Færslur: Loftslagshamfarir

Stöðvuðu ályktun um loftslagsbreytingar og átök
Rússar beittu í gær neitunarvaldi til að stöðva ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem loftslagsbreytingar eru settar í samhengi við hættu á stríðsátökum í heiminum. Mikill meirihluti ríkja í Öryggisráðinu hafði þá lýst stuðningi sínum við ályktunina.
Samantekt Gretu Thunberg: „Bla, bla, bla“
Hin unga og einarða baráttu- og umhverfisverndarkona, Greta Thunberg, gefur lítið fyrir þann árangur sem sagður er hafa náðst á 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í Glasgow í kvöld. „COP26 er lokið,“ sagði Greta, „hér er stutt samantekt: Bla, bla, bla.“
Antonio Guterres
Harmar skort á pólitískum vilja til brýnna aðgerða
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir heimsbyggðina enn ramba á barmi loftslagshamfara og harmar að ekki hafi reynst pólitískur vilji á loftslagsráðstefnunni í Glasgow til að stíga þau skref sem nauðsynleg eru í baráttunni gegn hlýnun Jarðar. Jafnvel þótt staðið verði við öll gefin fyrirheit, segir Guterres, muni losun halda áfram að aukast og hlýnun Jarðar fara yfir tvær gráður á þessari öld.
Vonast til að afgreiða lokayfirlýsingu síðdegis í dag
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur að líkindum í Glasgow í dag og ljóst að ekki tókst að semja um aðgerðir sem nægja til að halda hlýnun Jarðar innan þeirra marka sem að var stefnt, einnar og hálfrar gráðu. Til þess að það náist telja helstu vísindamenn heims á sviði loftslagsmála að minnka þurfi losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 og ná kolefnishluteysi ekki síðar en 2050.
Brasilía lofar bót og betrun í loftslagsmálum
Brasilíumenn stefna að því að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum áður en árið 2030 er úti. Fyrra markmið var 43 prósenta skerðing. Niðurskurðurinn miðast við losunina eins og hún var árið 2005. Umhverfisráðherra Brasilíu lýsti þessu yfir við setningu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær.
Indland heitir kolefnishlutleysi fyrir 2070
Indland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2070. Þetta kom fram í ávarpi Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Aðeins tvö ríki heims, Kína og Bandaríkin, losa meiri koltvísýring en Indland, sem var eina þungavigtar-iðnríkið sem ekki hafði enn sett sér opinber markmið í losunarmálum. Því var ávarps Modis beðið með nokkurri eftirvæntingu og vonbrigðin voru að sama skapi mikil.
Framtíðarsýn Íslands skilað til COP í vikunni
Framtíðarsýn Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow verður skilað fyrir lok vikunnar. Þar verða greind áhrif, annars vegar lítilla og hins vegar mikilla, kerfisbreytinga til að minnka losun.  
26.10.2021 - 21:29
Jarðhiti hluti af framtíðarlausnum loftslagsvandans
„Það er nokkuð ljóst að jarðhiti verður hluti af lausninni fyrir framtíðina,“ segir Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
25.10.2021 - 13:11
Spegillinn
Kostar mikið að verjast flóðum en meira að sleppa því
Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur.
11.10.2021 - 14:55
Hafa krafist loftslagsaðgerða 146 sinnum
Ungt fólk lagði niður störf og nám í hádeginu í dag til að krefjast frekari aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum og til að hvetja fólk til að kjósa með loftslagsmál í huga. Þetta var 146. loftslagsverkfallið á Austurvelli.
Fréttaskýring
Pólitískt erfiðar ákvarðanir framundan í loftslagsmálum
Formaður Loftslagsráðs fagnar því að loftslagsmálin séu loksins orðin að kosningamáli hér á landi. Næsta kjörtímabil verður algjör úrslitastund í loftslagsmálum og erfiðar ákvarðanir bíða stjórnvalda. Formaður ungra umhverfissinna kallar eftir að tekið verði á loftslagsmálunum af festu.
Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Reykur frá skógareldum í Síberíu yfir norðurpólnum
Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan Rosgidromet segir eldana færast í aukana fremur en hitt. Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og meira á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga.
10.08.2021 - 02:41
20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
Jöklar Jarðar bráðna hraðar en áður
Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.
Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.
20.04.2021 - 12:21
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Skógareldar í Kaliforníu hrekja þúsundir að heiman
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Tugir íbúðarhúsa og fleiri mannvirki hafa þegar orðið eldunum að bráð, og breiðast þeir enn hratt út. Skæðasti eldurinn logar í nágrenni borgarinnar Vacaville, ekki fjarri Sacramento. Um 100.000 manns búa í Vacaville og nágrenni og var mörgum þeirra gert að forða sér í öruggt skjól í snarhasti í kvöld. Einn maður hefur látið lífið í eldunum.
20.08.2020 - 00:55
Mannlegi þátturinn
Fannst óhugsandi að lifa að slökkt yrði á heiminum
„Maður hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst," segir Andri Snær Magnason rithöfundur um óvissuástandið sem ríkir í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Fresta þarf flestum viðburðum vorsins, meðal annars frumsýningu á nýrri heimildarmynd í leikstjórn Andra Snæs sem fjallar um geðhvörf og gerist í Nepal.
25.03.2020 - 08:34
Hlýjasti vetur í veðurmælingasögu Evrópu
Þessi vetur hefur verið sá langhlýjasti í Evrópu frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna við hina evrópsku Kópernikusarstofnun, miðstöð loftslagsrannsókna á vegum Evrópusambandsins. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að líkindum einn megin orsakavaldurinn.
06.03.2020 - 04:37
Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum
Þeim sem telja loftslagsbreytingar ekki af mannavöldum hefur fjölgað mikið og eru sextíu prósentum fleiri en fyrir ári samkvæmt könnun Gallups. Sérfræðingur segir viðhorfsbreytinguna almenna og þvert á hópa. Níutíu prósent séu þó tilbúin til að breyta hegðun til að vernda umhverfi eða vega gegn loftslagsbreytingum.
19.02.2020 - 18:08