Færslur: Löggjafarmál

Segir Rússa ekki hafa átt annarra kosta völ
Utanríkisráðherra Rússlands segir engra annarra kosta hafa verið völ en að beita hernaðaríhlutun í Úkraínu. Hann staðhæfir að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra grafi undan því alþjóðakerfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á laggirnar. Úkraínuforseti hvetur rússneska hermenn til uppgjafar.
ÖSE: Kúgun rússneskra stjórnvalda eykst sífellt
Ofsóknir rússneskra stjórnvalda á hendur borgaralegum stofnunum hafa vaxið að miklum mun síðustu mánuði að því er fram kemur í nýrri skýrslu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.
Hluti þungunarrofslaga Idaho í bága við alríkislög
Bandarískur alríkisdómari úrskurðaði í gær að ekki mætti beita hluta af harðri löggjöf Idaho um þungunarrof. Niðurstaðan þykir nokkur sigur fyrir ríkisstjórn Joes Biden.
Allar tíðavörur án endurgjalds í Skotlandi
Frá og með morgundeginum verða tíðavörur aðgengilegar öllum endurgjaldslaust í Skotlandi. Það var ákveðið með tímamótalögum sem samþykkt voru í nóvember 2020 en Skotland er fyrsta landið í heiminum sem fer þessa leið.
Fulltrúadeildin samþykkir verðbólguminnkunarfrumvarpið
Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp Joes Biden forseta þar sem meðal annars er kveðið á um milljarða dala fjárveitingar til verkefna í loftslags- og heilbrigðismálum. Frumvarpið hefur gengið undir heitinu verðbólguminnkunarfrumvarpið.
Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Nær algert bann við þungunarrofi í Indiana
Öldungadeild ríkisþingsins í Indiana í Bandaríkjunum samþykkti lagafrumvarp í gær sem bannar þungunarrof nær alfarið. Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeildina en hart var tekist á um hvort veita ætti undanþágu frá banni vegna sifjaspells eða nauðgunar.
Fjöldi stofnana býður ekki lengur þungunarrof
Að minnsta kosti 43 heilbrigðisstofnanir víðs vegar um Bandaríkin eru hættar að bjóða konum upp á þungunarrof. Það gerist í kjölfar úrskurðar hæstaréttar sem felldi í lok júní úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs.
Afglæpavæðing þungunarrofs fyrirhuguð í Sierra Leone
Ríkisstjórn Afríkuríkisins Sierra Leone hefur lagt fram lagafrumvarp þar sem þungunarrof verður ekki lengur refsivert. Dánartíðni meðal þungaðra kvenna í Sierra Leone er einhver sú mesta í heiminum.
Dauðarefsing afnumin úr lögum Mið-Afríkulýðveldisins
Þing Mið-Afríkulýðveldisins ákvað í dag að afnema dauðarefsingu úr lögum landsins. Forseti þingsins greindi frá þessu í dag en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu frá árinu 2013.
Skólanemendur krefjast hertrar skotvopnalöggjafar
Þúsundir bandarískra barna og unglinga yfirgáfu skólastofur sínar í gær og flykktust út á götur til þess að krefjast hertrar skotvopnalöggjafar. Kveikjan að aðgerðunum var mannskæð skotárás á grunnskóla í Texas á þriðjudag.
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Pólland skuldar Evrópusambandinu 160 milljónir evra í sektir vegna tregðu þarlendra stjórnvalda við að fella úr gildi umdeild lög um breytingar á dómskerfinu. Sektarfjárhæðin verður dregin frá greiðslum sambandsins til Póllands.
Hörð þungunarrofslög staðfest í Oklahóma
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahóma, staðfesti í dag einhver hörðustu þungunarrofslög sem um getur í Bandaríkjunum. Drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar sem ógildir stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs var lekið í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þann rétt árið 1973 í málinu Roe gegn Wade.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Kynhlutlaus skráning í bandarískum vegabréfum
Útgáfa vegabréfa með kynhlutlausri skráningu hófst í Bandaríkjunum í gær. Vegabréfin eru ætluð kynsegin Bandaríkjamönnum, þeim sem hvorki flokka sig sem karl né konu.
12.04.2022 - 06:00
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Varnarmálaráðherra fékk hjartaáfall eftir ávítur Pútíns
Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er sagður hafa fengið hjartaáfall. Þetta kemur fram í máli ráðgjafa innanríkisráðherra Úkraínu í dag. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem banna dreifingu falsfrétta.