Færslur: Lofstlagsbreytingar

Pistill
Rættist heimsendaspáin 1975?
Árið 1975 töldu meðlimir ónefnds trúfélags að komið væri að heimsendi en líkt og önnur ár leið þetta að því er virtist heimsendalaust. Þetta sama ár byrjuðu þó fyrstu kenningar um hamfarahlýnun að láta á sér kræla. Tómas Ævar Ólafsson spyr hvort heimsendir hafi kannski hafist þetta ár en nánast enginn tekið eftir honum.
23.06.2019 - 13:00
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda.