Færslur: Loftorka

Malbik víða á höfuðborgarsvæðinu stóðst ekki kröfur
Malbik sem var lagt á nokkra vegkafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar stóðst alls ekki þær kröfur sem gerðar eru í útboði Vegagerðarinnar, hvorki kröfur um holrýmd né um viðnám. Það á meðal annars við um vegkafla á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi í júní. Þetta kemur fram í skýrslu sem Vegagerðin birti í dag og byggir á rannsóknum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gatnarannsóknarstofnunarinnar VTI í Svíþjóð.
06.10.2020 - 17:13