Færslur: Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

Viðtal
1,5 gráða möguleg með pólitískum vilja og forystu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir að hægt sé að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðu með pólitískum vilja og forystu. Í viðtali við fréttstofu RÚV í gær sagðist hún vonast til þess að drögin sem rædd voru þann daginn yrðu efld og bætt svo hægt væri að halda í markmiðið um 1,5 gráður. Viðtalið við Sturgeon má sjá í fullri lengd í spilaranum hér að ofan.
Myndband
Lokadrög samþykkt með breyttu orðalagi um kol
Fulltrúar tæplega 200 þjóða samþykktu lokadrög samnings á 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Viðræður um lokaútgáfuna drógust á langinn og var þá orðalag ýmissa ákvæða sem flæktist fyrir leiðtogunum. Lokadrögin sem nú hafa verið samþykkt, voru mest megnis óbreytt frá því sem kynnt var fyrr í dag, en þó vekur athygli breyting á ákvæði um kolaiðnað, sem var gerð nú á lokasprettinum.
Sjónvarpsfrétt
Niðurstaðan ásættanleg, en hefði mátt ganga lengra
Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs segir að niðurstaða loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, sem nú fer senn að ljúka, virðist ásættanleg. Hann segir þó það hefði hefði mátt ganga lengra.
Neyðarástand vegna mengunar í Nýju Delí
Indverska mengunarvarnarstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýju Delí og hvetur borgarbúa til að halda sig innan dyra. Í morgun mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Næstu umhverfisráðstefnur haldnar í Arabaheiminum
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur í Glasgow í dag, gangi áætlanir skipuleggjenda eftir. Í gærkvöld var tilkynnt hvar næstu tvær loftslagsráðstefnur verða haldnar og ljóst að komið er að Arabaheiminum að sinna gestgjafahlutverkinu á þessum mikilvægu samkomum. Stjórnendur ráðstefnunnar tilkynntu að 27. loftslagsráðstefnan verði haldin haldin í Egyptalandi á næsta ári.
Thunberg sakar ráðstefnugesti um sýndarmennsku
Tugþúsundir mótmælenda komu saman í Glasgow í Skotlandi og víðar um heim í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er hálfnuð.
Carbfix fær 600 milljóna styrk fyrir nýrri hreinsistöð
Fyrirtækinu Carbfix hefur verið úthlutað 600 milljón króna styrk fyrir verkefnið Silfurberg. Markmiðið með Silfurbergi er að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun. Hreinsistöðinni er svo ætlað að fanga nær allan koldíoxíð og brennisteinsvetnis útblástur virkjunarinnar. Því verði svo dælt niður í basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með tækninni sem Carbfix hefur þróað.
„Meira rætt um beinar aðgerðir, ekki bara markmið“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í dag. Hún sagði meðal annars að markmiðin frá Parísarráðstefnunni 2015 dygðu ekki til að hemja hlýnun jarðar. Gera þurfi betur. Katrín er bjartsýn á góðar niðurstöður af ráðstefnunni og segir nú mun meira rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Hún sagði Ísland vera eitt fárra ríkja sem hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi og að það verði ekki seinna en árið 2040.
Brasilía lofar bót og betrun í loftslagsmálum
Brasilíumenn stefna að því að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum áður en árið 2030 er úti. Fyrra markmið var 43 prósenta skerðing. Niðurskurðurinn miðast við losunina eins og hún var árið 2005. Umhverfisráðherra Brasilíu lýsti þessu yfir við setningu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær.
Indland heitir kolefnishlutleysi fyrir 2070
Indland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2070. Þetta kom fram í ávarpi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Aðeins tvö ríki heims, Kína og Bandaríkin, losa meiri koltvísýring en Indland, sem var eina þungavigtar-iðnríkið sem ekki hafði enn sett sér opinber markmið í losunarmálum. Því var ávarps Modis beðið með nokkurri eftirvæntingu og vonbrigðin voru að sama skapi mikil.
Sjónvarpsfrétt
„Við erum að grafa okkar eigin gröf“
Flestir þeirra 120 þjóðarleiðtoga sem taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru nú komnir til Glasgow í Skotlandi. Þangað er sömuleiðis kominn mikill fjöldi vísindamanna, fréttamanna og annarra þátttakenda í þessari tuttugustu og sjöttu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Framtíðarsýn Íslands liggur ekki fyrir í smáatriðum
Framtíðarsýn Íslands í loftslagsmálum verður ekki birt í smáatriðum fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow. Þetta segir umhverfisráðherra. Einungis stóru línurnar liggi fyrir. Tveir eða þrír ráðherrar fara til Glasgow fyrir hönd Íslands .
Drottningin situr heima á meðan Karl fer til Glasgow
Elísabet Bretadrottning verður ekki viðstödd loftslagsráðstefnuna í Glasgow af heilsufarsástæðum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Drottningin, sem er 95 ára gömul, hætti við heimsókn sína til Norður-Írlands í síðustu viku. Hún undirgekkst í kjölfarið ýmsar rannsóknir á spítala og hefur verið ráðlagt að hafa hægt um sig í nokkra daga.
Óttast að Glasgow-borgar bíði alþjóðleg niðurlæging
Nokkrar efasemdir virðast uppi um að Glasgow, stærsta borg Skotlands, ráði fyllilega við það verkefni að halda 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í lok mánaðarins. Ónógt gistipláss, rottuplága og boðað verkfall lestarstarfsmanna er meðal þess sem kann að setja strik í reikninginn.
Áætlanir ríkja heims langt yfir loftslagsmarkmiðum
Miðað við núverandi áætlanir stefna ríki heims á að framleiða rúmlega tvöfalt magn kola, olíu og gass miðað við þau mörk sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir eina og hálfa gráðu. Þetta kemur fram í skýrslu umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. 
Loftslagsskýrsla IPCC
Stöðva þarf losun koldíoxíðs ef ekki á illa að fara
Langvarandi hitabylgjur og þurrkar eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri, ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan, mannskæð flóðin í Evrópu og Asíu síðustu vikur - allt er þetta bara forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Góðu fréttirnar eru þær, að það er hægt að draga svo mikið úr þeirri losun að dugi, ef vilji er fyrir hendi.
Myndskeið
Hvetja til endurreisnar með umhverfið að leiðarljósi
Sá viðsnúningur sem Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, boðar í loftslagsmálum á að vera þjóðum heims hvatning til að gera enn betur að mati breskra stjórnvalda. Heimsfaraldurinn gefi tækifæri til breytinga.
Lífríki sjávar í hættu vegna minna súrefnis
Loftslagsbreytingar eru að valda afdrifaríkum súrefnisskorti í höfum jarðar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Afleiðingarnar verða skelfilegar fyrir lífríki hafsins og brothættar byggðir við sjóinn, segir í skýrslunni sem var kynnt á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madrid í gær. 
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.