild að ESB aftur á dagskrá
Tímabært er að setja aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Þetta sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun. Til að ná fram umbótum og jöfnuði fyrir almenning þurfi félagshyggjufólk að sameinast og hætta að stofna nýja og nýja flokka.
12.03.2022 - 12:14
Ljúka annarri umræðu fjárlaga á morgun eða Þorláksmessu
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist telja þau ljúki annarri umræðu um fjárlög og fjáraukalög á Alþingi á morgun, eða í síðasta lagi á Þorláksmessu. Það sem hins vegar gæti sett þær áætlanir úr skorðum, væri ef enn fleiri þingmenn greindust smitaðir af kórónuveirunni.
21.12.2021 - 19:33
Myndbönd
Stjórnarandstaðan: Draumsýnir, kjarkleysi og ójöfnuður
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu stefnu ríkisstjórnar uppfulla af draumsýnum. Þá sögðu aðrir hana skorta kjark og boða samfélagslegan ójöfnuð.
Almenningur ekki fengið rétt verð fyrir bankann
Forsætisráðherra segir hlutafjárútboð Íslandsbanka vel heppnað og að mikill áhugi fjárfesta hafi aukið verðmæti eignarhlutar ríkisins í bankanum. Formenn stjórnarandstöðuflokka segja útboðsgengið hafa verið of lágt og harma að erlendir vogunarsjóðir séu aftur komnir inn í bankakerfið.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Ríkustu 5% áttu 40% af öllu eigin fé
242 fjölskyldur, sem eru það 0,1% framteljenda sem mest áttu í lok síðasta árs, áttu tæp 6% af eigin fé allra framteljenda og 4% allra heildareigna. Ríkustu 5% áttu 40,1% af öllu því fé sem talið var fram. Hagur þeirra Íslendinga sem mest eiga hefur vænkast talsvert frá árinu 1998.
Kastljós
Vilja atvinnusköpun og stuðning við græna fjárfestingu
„Samfylkingin er bara sósíal-demókratískur flokkur sem sækir núna í þessar klassísku rætur jafnaðarmanna,“ sagði Logi Einarsson, ný endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í Kastljósi í kvöld. Hann segir flokkinn freista þess að auka fylgi sitt með því að sýna snemma á spilin vegna komandi kosningabaráttu.
Myndskeið
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
Logi verður áfram formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var einn í framboði til formanns á rafrænum landsfundi flokksins sem settur var síðdegis í dag og var endurkjörinn með 96,45 % atkvæða.
Yfir 1.000 sækja rafrænan landsfund Samfylkingarinnar
Yfir eitt þúsund fulltrúar alls staðar að af landinu taka þátt í rafrænum landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst síðdegis í dag. Yfirskrift fundarins er Vinna, velferð og græn framtíð og þar verður kosið í hin ýmsu embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er einn í framboði til formanns, en tveir frambjóðendur eru í embætti varaformanns.
Mikilvægt að gagnrýnin umræða fari fram
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að sú greining sem lögð var til grundvallar þeirri ákvörðun stjórnvalda að slaka á ferðatakmörkunum fyrr í sumar hafi verið „allt of takmörkuð“. Þá furðar hann sig á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við gagnrýninni umræðu um aðgerðir á landamærum.
Logi ætlar að kjósa Guðna
Formenn flokkanna voru almennt ekki tilbúnir til að svara fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hygðust kjósa Guðmund Franklín Jónsson eða Guðna Th Jóhannesson í forsetakosningunum á laugardaginn. Ein undantekning var þar á - það var Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.