Færslur: Loftrýmisgæsla

Á sjötta hundrað hermenn á Íslandi
Búist er við að milli fimm og sex hundruð bandarískir og kanadískir hermenn verði á Íslandi næstu vikurnar.
22.10.2020 - 04:08
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Norðmenn frumsýna nýja orrustuþotu á Íslandi
Norski herinn hefur fengið nýja F-35 orrustuþotu í flota sinn, en fyrsta verkefni nýju þotunnar utan Noregs verður á Íslandi í mars.
Loftrýmisgæsla við Ísland hefst á nýjan leik
Atlantshafsbandalagið hefur á næstu dögum aftur loftrýmisgæslu við Ísland er flugsveit bandaríska flughersins kemur til landsins. Alls munu 110 liðsmenn taka þátt í verkefninu.
Rússneskar sprengivélar óvenju oft á NATOsvæði
Utanríkisráðherra segir að ótilkynnt flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á eftirlitssvæði NATO við Ísland geti truflað almennt flug. Óvenjulegt sé að Rússar fljúgi herflugvélum í tvígang inn á svæðið með stuttu millibili. Loftrýmisgæslan hafi sannað mikilvægi sitt. 
Hröktu tvær rússneskar herflugvélar í burtu
Tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 (Bear F) flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO) hér við land í gærkvöldi.
28.03.2019 - 18:32