Færslur: Loðnuvertíð

Tæpt að náist að veiða allan loðnukvótann
Nú er bræla á loðnumiðunum og ekki útlit fyrir að hægt verði að veiða aftur fyrr en um næstu helgi. Enn eru óveidd rúm 200 þúsund tonn af loðnu og tæpt að náist að veiða allan kvótann fyrir vertíðarlok.
15.03.2022 - 18:28
Landinn
Sá ýmislegt þegar hann ræsti fólk til vinnu
Loðnuvertíðin í Vestmannaeyjum gengur vel. Það gefst ekki mikill tími fyrir fyllerí eins og áður var en vertíðin breytir andanum í bænum og rífur upp stemninguna að sögn Benonýs Þórissonar, framleiðslustjórna hjá Vinnslustöðinni.
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Rólegar loðnuveiðar en engin ástæða til örvæntingar
Loðnuveiðar fara hægt af stað og valda nokkrum vonbrigðum. Þetta segir Þorkell Pétursson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, í samtali við fréttastofu.
02.12.2021 - 15:02
Viðtal
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina. 
Fyrsta skipið heldur til loðnuveiða
Loðnuveiðisjómenn eru spenntir fyrir þeirri stóru vertíð sem í vændum er, sem gæti orðið sú stærsta í tuttugu ár. Fyrsta skipið heldur til veiða strax á morgun.
08.11.2021 - 19:36