Færslur: Loftárás

Sjö féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Fimm sýrlenskir hermenn og tveir liðsmenn vopnaðra sveita sem hliðhollar eru Sýrlandsstjórn létu lífið þegar Ísraelsher gerði loftárás á flugvöll við Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í nótt. Sprengjurnar féllu laust fyrir klukkan eitt aðfaranótt laugardags að staðartíma.
17.09.2022 - 03:21
Bandaríkjamenn gera atlögu að uppreisnarmönnum
Árásarþyrlur Bandaríkjahers gerðu í gær árásir á eldflaugastöðvar uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nokkrir úr þeirra hópi féllu, auk þess sem farartæki og tækjabúnaður eyðilagðist.
25.08.2022 - 03:30
Þrír hermenn féllu í eldflaugaárás Ísraela á Sýrland
Þrír hermenn féllu í loftárás ísraelska hersins á Sýrland síðastliðinn föstudag auk þess sem þrír til viðbótar særðust. Allt frá því að borgarstyrjöldin braust út í Sýrlandi árið 2011 hafa Ísraelsmenn gert hundruð loftárása á landið.
15.08.2022 - 03:30
Spegillinn
Illa leikinn herflugvöllur á Krímskaga
Gervihnattarmyndir sýna umtalsverðar skemmdir á rússneskum herflugvelli á Krímskaga eftir miklar sprengingar urðu þar á þriðjudag. Rússar neita því að árás hafi verið gerð á völlinn og Úkraínumenn hafa ekki gengist við því að hafa verið að verki. Að auki hafa borist af því óstaðfestar fréttir að sprengingar hafi heyrst frá herflugvelli í Hvíta-Rússlandi í gærkvöld. Stjórnvöld vísa því á bug að hann hafi orðið fyrir árás.
12.08.2022 - 08:15
Fjórtán létust í loftárás á íbúðablokk í Odessa
Minnst fjórtán létust þegar sprengjum var varpað á íbúðablokk í hafnarborginni Odessa í sunnanverðri Úkraínu í gær.
01.07.2022 - 00:50
Einn fórst í árás á rússneskt landamæraþorp
Minnst einn almennur borgari fórst og nokkrir særðust í stórskotaliðsárás á þorp í Kursk-héraði suðvestanvert í Rússlandi í morgun. Úkraínumenn hafa hvorki neitað né viðurkennt að standa að baki árásinni á þorpið sem er skammt frá landamærum ríkjanna.
Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk
Tugir eru látnir og hátt í hundrað særðir eftir að flugskeyti hæfði lestarstöð í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í dag. Fjöldi fólks var á lestarstöðinni og beið þess að komast frá borginni vegna yfirvofandi loftárása rússneska hersins. Stjórnvöld í Moskvu neita ásökunum um að hafa verið að verki.
08.04.2022 - 12:26
Bandaríkin saka Íran um árás á olíuskip
Mannskæð árás var gerð á ísraelskt olíuskip síðastliðinn fimmtudag og segjast Bandaríkin þess fullviss að Íranir standi að baki henni. Íran þvertekur fyrir alla aðild að árásinni.
01.08.2021 - 20:33
Myndskeið
Biden ræðir við Netanjahú og Abbas
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræða saman eftir að ísraelsk sprengja jafnaði byggingu við jörðu á Gaza sem hýsir fjölmiðlafólk á vegum Al Jazeera og AP fréttaveitunnar. Biden ræðir einnig við Mahmud Abbas forseta Palestínu.
Ísraelskar herþotur gerðu árás í Sýrlandi
Ísraelski herinn gerði loftárásir á írönsk og sýrlensk skotmörk innan landamæra Sýrlands í nótt. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn hersins segir að ástæða árásanna hafi verið að sprengiefni fannst meðfram landamærunum að Ísrael.
18.11.2020 - 02:54
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir