Færslur: loftmengun

Svifryksmet í Reykjavík
Hæsta sólhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga var mælt við Grensásveg í Reykjavík fyrstu klukkustund ársins. Það var hærra en í eldgosunum í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.
02.01.2018 - 15:52
Maraþon í mengunarþoku í Delhí
Um þrjátíu og fimm þúsund hlauparar hlaupa hálf-maraþon í Delhí, höfuðborg Indlands í dag þrátt fyrir að læknar hafi viljað fresta hlaupinu vegna mengunarskýs sem liggur yfir borginni. Svo rammt hefur kveðið þar að loftmengun undanfarið að skólar voru lokaðir nokkra daga í síðustu viku.
19.11.2017 - 11:17
Níturoxíð frá dísilbílum ógnar almannaheilsu
Ný rannsókn sýnir að níturoxíð frá dísilbílum ógnar almannaheilsu. Talið er að yfir 100 þúsund manns deyi á ári ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma vegna mengunar frá dísilbílum.
16.05.2017 - 09:16
Ekki rykbundið í Reykjavík frá 2010
Aldrei hefur verið ráðist í að rykbinda vegna svifryks í Reykjavík seinustu sex ár – frá árinu 2010. Svifryksmengun hefur mælst yfir heilsuverndarmörkum níu sinnum á þessu ári – einu skipti sjaldnar en allt árið í fyrra.
28.04.2017 - 06:00
Svifryksmengun 9 sinnum yfir heilsuverndarmörk
Svifryksmengun hefur farið níu sinnum yfir heilsuverndarmörk það sem af er þessu ári - tveimur dögum oftar en á sama tímabili í fyrra. Sólarhrings heilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrönn á hvern rúmmetra. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur svifryksmengun nánast jafn oft verið yfir heilsuverndarmörkum og allt árið í fyrra. Árið 2016 mældist svifryk yfir mörkum í samtals tíu daga.
26.04.2017 - 16:34
Mikil svifryksmengun í Reykjavík síðdegis
Mikil svifryksmengun mældist við Grensásveg í Reykjavík síðdegis í dag Styrkur svifryks í andrúmsloftinu fór yfir 200 míkrógrömm á rúmmetra um klukkan tvö í dag. Þegar svo er, er mælst til að fólk með ofnæmi og/eða alvarlega hjarta- eða lungnasjúkdóma forðist að vera úti þar sem mikil mengun er. Með úrkomu á fimmta tímanum dró hins vegar snarlega úr svifryksmenguninni og mælist hún nú innan heilsuverndarmarka.
19.04.2017 - 16:23
Brennisteinsvetnismengun blásið úr borginni
Mengun vegna brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað verulega er liðið hefur á daginn. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu og á Grensásvegi í Reykjavík um og yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm að meðaltali yfir heilan sólarhring. Síðdegis er útlit fyrir að bæti í vind, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Í kvöld verði vindur á Hellisheiði 10-12 metrar á sekúndu.
04.03.2017 - 12:37
Mikil brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu
Talsverð brennisteinsvetnismengun hefur mælst í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan hálf tíu í morgun var styrkur brennisteinsvetnis við Eiríksgötu í miðborg Reykjavíkur 52 míkrógrömm á rúmmetra. Á Grensásvegi mældist styrkurinn 44 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Heldur hefur dregið úr styrk brennisteinsvetnis eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þó má búast við talsverðri mengun í dag vegna veðurskilyrða.
04.03.2017 - 09:42
Reykjavík: Loftmengun yfir mörkum
Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga. Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.
01.03.2017 - 14:22
  •