Færslur: Löggjafarmál

Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Hörð þungunarrofslög staðfest í Oklahóma
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahóma, staðfesti í dag einhver hörðustu þungunarrofslög sem um getur í Bandaríkjunum. Drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar sem ógildir stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs var lekið í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þann rétt árið 1973 í málinu Roe gegn Wade.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.
Vill leggja hörð þungunarrofslög umsvifalaust á hilluna
Alejandro Giammattei forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala hvatti þing landsins í gær til að leggja á hilluna nýja og harða löggjöf um þungunarrof og um réttindi samkynhneigðra.
Svisslendingar kjósa um nær algert tóbaksauglýsingabann
Svissneskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag þar sem þeim er meðal annars ætlað að ákvarða um nánast algert bann við tóbaksauglýsingum.
Jolie styður framgang laga gegn heimilisofbeldi
Bandaríska leikkonan Angelina Jolie ræddi í gær við þingmenn beggja flokka á Bandaríkjaþingi um mikilvægi þess að tryggja framgang frumvarps til laga sem ætlað er að styðja fórnarlömb heimilisofbeldis. Það hillir undir að greidd verði atkvæði um frumvarpið og Bandaríkjaforseti staðfesti lögin.
Austurríkisforseti staðfestir lög um skyldubólusetningu
Alexander Van der Bellen forseti Austurríkis staðfesti í dag lög varðandi upptöku almennrar bólusetningarskyldu. Læknir býst við að fleiri þiggi bólusetningu í kjölfarið.
Skólanemendur setjast á Lögþing Færeyja
Þrjátíu og tvö ungmenni úr átta skólum setjast á Lögþing Færeyja í næstu viku og sitja þar í tvo daga. Þau hyggjast leggja ýmsar tillögur fyrir landsstjórnina.
01.02.2022 - 02:15
Telur lagaforsendur sóttvarnaaðgerða brostnar
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, álítur lagaforsendur sóttvarnaaðgerða vera brostnar. Það nær að hennar mati bæði til inanlandstakmarkana og aðgerða á landamærunum.
Bretar undirbúa að fella brott eða breyta Evrópulöggjöf
Breska ríkisstjórnin kynnir á næstunni frumvarp til laga sem auðveldar brottfellingu eða breytingar á þeirri löggjöf Evrópusambandins sem enn er í gildi í landinu. Nú eru rétt tvö ár síðan Bretar gengu formlega úr sambandinu.
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Fólksfjöldatölur ónákvæmar vegna lögheimilisskráningar
Um það bil eins og hálfs prósenta skekkjumörk eru varðandi réttan íbúafjölda í landinu. Fagstjóri manntals hjá Hagstofu Íslands telur líklegt að með manntali 2021 sem birt verður síðar á árinu hafi skekkjan aukist. Það valdi þó ekki miklum usla.
Frakkar herða reglur gagnvart óbólusettum
Frönsk stjórnvöld herða reglur gagnvart óbólusettum landsmönnum. Innan tíðar verður þeim óheimilt að sækja veitingastaði, menningarviðburði og eins verður þeim bannað að ferðast með flugvélum og lestum á lengri leiðum.
Pólverjar mótmæla nýjum fjölmiðlalögum í landinu
Þúsundir söfnuðust saman við forsetahöllina í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla nýjum fjölmiðlalögum. Gagnrýnendur staðhæfa að lögunum sé beint gegn helsta frjálsa fjölmiðli landsins.
Kosningar til héraðsþings Hong Kong hófust í morgun
Kosningar hófust í morgun í Hong Kong þar sem pólítíska yfirstéttin kýs fulltrúa á löggjafarþing borgarinnar. Framkvæmd kosninganna byggir á lagabreytingum sem gerðar voru í Kína á síðasta ári.
19.12.2021 - 02:40
Álasað fyrir endurupptöku stefnu varðandi flóttafólk
Joe Biden Bandaríkjaforseti liggur nú undir þungu ámæli eftir að hann ákvað að endurlífga þá stefnu forvera síns að hælisleitendum skuli gert að bíða í Mexíkó meðan unnið er úr umsóknum þeirra.