Færslur: Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna

Leiðtogar komi með „áætlanir en ekki ræður“
Fimm daga loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag þar sem þjóðarleiðtogar koma saman á árlegum septemberfundi í Allsherjarþinginu þar sem brýnustu málefni heimsbyggðarinnar eru rædd hverju sinni. Í ár er loftslagsváin í brennidepli. 
Komu Thunberg til hafnar í New York seinkar
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er væntanleg til hafnar í New York á miðvikudaginn. Hún er á leið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar í borg og ferðast með kappsiglingarskútunni Malizia II. Thunberg ávarpar ráðstefnugesti 23. september. Hún lagði af stað með skútunni frá Plymouth á Englandi fjórtánda ágúst og hefur nú verið þrettán daga á sjó.
Katowice-samþykktin sögð tímamótaplagg
Lokasamþykkt loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi þykir marka nokkur tímamót. Í henni er að finna regluverk og leiðarvísi fyrir þjóðir heims, um hvernig vinna skuli að markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Fulltrúar 195 ríkja sammæltust um og skrifuðu undir samþykktina, sem hefur það að meginmarkmiði að halda hlýnun Jarðar „vel undir" tveimur gráðum frá meðalhita fyrir iðnbyltingu, og helst undir 1,5 gráðum, segir í frétt AFP.
Viðtal
Verkefni ráðstefnunnar frekar tæknilegt
„Verkefni þessarar ráðstefnu er í sjálfu sér frekar tæknilegt. Það er að búa til reglur um hvernig við gerum grein fyrir árangri af aðgerðum þjóða, svona reka smiðshöggið á Parísarsamninginn," sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun um Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi.
„Hversu margar viðvaranir í viðbót þurfum við“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann sagði skýrslu IPCC, vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál, mikilvægt leiðarljós í verkefninu framundan og að í henni felist enn eitt viðvörunarkallið. „En ég spyr: Hversu margar slíkar viðvaranir í viðbót þurfum við?“
Myndband
Fimmtán ára sænsk stúlka skammar ráðamenn
Fimmtán ára sænsk stúlka sagði ráðamönnum til syndanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur vakið athygli víða um heim fyrir að mótmæla aðgerðarleysi í umhverfismálum.
Myndband
David Attenborough: Fólkið vill aðgerðir strax
Aðgerðarleysi í loftslagsmálum þýðir hrun siðmenningar og endalok stórs hluta hins náttúrulega heims. Þetta sagði David Attenborough á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var sett í Póllandi í morgun.
Sýrlendingar staðfesta Parísarsamkomulagið
Sýrlendingar hafa formlega staðfest stuðning sinn við Parísarsamkomulagið, samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að draga úr loftmengun og koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Fulltrúi stjórnvalda í Damaskus undirritaði samkomulagið á loftslagsráðstefnunni í Bonn í gær. Þar með eru Bandaríkin eina aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem ekki hefur samþykkt samninginn.
Hitamet falla 2016
Þó að einungis séu komin gögn fyrir fyrstu níu mánuðu ársins eru vísindamenn nær fullvissir um að árið í ár verði heitara en í fyrra sem var metár. 16 af 17 hlýjustu árum, sem skráð hafa verið, eru á þessari öld. 
Þúsundir barna deyja vegna loftmengunar
Um 300 milljón börn búa við svo hættulega mengun að hún getur valdið alvarlegum líkamlegum skaða. Þar á meðal getur mengunin haft áhrif á þróun heilans. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.
Neyðarlög nýtt til að handtaka umhverfissinna
Franska lögreglan reynir af öllum mætti að koma í veg fyrir mótmæli á meðan Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í París. Fjöldi aðgerðasinna hefur verið handtekinn frá því neyðarlög tóku gildi fyrr í mánuðinum.
Deilt um háleitni loftslagsmarkmiða
Niðurstaða Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer í desember, skiptir öllu máli. Það er brýnt að halda hlýnun innan við tvær gráður fyrir 2100 og það er áríðandi, eftir 25 ára samningaviðræður um loftslagsmál, að sýna fram á að hnattrænt samstarf sé mögulegt og ferli í kringum það trúverðug