Færslur: Loftslag

Sjónvarpsfrétt
Hopið talið í hundruðum rúmkílómetra
Jöklar landsins hafa rýrnað svo mikið frá síðustu aldamótum að hægt er að telja rýrnunina í hundruðum rúmkílómetra. Jökulsporðar hopuðu víða um tugi metra í fyrra. Mýrdalsjökull hefur rýrnað um fimm rúmkílómetra á ellefu árum.
Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
Jafnlítil losun og í covid og Parísarmarkmið næst
Ef losun Íslands helst jafn lítil og hún var í faraldrinum í fyrra ætti árið í ár að verða innan þeirra marka sem Ísland setti sér samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Skotlandi í lok mánaðarins. 
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Fjölgar í hópi þeirra sem afneita loftslagsvísindum
Þeim sem telja loftslagsbreytingar ekki af mannavöldum hefur fjölgað mikið og eru sextíu prósentum fleiri en fyrir ári samkvæmt könnun Gallups. Sérfræðingur segir viðhorfsbreytinguna almenna og þvert á hópa. Níutíu prósent séu þó tilbúin til að breyta hegðun til að vernda umhverfi eða vega gegn loftslagsbreytingum.
19.02.2020 - 18:08
Vatnsskortur blasir við fjórðungi jarðarbúa
Tæplega fjórðungur jarðarbúa býr í 17 löndum þar sem vatnsskortur er yfirvofandi vandamál og sá dagur nálgast að vatn hættir að koma úr krönunum. Tólf landanna eru í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.
06.08.2019 - 06:31
Næstu 18 mánuðir ráða úrslitum
Loftslagsvísindafólk segir að næstu 18 mánuðir muni ráða úrslitum um hvort hægt verði að koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 1,5 stig á þessari öld.
24.07.2019 - 22:36
Kolefnisútblásturslaust Bretland 2050
Bretland mun ekkert menga með brennslu jarðefnaeldsneytis frá 2050, samkvæmt nýjum lögum sem orkumálaráðherrann Chris Skidmore undirritaði í dag. Bretland er hið fyrsta af stærstu hagkerfum heimsins sem hefur skuldbundið sig til að ná þessu markmiði.
27.06.2019 - 13:59
Koma á einkaþotum til að ræða loftslagsmál
Fréttir af loftslagsmálum hafa verið nokkuð áberandi í kringum efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Þó er ekki að sjá á fararskjótum ráðstefnugesta að sú umræða hafi haft áhrif á ferðatilhögun þeirra. Á sama tíma og fréttir hafa borist af David Attenborough að ræða loftslagsmál við fundargesti, og af mótmælum hinnar sextán ára sænsku Gretu Thunberg, eru einkaþoturnar í nágrenni fundarstaðarins fleiri en nokkru sinni áður. Og að jafnaði stærri en áður.
23.01.2019 - 13:59
Segir ekki nóg gert og of hægt
Áform ríkja heims að koma í veg fyrir stórkostlegar loftslagsbreytingar eru langt af leið. Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann setti loftslagsráðstefnuna í Katowice í Póllandi í morgun. 
03.12.2018 - 11:27
Gagnrýni
Heimurinn fellur yfir aldraðan ekkil
Skáldsagan Loftslag eftir svissneska rithöfundinn Max Frisch er talið eitt mikilvægasta verk höfundarins. Bókin kom nýverið út á íslensku en gagnrýnendur Kiljunnar eru ekki einhuga um gæði hennar.
16.03.2018 - 11:26