Færslur: Loftslagsbreytingar

Ríflega helmingur finnur lítið fyrir umhverfiskvíða
Nærri 56 prósent aðspurðra segjast kvíða lítið fyrir loftslagsvanda. Konur finna frekar fyrir kvíða en karlar og yngra fólk frekar en eldra. Þá finna þeir sem eru meira menntaðir frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem hafa minni menntun. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
07.02.2020 - 07:25
Janúar 2020 var sá hlýjasti frá upphafi mælinga
Nýliðinn janúarmánuður var sá hlýjasti á Jörðinni frá því mælingar hófust og mun hlýrri en meðaljanúar á viðmiðunartímabilinu 1981- 2010. Þó lét veðurfyrirbærið El Niño ekkert á sér kræla nú, öfugt við 2016, þegar fyrra janúarmet leit dagsins ljós. Þetta eru niðurstöður evrópsku loftslagsrannsóknastofnunarinnar Copernicus.
Vill að hlustað verði á raddir frumbyggja
Fulltrúi frumbyggjaþjóða við Amazonfljót telur að tengsl þeirra við náttúruna geti komið í veg fyrir eyðileggingu lífkerfa í regnskóginum. Hann segir að náttúruhamfarir á borð við skógareldana í fyrra eigi eftir að halda áfram að fara vaxandi ef mannréttindi og kunnátta innfæddra verður virt að vettugi.
29.01.2020 - 06:19
Pistill
Kröftugri skógareldar geta valdið vítahring
Í milljónir ára hafa eldar átt þátt í að móta líf á jörðinni og í hundruð milljóna ára hafa vistkerfi jarðarinnar brunnið. Þegar við mennirnir komum til sögunnar olli beislun eldsins þáttaskilum í þróun okkar sem tegundar. Eldur veitti hita á köldum vetrarkvöldum, var vörn gegn rándýrum og gerði það mögulegt að elda mat sem jók öryggi matvælana með því að minnka hættu á sýkingum.
Nærmynd
Gárungarnir kalla hann Scott úr markaðsdeildinni
Vinir hans kalla hann ScoMo og síðustu vikur hafa landar hans þráspurt hann hvar í andskotanum hann haldi sig. Where the bloody hell are you? Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur oft vakið hneykslan en líklega hefur hann aldrei verið umdeildari en nú. Mörgum þykir hann hafa brugðist seint og illa við gróðureldunum sem nú geisa. 
Telja loftslagsvá geta leitt til pólitískra átaka
Afleiðingar loftslagsbreytinga geta aukið þrýsting á Íslendinga um að taka við fleiri flóttamönnum og orðið til þess að djúpstæðar pólitískar deilur rísa um umhverfismál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningarskýrslu Ríkislögreglustjóra.
Naut verða ófrjó og blómleg sveit að helvíti á Jörð
Miklir og langvarandi hitar í Nýju Suður Wales eru farnir að valda ófrjósemi og náttúruleysi í búsmala og neyða fjölda bænda til að bregða búi. Hver hitabylgjan af annarri hefur riðið yfir Ástralíu að undanförnu og ein slík gerir Áströlum lífið leitt einmitt þessa dagana. Og hitinn leggst ekki aðeins þungt á mannfólkið, heldur plagar hann líka skepnurnar, stórar sem smáar.
29.12.2019 - 05:39
Myndband
Bregðast við loftslagsbreytingum á Svalbarða
Íbúar á Svalbarða horfa nú til umhverfisvænna lausna til að bregðast við lofstlagsbreytingum. Þeir fara nú um með ferðamenn á rafknúnum vélsleðum og vilja setja upp sólarrafhlöður og vindmyllur. Svalbarði er nyrsta byggða ból jarðar og þar hefur meðalhitinn hækkað níu ár í röð.
27.12.2019 - 19:48
Myndskeið
Öll fjölskyldan tekur þátt í óhefðbundnu jóladagatali
Fjölskylda í Eyjafjarðarsveit setti saman nokkuð óhefðbundið jóladagatal. Í dagatalinu, sem þau birta á Facebook, kynna þau lausnir í baráttunni við loftslagsbreytingar sem þau segja alla geta tileinkað sér.
20.12.2019 - 19:48
Fréttaskýring
Ekki hægt að tengja sprengilægðina loftslagsbreytingum
Fárviðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku afhjúpaði veikleika í innviðum en líka hversu berskjölduð við erum gagnvart náttúruöflunum. Fólk dustaði rykið af veðurlýsingarorðum sem eru bara notuð spari. Veðrið var kolsnælduvitlaust, bandsjóðandibrjálað, foráttuvont, bylurinn var öskuþreifandi. Síðustu daga hefur svo verið talað um fordæmalaust rafmagnsleysi, fordæmalausan hrossadauða - en var veðrið sjálft fordæmalaust og má að einhverju leyti rekja það til loftslagsbreytinga?
19.12.2019 - 16:52
Spegillinn
Vill að meirihlutinn fái að ráða í loftslagsmálum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir óásættanlegt að ríki heims geti ekki komist að niðurstöðu í jafn mikilvægum málum og loftslagsmálum. Hann er fylgjandi því að fyrirkomulagi viðræðna á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna verði breytt þannig að meirihluti ríkja geti tekið ákvarðanir, einstök ríki geti þá ekki staðið í vegi fyrir öðrum.
17.12.2019 - 17:40
Reikna með ríflega níu milljörðum flugfarþega árið 2040
Fjöldi flugfarþega í heiminum mun að líkindum meira en tvöfaldast á næstu tuttugu árum og flugfélög heimsins flytja yfir níu milljarða manna milli staða á árið 2040.
17.12.2019 - 05:23
ESB stefnir á kolefnishlutleysi fyrir 2050
Leiðtogar 26 af 27 þeim 27 ríkjum sem verða í Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta samþykktu í nótt að festa í lög markmið um að sambandið verði kolefnishlutlaust árið 2050. Einungis Pólverjar veigruðu sér við því að skuldbinda sig til að ná þessu markmiði.
13.12.2019 - 03:33
Saka Noreg og Kanada um brot á barnasáttmálunum
Sextán börn, með Gretu Thunberg í fararbroddi, fara fram á það við forsætisráðherra bæði Noregs og Kanada að þessi lönd hætti að leita að olíu og dragi markvisst úr olíuvinnslu. Þau segja að áframhaldandi olíuvinnsla sé brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
11.12.2019 - 18:48
App varar inúíta við hættulega þunnum hafís
Inúítar í Kanada geta nú nýtt sér tæknina í baráttu sinni við náttúruöflin. App sem byggt er á aldagamalli þekkingu þeirra á hafís hjálpar þeim nú við að kynna sér hvar ísinn er hættulega þunnur á veiðisvæðum þeirra. Appið heitir Siku, sem er hafís á tungumálinu inuktitut. Lucassie Arragutainaq, formaður veiðifélagsins Sanikiluaq í Nunavut, segir Inúíta með þessu vera að nútímavæða þekkingu foreldra sinna. 
09.12.2019 - 06:46
Lífríki sjávar í hættu vegna minna súrefnis
Loftslagsbreytingar eru að valda afdrifaríkum súrefnisskorti í höfum jarðar, segir í nýrri skýrslu Alþjóðanáttúruverndarsambandsins, IUCN. Afleiðingarnar verða skelfilegar fyrir lífríki hafsins og brothættar byggðir við sjóinn, segir í skýrslunni sem var kynnt á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madrid í gær. 
Spegillinn
[672 hornklofar] Sjötta greinin eitt aðalmálið í Madríd
Strangt til tekið gætum við Íslendingar haldið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir í þeim mæli sem við höfum gert. Samdráttarmarkmiðum sem eru á ábyrgð stjórnvalda mætti ná með því að byggja upp vindorkuver eða virkja jarðvarma í öðrum ríkjum. Það er búið að veita aðildarríkjum Parísarsamkomulagsins heimild til að versla með losunarheimildir innanlands eða milli ríkja en nákvæm útfærsla á þessu alþjóðlega viðskiptakerfi sem er kallað SDM liggur ekki fyrir.
Viðtal
Stefna á kolefnishlutleysi eftir fimm ár
Landsvirkjun kynnir í dag hvernig fyrirtækið hyggst leggja sitt að mörkum í baráttunni við loftslagbreytingar en fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið hafi fylgst grannt með losun síðustu tíu ár. Markmið Landsvirkjunar um kolefnishlutleysi sé lóð á vogarskálar ríkisstjórnarinnar, sem stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040.  
04.12.2019 - 09:22
Útblástur eykst á milli ára
Þrátt fyrir minni kolabrennslu á heimsvísu eykst útblástur koltvíoxíðs lítillega á milli ára. Þetta kemur fram í árlegri úttekt samtakanna Global Carbon Project. Samkvæmt útreikningum þeirra er útblástur koltvíoxíðs um 0,6% prósentum meiri í ár en hann var í fyrra. Alls hefur útblásturinn aukist um fjögur prósent síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður fyrir fjórum árum.
04.12.2019 - 06:11
Fréttaskýring
Guterres segir mannkynið standa á krossgötum
Á meðan kóalabirnir flýja skógarelda í Ástralíu af veikum mætti, traffíkin í Reykjavík silast áfram, þéttari en nokkru sinni fyrr, Kínverjar byggja kolaorkuver af miklum móð, afleiðingar öfga í veðurfari ógna milljónum í Austur-Afríku og stórsveitir á borð við Coldplay og Massive attack reyna að finna leiðir til þess að túra um heiminn án þess að ýta undir loftslagshamfarir stendur tuttugasta og fmmta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Madríd, höfuðborg Spánar.
Loftslagsráðstefnan hafin í Madrid
Þjóðir heims verða að sýna samtöðu og sveigjanleika í baráttunni við loftslagsvána. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við setningu loftslagsráðstefnu samtakanna í Madrid á Spáni í morgun. Heimsbyggðin stæði á krossgötum í viðleitninni við að bregðast við hættulegri hlýnun andrúmsloftsins.
02.12.2019 - 12:03
Vill takast á við loftslagsvá eins og hún sé stríð
John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hefði stofnað þverpólitískan hóp sem hyggst beita sér í loftslagsmálum og takast á við loftslagsvána rétt eins og hún væri stríð. Hann sagði að þekktir einstaklingar bæði úr Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum myndu halda fundi víða í Bandaríkjunum til að sannfæra efasemdarmenn í loftslagsmálum um vána sem heimurinn standi frammi fyrir.
01.12.2019 - 20:27
Gretu Thunberg seinkar um einn dag
Baráttustúlkan Greta Thunberg mætir að líkindum degi of seint á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í Madríd á morgun, mánudag. Thunberg segir frá þessu á Twitter. „Við siglum hraðbyri til Evrópu! Áætlaður komutími er nú þriðjudagsmorgun," skrifar Thunberg, og segist hlakka til að hitta sitt fólk þegar hún og föruneyti hennar leggja að bryggu í Alcantara-höfn í Lissabon.
Óvenjulegar flóðbylgjur hröktu hundruð á flótta
Á þriðja hundrað manns neyddust til að flýja heimili sín í Majuro, höfuðborg Marshalleyja, þegar hrina óvæntra boðafalla skall á húsum þeirra og færði allt meira og minna á kaf um hríð á miðvikudag. Hver holskeflan á fætur annarri dundi þá á ströndinni við höfuðborgina þar sem allt fór á flot í fjölda bygginga.
29.11.2019 - 04:51
Evrópuþingið lýsir yfir neyðarástandi í loftslagsmálum
Evrópuþingið lýsti í dag yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þingmenn vonast til þess að gripið verði til róttækra aðgerða á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á mánudaginn.
28.11.2019 - 22:13