Færslur: lögbann

Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Lögbannskröfu á þáttinn Fósturbörn hafnað
Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar á birtingu þáttar Fósturbarna á Stöð 2 í gærkvöldi. Krafan byggðist á því að nefndin hefði verulegar áhyggjur af mögulegum afleiðingum opinberrar umfjöllunar um málið. Framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar hafði áður sagt að sýslumaðurinn hefði ekki náð að taka kröfuna fyrir birtingu þáttarins.
03.11.2020 - 11:21
Brýnt að leysa hratt úr lögbannsmálum gegn fjölmiðlum
Lögbann á fjölmiðlaumfjöllun felur fyrir fram í sér takmörkun á tjáningarfrelsi. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar hún mælti á mánudag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um kyrrsetningu og lögbann.