Færslur: Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

Myndskeið
Hvetja til endurreisnar með umhverfið að leiðarljósi
Sá viðsnúningur sem Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, boðar í loftslagsmálum á að vera þjóðum heims hvatning til að gera enn betur að mati breskra stjórnvalda. Heimsfaraldurinn gefi tækifæri til breytinga.
Lífríki sjávar í hættu vegna minna súrefnis
Loftslagsbreytingar eru að valda afdrifaríkum súrefnisskorti í höfum jarðar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Afleiðingarnar verða skelfilegar fyrir lífríki hafsins og brothættar byggðir við sjóinn, segir í skýrslunni sem var kynnt á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madrid í gær. 
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.