Færslur: Loftgæði

Viðtal
Misturmysterían ráðin – samkurl eldgossins og iðnaðar
Þónokkuð mistur hefur legið yfir suður- og vesturhluta landsins seinustu daga. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að mistrið sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu.
Mistur rakið til meginlands Evrópu en loftgæði í lagi
Gráleitt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. „Þetta er eitthvað bland í poka,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Þetta loft virðist bæði hafa komið frá Kanada og Miðvestur-Evrópu. Maður veit ekkert alveg af hverju. Nokkuð víða er sina brennd og afgangsgróður á vorin. Og svo á meðan við vorum með hæga suðvestanátt var þetta sennilega líka gasmengun frá gosinu,“ segir hann.
29.04.2021 - 21:40
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Myndskeið
Gasmengun getur borist á móti vindi
Mengunin frá eldstöðinni í Geldingadölum getur borist á móti vindi og því er ekki nóg að hafa vindinn í bakið, einkum ef farið er nálægt hraunjaðri. Eldfjallafræðingur segir að þegar gasmenguninni hafi blásið á haf út sé hún þó ekki endilega úr sögunni heldur geti henni blásið til baka til Íslands.
Myndskeið
Minna svifryk með minni hraða
Draga má úr svikryksmengun um allt að 40% með því að lækka hraða ökutækja, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Mest eru áhrifin þegar dregið er úr hraða ökutækja á nagladekkjum.
13.04.2021 - 19:22
„Maður kallar þetta svifryksvertíð“
Svifryk mældist mikið á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryksvertíðina í fullum gangi.
07.04.2021 - 08:57
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Myndskeið
Loftið „mjög gott“ á höfuðborgarsvæðinu
Loftið á höfuðborgarsvæðinu er nú „mjög gott“, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Rétt eftir miðnætti og fram til klukkan sex í morgun var loftið mjög slæmt eftir flugeldaskothríð. Þá var vindhraði aðeins metri á sekúndu og loftið kalt, en við slíkar aðstæður verður nær engin loftblöndun. Loftið komst svo á hreyfingu í morgun og síðan þá hafa loftgæðin aukist verulega.
01.01.2021 - 14:37
Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41
Mengun í borginni í gær líklega frá Nesjavallavirkjun
Gildi brennisteinsvetnis var nokkuð hátt í morgun í kringum Nesjavallavirkjun og voru loftgæði þar mjög slæm. Hæst var gildið 1.380,5 míkrógrömm á rúmmetra klukkan átta í morgun og fer nú lækkandi. Mengun sem kom yfir borgina í gær kemur væntanlega frá Nesjavallavirkjun segir heilbrigðisfulltrúi borgarinnar.
31.12.2020 - 11:55
Takmarka ekki sölu á flugeldum strax
Breytingum á reglugerð um sölu flugelda hefur verið frestað vegna faraldursins. Því má selja flugelda í jafnmarga daga um þessi áramót og áður.
28.12.2020 - 11:55
Loftgæði á Íslandi mikil nema á Grensásvegi
Loftgæði á Íslandi eru nokkuð mikil og hafa farið batnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um loftgæði til loka síðasta árs. Eini staðurinn þar sem mengun mældist yfir heilsuverndarmörkum oftar en leyfilegt er var Grensásvegur í Reykjavík.
10.12.2020 - 09:39
60 ótímabær dauðsföll á ári af völdum svifryksmengunar
Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi megi rekja til útblástursmengunar. Þau séu öll vegna fíns svifryks en áhrif köfnunarefnisdíoxíðs og osóns á jörðu niðri séu hverfandi.
24.11.2020 - 04:39
Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist hár í mælistöðinni á Grensásvegi í Reykjavík. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs 95 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhringsheilsuverndarmörk fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
29.01.2020 - 15:03
Gamlársveðrið gott fyrir lungun en verra fyrir flugelda
Veðurspá dagsins lofar ekki góðu fyrir sprengiglaða Íslendinga, en fólk með viðkvæm öndunarfæri getur andað léttar. Stífar en mildar sunnanáttir verða ráðandi fram eftir degi og jafnvel fram á kvöld, og þessu fylgir rigning víða um land, en þurrviðri verður á Norðausturlandi.
31.12.2019 - 06:38
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
Hinir efnameiri komist hjá takmörkunum
Vegagerðin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki farin að huga að því hvernig nota á heimildir til að takmarka bílaumferð þegar loftmengun er mikil. Viðskiptaráð Íslands óttast að breytingarnar leiði til þess að hinir efnameiri bæti við sig bíl til að komast hjá takmörkunum.
Mikið köfnunarefnisdíoxíð í Reykjavík í dag
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs er hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan 13 var mældist það 141,5 míkrógrömm á rúmmetra. Sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á rúmmetra.
25.11.2019 - 15:48