Færslur: Loftgæði

Loftgæði lítil í höfuðborginni vegna sandfoks
Mikið svifryk hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands berst ryk inn á höfuðborgarsvæðið frá söndunum á Suðurlandi.
10.06.2022 - 10:45
Hvetja borgarbúa til að hvíla bílinn vegna loftmengunar
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mældist 175,5 mikrógrömm á rúmmetra í höfuðborginni í morgun við Grensásveg, Laugarnes og Bústaðaveg/Háaleitisbraut, en það magn telst óhollt fyrir þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Borgarbúar eru af þessum sökum hvattir til þess að hvíla bílinn og nota umhverfisvænni ferðamáta.
Nýr leiðarvísir um loftgæði nauðsynlegur
Loftmengun veldur sjö milljónum dauðsfalla í heiminum á hverju ári að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Stofnunin segir loftmengun nú eina helstu umhverfisógn mannkyns. Í ljósi þessarra gagna ætlar stofnunin að leggja til strangari viðmið um loftgæði, þar sem ljóst er að aðgerða er tafarlaust þörf.
Gosmóða í loftinu við Hellu
Appelsínugul merking hefur verið í gildi við Hellu á loftgæðavef Umhverfisstofnunar í dag. Ástæðan er að öllum líkindum vestlæg átt sem ber gosmóðu frá Fagradalsfjalli beint í austur.
16.08.2021 - 17:30
Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Mengunarmistur yfir borginni
Mengunarmistur hefur legið yfir höfuðborginni í dag svo skyggni hefur verið takmarkað. Fréttastofu hafa ennfremur borist fregnir af því að fólk með viðkvæm öndunarfæri hafi fundi fyrir óþægindum.
05.07.2021 - 18:54
Varasamt gas gæti safnast í lægðir í dag
Gas úr eldgosinu við Fagradalsfjall gæti borist víða um Reykjanesið í dag, en einnig er líklegt að það safnist í lægðir í landslagi. Það getur verið varasamt, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni um gasdreifingarspá dagsins. Útlit er fyrir vestlæga átt suður af Reykjanesinu í dag og því mun mengun líklega leggja til austurs á Suðurlandið, en ólíklegt er talið að styrkur gassins verði mikill.
03.07.2021 - 10:17
Myndskeið
„Þetta eru mini-móðuharðindi“
Bláleit gosmóða blönduð þokulofti lá yfir suðvesturhluta landsins í dag. Hún innihélt brennisteinssýrudropa og voru viðkvæmir hvattir til að halda sig innandyra.
Þokuloft og minni háttar mengun yfir höfuðborgarsvæðinu
Mistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að mistrið sé þokuloft sem fylgir hlýindum. Þá kunni gas frá gosstöðvunum að vera blandað þokuloftinu þar sem nú blæs í suðvestanátt.
27.06.2021 - 12:07
Engin hætta þrátt fyrir gasmengun
Heldur hefur dregið úr gasmengun á gosstöðvunum í Geldingadal frá því í gær. Hefur rauð viðvörun því vikið fyrir appelsínugulri í næsta nágrenni við eldsumbrotin. Reykinn frá gosinu leggur hins vegar í austur og yfir Ölfus og Árborg.
Spegillinn
Meiri gosmóða í góðu veðri
Þorsteinn Jóhannson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að gera megi ráð fyrir meiri gosmóðu í andrúmsloftinu ef eldgosið heldur áfram og veður er gott í sumar. Við þær aðstæður verða ákveðin efnahvörf í brennisteinsgasinu sem veldur gosmóðunni.   
21.05.2021 - 15:55
Mikið mistur í morgunsárið á suðvesturhorni landsins
Mikið mistur hefur verið á Reykjanesskaga í morgun og einnig á Suðurlandi. Eftir því sem liðið hefur á morguninn hefur skyggni aukist nokkuð með aukinni norðanátt. Mistrið má að öllum líkindum rekja til gosstöðvanna við Fagradalsfjall.
21.05.2021 - 10:31
Börn ættu ekki að sofa úti vegna svifryksmengunar
Töluverð svifryksmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær vegna eldgossins við Fagradalsfjall. Brennisteinsdíoxíð hefur mælst nokkuð yfir 20 míkrógrömmum á rúmmetra og þykir varhugavert að börn sofi úti í vögnum, segir Helgi Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfisstofnun.
Viðtal
Misturmysterían ráðin – samkurl eldgossins og iðnaðar
Þónokkuð mistur hefur legið yfir suður- og vesturhluta landsins seinustu daga. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að mistrið sé sambland áhrifa frá eldstöðvunum og mengunar frá meginlandi Evrópu.
Mistur rakið til meginlands Evrópu en loftgæði í lagi
Gráleitt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. „Þetta er eitthvað bland í poka,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Þetta loft virðist bæði hafa komið frá Kanada og Miðvestur-Evrópu. Maður veit ekkert alveg af hverju. Nokkuð víða er sina brennd og afgangsgróður á vorin. Og svo á meðan við vorum með hæga suðvestanátt var þetta sennilega líka gasmengun frá gosinu,“ segir hann.
29.04.2021 - 21:40
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Myndskeið
Gasmengun getur borist á móti vindi
Mengunin frá eldstöðinni í Geldingadölum getur borist á móti vindi og því er ekki nóg að hafa vindinn í bakið, einkum ef farið er nálægt hraunjaðri. Eldfjallafræðingur segir að þegar gasmenguninni hafi blásið á haf út sé hún þó ekki endilega úr sögunni heldur geti henni blásið til baka til Íslands.
Myndskeið
Minna svifryk með minni hraða
Draga má úr svikryksmengun um allt að 40% með því að lækka hraða ökutækja, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Mest eru áhrifin þegar dregið er úr hraða ökutækja á nagladekkjum.
13.04.2021 - 19:22
„Maður kallar þetta svifryksvertíð“
Svifryk mældist mikið á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðgert var að þrífa götur í dag en það frestast sökum frostakafla sem nú stendur yfir. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir svifryksvertíðina í fullum gangi.
07.04.2021 - 08:57
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.
Myndskeið
Loftið „mjög gott“ á höfuðborgarsvæðinu
Loftið á höfuðborgarsvæðinu er nú „mjög gott“, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Rétt eftir miðnætti og fram til klukkan sex í morgun var loftið mjög slæmt eftir flugeldaskothríð. Þá var vindhraði aðeins metri á sekúndu og loftið kalt, en við slíkar aðstæður verður nær engin loftblöndun. Loftið komst svo á hreyfingu í morgun og síðan þá hafa loftgæðin aukist verulega.
01.01.2021 - 14:37
Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41