Færslur: loftlagsmál

Myndskeið
Breyttir hafstraumar, tíðari skriðuföll og flóð
Breyttir hafstraumar, súrnun sjávar, flóð, tíðari skriðuföll og kraftmeiri eldgos eru meðal líklegra áhrifa loftlagsbreytinga á íslenskt náttúrufar, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Nanóagnir í heila
Stefán Gíslason fjallar um örsmá efni í mengun, til dæmis frá umferð, sem getur ýtt undir alvarlega sjúkdóma í fólki.
18.10.2020 - 12:59
Karl Bretaprins hvetur til viðbragða við loftslagsvá
Karl Bretaprins hvetur heimsbyggðina til að nýta heimsfaraldur kórónuveirunnar til að bregðast við vánni af loftslagsbreytingum.
Auðlindir jarðar þetta árið fullnýttar
Þolmarkardagur jarðar er liðinn. Það sem eftir lifir árs munum við nýta auðlindir jarðar á kostnað komandi kynslóða. Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um daginn í Samfélaginu á Rás 1 og nauðsyn þess að við minnkun vistspor jarðarbúa og lærdóminn af kórónaveiru faraldrinum.
Uppfærð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt í dag
Ríkisstjórnin ætlar að kynna uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í fjármálaráðuneytinu í dag. Kynningunni verður streymt beint á vefnum.
23.06.2020 - 10:17
Á von á átökum um rammann og hálendisþjóðgarðinn
Bergþór Ólason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á von að hart verði tekist á um þingsályktunartillögu um rammáætlun og frumvarp um hálendisþjóðgarð sem leggja á fram í febrúar. Hann segir að umræðan um loftslagsmál ýti undir að fjölga þurfi virkjunarkostum um umhverfisvæna græna orku.
12.01.2020 - 12:48
Fá heimildir til að takmarka bílaumferð
Sveitarfélög og Vegagerðin fá frá og með næstu áramótum heimild til að takmarka eða jafnvel banna tímabundið bílaumferð vegna loftmengunar. Með þessu er vonast til að hægt verði að draga úr svifryksmengun.
25.11.2019 - 19:48
Norðurlöndin hætti að gorta
Greta Thunberg skaut föstum skotum á Norðurlöndin um leið og hún afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem hefðu skilað henni andvirði 6,4 milljóna króna. Hún segir að það sé lítið á bak við orðagjálfur Norðurlandanna í umhverfismálum.
30.10.2019 - 08:58
Kastljós
Hendum þriðjungi af öllum mat
Þriðjungur af öllum mat sem er framleiddur í heiminum lendir í ruslinu. Hægt væri að fæða þrjá milljarða manna með þeim matvælum sem er hent, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Með aukinni fólksfjölgun í heiminum gengur þetta ekki upp, segir Rakel Garðarsdóttir aðgerðasinni.
Loftslagsskóli fyrir ungmenni á Egilsstöðum
Nemendur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs hafa undanfarna daga fengið að sækja einskonar loftslagsskóla. Námskeiðið er styrkt af uppbyggingarsjóði Austurlands en þar fá nemendur meðal annars að kynnast hugtakinu loftslagsréttlæti og áhrifum hamafarahlýnunar á ungmenni í öðrum heimshlutum. Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur ákvað að halda námskeiðin því henni fast vanta fræðslu um þessi mál til ungmenna.
27.06.2019 - 18:16
Yfir 1100 km af skurðum grafnir frá 2008
Landbúnaðarháskólinn metur nú hve mikið framræst land hefur bæst við með skurðgrefti á Íslandi síðustu tíu árin. Nýtt kort leiðir í ljós að bændur hafa grafið yfir 1100 kílómetra af skurðum frá 2008. Samkvæmt núgildandi mati hafa 3400 ferkílómetrar af votlendi hafi verið ræstir fram og er losun gróðurhúsalofttegunda úr þurrkuðum mýrum um 2/3 af heildarlosun Íslendinga sem talin er fram til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
11.06.2019 - 09:51
Gera ráð fyrir áköfum skúrum
Hjá bæði Reykjavíkurborg og Veitum er þegar byrjað að gera áætlanir um hvernig brugðist verður við áköfum skúrum sem munu verða vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram á fundi loftslagsráðs sem bar yfirskriftina Erum við tilbúin? Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum. Í Speglinum var rætt við Hrönn Hrafnsdóttur, sérfræðing á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Fjólu Jóhannesdóttir fagstjóra fráveitu
17.05.2019 - 11:30
 · Innlent · loftlagsmál
Vilja banna svartolíu á norðurslóðum
Náttúruverndarsamtök Íslands skora á umhverfisráðherra að beita sé fyrir því á vettvangi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar að notkun svartolíu verði bönnuð á norðurslóðum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að stefnt skuli að banni í lögsögunni.
15.05.2019 - 13:28
 · Innlent · loftlagsmál
Mengun nýskráðra bíla jókst 2018
Mengun nýskráðra bíla jókst í fyrra eftir samfellda lækkun útblástursgilda frá árinu 2010. Losunin jókst um 1,4% frá árinu 2017. Aukningin kemur á óvart þar sem fjölgun hefur orðið á nýskráðum bílum sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti, svo sem metan eða rafmagn. Þá hafa bílaframleiðendur kappkostað að framleiða sparneytnari bíla sem menga minna.
10.05.2019 - 16:00
Erum á miðjum heitasta áratug sögunnar
Breska veðurstofan spáir því að áratugurinn 2014 - 2023 verði hlýjasti áratugur á jarðríki síðan mælingar hófust árið 1850. Í spánni kemur fram að allt frá 2014 hafi meðalhiti á Jörðinni mælst um eða yfir einni gráðu hærri en fyrir daga iðnbyltingar. Næstu fimm árin reikna breskir veðurfræðingar með því að meðalhitinn haldi áfram að hækka en standi í besta falli í stað, og verði á bilinu 1,03 til 1,57 gráðum yfir meðaltali fyrri tíma árið 2023.
07.02.2019 - 02:17
Dauðadómur yfir Grænlandsjökli
Þó að okkur takist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og standa við Parísarsamkomulagið mun Grænlandsjökull hverfa. Jöklafræðingur segir að spurningin sé bara hve hratt. Sérfræðingar búast við að yfirborð sjávar hækki um að minnsta kosti einn metra fram til loka þessarar aldar.
19.12.2018 - 16:30
Á 0,4 kílómetra hraða að Suðurpólnum
Nú virðist það vera fjarlægur draumur að hollensk hjón komist á Suðurpólinn á rafbíl úr endurunnu plasti. Ferðin hefur sóst seint vegna veðurs. Verkefnastjóri hjá Artic Trucks segir að bílinn hafi staðið sig vel og að hver kílómetri sé sigur.
12.12.2018 - 16:50
 · Erlent · loftlagsmál · Rafbílar
Úr Parísarsamningi í loftslagsráð
Halldór Þorgeirsson, forstöðumaður hjá skrifstofu loftslagsamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn, verður formaður loftlagsráðs sem mun hefja störf í júní. Unnið er að því að senda út tilnefningarbréf til þeirra sem munu eiga fulltrúa í ráðinu. Umhverfisráðherra segir að þó að við höfum ekki staðið okkur vel fram til þessa í loftslagsmálum sé ekkert annað í boði en að ná þeim markmiðum loftslagssamningsins. Verðandi formaður ráðsins segir nauðsynlegt að spýta í lófana
18.04.2018 - 17:00