Færslur: Loftslagsráðstefnan

Morgunútvarpið
COP26: Draumaútkoman sameiginleg sýn leiðtoganna
Það styttist í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst nú í lok október í Glasgow í Skotlandi. Sagt hefur verið að ráðstefnan verði úrslitastund fyrir heiminn og nauðsynlegt að árangur náist. Morgunútvarpið ætlar fram að ráðstefnunni að rýna í málið og draga fram hinar ýmsu hliðar loftslagsumræðunnar.
19.10.2021 - 09:40
Myndskeið
Þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla
Lögreglan þurfti að bjarga Gretu Thunberg frá ásókn fjölmiðla þegar hún kom á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Thunberg tók þátt í loftslagsmótmælum ungmenna í Madríd.
06.12.2019 - 20:30
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.