Færslur: Lof mér að falla

Myndskeið
Villisvín trufluðu kynlífssenuna
Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir voru báðar frekar óreyndar á leiklistarsviðinu þegar þær slógu í gegn í hlutverkum fíklanna og elskhuganna Magneu og Stellu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Þótt tökuferlið hafi oft reynt á eru minningarnar flestar góðar.
13.09.2019 - 09:18
Atvinnulaus þrátt fyrir þrjár Eddutilnefningar
Tilnefningar til Edduverðlauna voru opinberaðar í dag og ýmislegt forvitnilegt má finna þar þegar rýnt er í, til dæmis voru bara konur tilnefndar sem sjónvarpsmaður ársins. Einn flokkur hefur þó sérstöðu því þar er sama manneskjan tilnefnd þrisvar sinnum, og engin önnur.
07.02.2019 - 17:51
Féll og klippti því ekki Lof mér að falla
Sigurbjörg Jónsdóttir fékk Edduverðlaun fyrir að klippa kvikmyndina Vonarstræti eftir Baldvin Z árið 2011. Hún átti að klippa Lof mér að falla en af því varð ekki vegna þess að hún laut enn og aftur í lægra haldi fyrir fíknisjúkdómi sínum.
16.10.2018 - 13:19
Var of dópuð til að vera á forsýningunni
„Ég er rosalega spennt. En ég er mest sár að ég sé dottin í það. Mig langaði til að vera edrú þegar ég sæi þessa mynd,“ sagði Þóra Björg Sigríðardóttir stuttu áður en hún fór á forsýningu Lof mér að falla.
15.10.2018 - 14:10
Lof mér að falla fær lofsamlegan dóm í Variety
Lof mér að falla, kvikmynd Baldvins Z., ber af kvikmyndum sem koma út þetta haustið um fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra. Þetta segir í lofsamlegum dómi um myndina á vef Variety, sem fjallar einkum um dægurmál og skemmanaiðnaðinn.
08.10.2018 - 14:19
Rótin efast um forvarnargildi hræðsluáróðurs
Rótin dregur í efa að hræðsluáróður beri árangur sem forvörn gegn fíkniefnaneyslu barna. Dæmi eru um að sveitarfélög bjóði heilu árgöngunum á kvikmyndina Lof mér að falla undir því yfirskyni að um forvörn sé að ræða. Myndin var ekki gerð í forvarnarskyni.
08.10.2018 - 07:53
Telja „Lof mér að falla“ góða vímuvörn
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum á föstudag tillögu Sjálfstæðisflokksins að bjóða nemendum í 9. og 10. bekk á kvikmyndina Lof mér að falla eftir Baldvin Z. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og þykir varpa góðu ljósi á hryllilegan heim fíkniefnaneyslu.
07.10.2018 - 17:28
Gagnrýni
Mikilvæg mynd um grimman heim eiturlyfjaneyslu
Kvikmyndin Lof mér að falla á mikið erindi við samtímann segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi. „Ef það er eitthvert réttlæti í þessum heimi þá kemur þessi mynd til með að opna umræðu um bætt meðferðarúrræði og það hvernig við sem samfélag höfum brugðist því fólki sem hefur orðið fíkninni að bráð og aðstandendum þeirra.“
Vægðarlaus innsýn í líf fíkla
Lof mér að falla er krefjandi en áhrifamikil kvikmynd þar sem áhorfandinn sogast hægt og rólega niður í eiturlyfjafenið, að mati Hlínar Agnarsdóttur gagnrýnanda Menningarinnar.
Vona að myndin opni augu fólks
Lof mér að falla, nýjasta mynd leikstjórans Baldvins Z, verður frumsýnd í vikunni. Þetta er nöturleg frásögn um fíkn, sem er byggð á raunverulegum atburðum. Aðalleikkonur myndarinnar segja það hafa tekið á að undirbúa sig fyrir hlutverkin.
06.09.2018 - 14:27
Ótrúlega erfitt fyrir sálina
Kvikmyndin Lof mér að falla verður frumsýnd á morgun, föstudag. Myndin segir frá því hvernig Magnea, 15 ára, kynnist Stellu, eldri stelpu sem að tilheyrir spennandi heimi. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar.
06.09.2018 - 11:21
Viðtal
„Hver sem er getur orðið fíkill“
Kvikmyndin Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z og Birgi Örn Steinarsson fjallar um ungmenni sem leiðst hafa út í harðan heim eiturlyfjaneyslu. Þeir segja handritið byggt á raunverulegum frásögnum fíkla, sögum sem í sumum tilfellum þurfti að tóna niður fyrir hvíta tjaldið til þess að gera þær trúverðugri.
Ný stikla úr Lof mér að falla
Hér má sjá nýja stiklu úr kvikmyndinni Lof mér að falla sem er nýjasta kvikmynd leikstjórans Baldvins Z.
07.08.2018 - 13:29