Færslur: Loftslagshamfarir

20 fyrirtæki framleiða yfir helming af öllu plastrusli
Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming alls einnotaplasts sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.
Jöklar Jarðar bráðna hraðar en áður
Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.
Segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis
Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.
20.04.2021 - 12:21
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Skógareldar í Kaliforníu hrekja þúsundir að heiman
Þúsundir hafa neyðst til að flýja heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna mikilla skógarelda sem þar geisa. Tugir íbúðarhúsa og fleiri mannvirki hafa þegar orðið eldunum að bráð, og breiðast þeir enn hratt út. Skæðasti eldurinn logar í nágrenni borgarinnar Vacaville, ekki fjarri Sacramento. Um 100.000 manns búa í Vacaville og nágrenni og var mörgum þeirra gert að forða sér í öruggt skjól í snarhasti í kvöld. Einn maður hefur látið lífið í eldunum.
20.08.2020 - 00:55
Mannlegi þátturinn
Fannst óhugsandi að lifa að slökkt yrði á heiminum
„Maður hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst," segir Andri Snær Magnason rithöfundur um óvissuástandið sem ríkir í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Fresta þarf flestum viðburðum vorsins, meðal annars frumsýningu á nýrri heimildarmynd í leikstjórn Andra Snæs sem fjallar um geðhvörf og gerist í Nepal.
25.03.2020 - 08:34
Hlýjasti vetur í veðurmælingasögu Evrópu
Þessi vetur hefur verið sá langhlýjasti í Evrópu frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna við hina evrópsku Kópernikusarstofnun, miðstöð loftslagsrannsókna á vegum Evrópusambandsins. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að líkindum einn megin orsakavaldurinn.
06.03.2020 - 04:37
Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum
Þeim sem telja loftslagsbreytingar ekki af mannavöldum hefur fjölgað mikið og eru sextíu prósentum fleiri en fyrir ári samkvæmt könnun Gallups. Sérfræðingur segir viðhorfsbreytinguna almenna og þvert á hópa. Níutíu prósent séu þó tilbúin til að breyta hegðun til að vernda umhverfi eða vega gegn loftslagsbreytingum.
19.02.2020 - 18:08
Janúar 2020 var sá hlýjasti frá upphafi mælinga
Nýliðinn janúarmánuður var sá hlýjasti á Jörðinni frá því mælingar hófust og mun hlýrri en meðaljanúar á viðmiðunartímabilinu 1981- 2010. Þó lét veðurfyrirbærið El Niño ekkert á sér kræla nú, öfugt við 2016, þegar fyrra janúarmet leit dagsins ljós. Þetta eru niðurstöður evrópsku loftslagsrannsóknastofnunarinnar Copernicus.
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Ekkert samkomulag í sjónmáli í Madríd
Viðræðum á tuttugustu og fimmtu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd átti að ljúka klukkan átján í gær, föstudag, en þær héldu áfram fram á nótt og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Ekkert samkomulag liggur því fyrir eftir tveggja vikna fundarhöld. Óttast er að annaðhvort takist ekki samkomulag um neina sameiginlega ályktun eða að hún verði svo útvötnuð og almennt orðuð að hún hafi ekkert að segja.
Hitamet gæti fallið í vikulangri hitabylgju í Ástralíu
Hitabylgja geisar í vestanverðri Ástralíu og veðurfræðingar spá enn meiri hita eftir því sem hún færist austar og inn í land. Gangi spár eftir gæti hitamet álfunnar fallið um miðja næstu viku. Um helgina er spáð yfir 40 gráðu hita í Perth og víðar í Vestur-Ástralíu og eftir helgina er útlit fyrir yfir 40 stiga hita um alla álfuna að austurströndinni undanskilinni.
14.12.2019 - 04:39
Gretu Thunberg seinkar um einn dag
Baráttustúlkan Greta Thunberg mætir að líkindum degi of seint á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Madríd á morgun, mánudag. Thunberg segir frá þessu á Twitter. „Við siglum hraðbyri til Evrópu! Áætlaður komutími er nú þriðjudagsmorgun," skrifar Thunberg, og segist hlakka til að hitta sitt fólk þegar hún og föruneyti hennar leggja að bryggu í Alcantara-höfn í Lissabon.
Greta Thunberg til Evrópu með ástralskri tvíbytnu
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg leggur af stað yfir Atlantshafið í fyrramálið og vonast til að komast til Evrópu í tæka tíð til að mæta á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP25, í Madríd í byrjun desember. Thunberg greinir frá þessu á Twitter og segist hafa fengið far með tvíbytnunni La Vagabonde, sem lætur úr höfn í Virginíuríki á Vesturströnd Bandaríkjanna að morgni miðvikudags.
13.11.2019 - 04:34
Telur framtíðarhorfur mófugla daprar
20 árum eftir að trjám er plantað í mólendi hverfa vaðfuglar af svæðinu, segir fuglafræðingur. Hann telur stóran hluta af mófuglum hverfa ef farin verður sú leið sem Skógræktin hefur boðað. Skógræktarstjóri segir ástæðu til að rannsaka frekar áhrif skógræktar og annarrar landnotkunar á fuglastofna. 
31.10.2019 - 17:15
Jane Fonda handtekin á þinghúströppum
Bandaríska leikkonan Jane Fonda var handtekin fyrir utan þinghúsið í Washington í gær. CNN fréttastofan greinir frá þessu. Þar tók hún þátt í mótmælum gegn aðgerðarleysi stjórnvalda vegna loftslagshamfara. Fonda stóð þar með félögum sínum í aðgerðarhópnum Fire Drill Fridays, eða brunaæfingaföstudagar á íslensku.
20 stærstu ábyrg fyrir þriðjungi útblásturs
Tuttugu jarðefnaeldsneytisframleiðendur bera samanlagða ábyrgð á rúmlega þriðjungi útblásturs gróðurhúsalofttegunda síðan 1965. Tólf fyrirtækjanna eru í ríkiseigu, en hin í einkaeigu.
10.10.2019 - 04:47
Viðtal
Mannkyn óttast að missa tökin
Vísindaskáldskapur hefur gjarnan reynst óhugnanlega sannspár. Margt af því sem fjallað var um í bókunum 1984 eftir Orwell og Brave New world eftir Huxley varð að veruleika og margir óttast að dystópíur um heimsendi og yfirtöku vélmenna séu ekki jafn mikil fjarstæða og vonast er til.
09.10.2019 - 09:40
Svisslendingar gera alpajökli táknræna útför
Hópur svissneskra náttúrufræðinga og umhverfisverndarsinna efnir í dag til „útfarar“ alpajökulsins Pizol, að íslenskri fyrirmynd, til að vekja athygli á bráðnun jökla. Smájökullinn Pizol er í um 2.700 metra hæð yfir sjávarmáli, nærri landamærunum að Liechtenstein og Austurríki. Alessandra Degiacomi, stjórnandi í Svissnesku Lotfslagsverndarsamtökunum, segir að Pizol, rétt eins og Ok, hafi rýrnað svo mikið síðustu ár að hann uppfylli ekki lengur skilyrði jarðvísindanna til að flokkast sem jökull.
22.09.2019 - 04:45
Ungt fólk óstöðvandi en ráðamenn tala of mikið
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávörpuðu í dag fyrsta Ungmennaþing Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í höfuðstöðvum samtakanna í New York.
Allsherjarverkfall fyrir loftslagið í dag
Allsherjarverkfall vegna loftslagsvárinnar sem að Jarðarbúum steðjar er hafið í nokkrum ríkjum Asíu og Eyjaálfu. Ungt fólk víða um heim, einkum grunn-, gagnfræða- og menntaskólanemar, hefur efnt til slíkra verkfalla á föstudögum um margra mánaða skeið að fyrirmynd hinnar sænsku Gretu Thunberg, undir slagorðinu Föstudagar fyrir framtíðina.