Færslur: Lög og réttur

Fjöldafundir í Póllandi vegna áframhaldi aðildar að ESB
Þúsundir Pólverja flykktust út á götur bæja og borga í dag til þess að láta í ljós vilja sinn til áframhaldandi veru landsins innan Evrópusambandsins. Forsætisráðherra landsins segir það eiga heima meðal ríkja sambandsins.
Pólland sagt skrefi nær útgöngu úr ESB
Pólverjar virtust í gær taka stórt skref í áttina að því að segja sig úr Evrópusambandinu þegar stjórnlagadómstóll landsins úrskurðaði að nokkur lög ESB stangist á við pólsku stjórnarskrána. Í úrskurðinum segir að sumir sáttmálar ESB og dómar séu á skjön við æðstu lög Póllands. 
Ríkisstjórn Póllands sprungin
Sambandsflokkurinn í Póllandi sagði í dag skilið við ríkisstjórnina eftir að forsætisráðherrann rak leiðtoga flokksins úr embætti varaforsætisráðherra. Bitbeinið voru efnahagsumbætur og umdeild lög um eignarhald fjölmiðla.
10.08.2021 - 21:37
EuroMarket-málið komið til héraðssaksóknara
Rannsókn á EuroMarket-málinu svokallaða er lokið og það komið inn á borð héraðssaksóknara sem metur hvort ákærur verða gefnar út í málinu í lok sumars. 
06.07.2020 - 21:38
Forsetakosningar í Póllandi á sunnudag
Framtíð hægri stjórnarinnar í Póllandi gæti verið ógnað vegna úrslita forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Skoðanakannanir sýna þó að öruggt megi teljast að núverandi forseti Andrzej Duda verði efstur í kjörinu en ólíklegt þykir að hann nái þeim helmingi atkvæða sem þarf til sigurs.
26.06.2020 - 04:31