Færslur: Loftslagsmarkmið Íslands

Sögðu lykilatriði að nota orkuna í innlend orkuskipti
Orkuiðnaðurinn er óseðjandi og gæti virkjað hvern einasta dropa án þess að þykja nóg sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um orkuskipti á Alþingi í dag. Eva Dögg Davíðsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði að forgangsraða verði orku til orkuskipta.
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Viðtal
Loftslagsáætlun ýtir undir breyttar ferðavenjur fólks
Líf Magneudóttir formaður Umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar segir að vinda þurfi ofan af hörmulegri þróun í loftslagsmálum og sýna þurfi með aðgerðum að rými séu örugg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í borginni.
Allir búnir að senda inn uppfærð markmið, nema Ísland
Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki hafa skilað uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Þetta má sjá á vef skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna UNFCCC.