Færslur: loðnuveiði
Líklega stærsti loðnufarmur sögunnar
Börkur NK, nýtt uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverksmiðju SVN á Seyðisfirði í vikunni. Þetta er sannkallaður risafarmur og líklega stærsti loðnufarmur sem nokkru sinni hefur borist til íslenskrar hafnar.
14.01.2022 - 09:57
Loðnan streymir á land fyrir austan
Ágætur kraftur er kominn í loðnuveiðina og skipin koma hvert af öðru í land með afla. Margir hafa beðið lengi eftir loðnu, það er á meðal Seyðfirðingar sem fengu í morgun fyrstu loðnuna í fjögur ár. Allt hráefnið fer í bræðslu og verður ekkert fryst fyrr en eftir áramót enda eru helstu markaðir í Rússlandi lokaðir íslenskum framleiðendum.
09.12.2021 - 12:53
Fyrsti loðnufarmurinn til Neskaupstaðar
Bjarni Ólafsson AK 70 kom til Neskaupstaðar laust fyrir hádegi með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar, um 1600 tonn. Loðnan veiddist um 45 mílur norður af Melrakkasléttu.
06.12.2021 - 15:45
Heimilar loðnuveiðar með flotvörpu undan Norðurlandi
Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem heimilar loðnuveiðar með flotvörpu úti fyrir Norðurlandi. Talsvert af loðnu hefur fundist þar en hún er of djúpt til að hægt sé að veiða hana í nót.
30.11.2021 - 17:57
Talsvert af loðnu norðan við land en veiðist ekki í nót
Sex uppsjávarskip eru þessa dagana að fylgjast með loðnu norður af landinu. Töluvert hefur sést af loðnu en hún stendur djúpt og veiðist því ekki í nót.
30.11.2021 - 14:55
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina.
09.11.2021 - 21:54
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55
Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
13.10.2021 - 11:18
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Auknum hagvexti spáð vegna loðnuveiðiráðlegginga Hafró
Mikil gleði ríkir í útgerðarbæjum vegna ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar um veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu á komandi vertíð. Hagfræðingur spáir auknum hagvexti í kjölfarið.
02.10.2021 - 04:40
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47
Sjómenn tortryggja verðlagningu á loðnu íslenskra skipa
Forysta Sjómannasambands Íslands telur brýnt að kanna hvernig standi á því ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem þó var í hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það, hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar.
17.03.2021 - 06:58
Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð á enda
Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp 70 þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.
15.03.2021 - 15:10
Fundu svakalega loðnutorfu vestur af landinu
Grænlenska loðnuskipið Polar Amaroq sigldi yfir mjög stóra loðnutorfu vestur af landinu í gær. Skipstjórinn telur að þar séu nokkur hundruð þúsund tonn á ferðinni. Þá hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verið sent til loðnumælinga fyrir norðan land.
23.02.2021 - 15:55
„Rosalega gott að vera byrjaður að veiða loðnu aftur”
Íslensk loðnuskip koma nú í land hvert af öðru og skapa milljónaverðmæti í sjávarbyggðum víða um land. Skipstjóri, sem landaði loðnu á Vopnafirði í dag, segir rosalega gott að komast aftur á loðnuveiðar.
17.02.2021 - 22:20
„Þetta er skemmtilegasti tíminn í útgerð og vinnslu“
Reiknað er með að flest íslensku loðnuskipin haldi til veiða á mánudag, í fyrsta skipti í rúm tvö ár. Útgerðarstjóri Skinneyjar Þinganess á Hornafirði segir að loðnuveiðar séu skemmilegasti tíminn í útgerð og nú verði að ná sem mestu út úr þeirri stuttu vertíð sem framundan sé.
12.02.2021 - 14:12
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
05.02.2021 - 07:58
Fyrsta loðnulöndunin í nærri þrjú ár
Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði á laugardag. Þetta er fyrsta loðnan sem landað er hér í tæp þrjú ár.
01.02.2021 - 15:10
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
27.01.2021 - 15:26