Færslur: loðnukvóti
Mikilvægt að geyma kvóta fyrir frystingu á Japansmarkað
Nokkrar útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að gera hlé á veiðum meðan beðið er ákvörðunar um endanlega veiðiráðgjöf á vertíðinni. Nýjar mælingar Hafrannsóknastofnunar gætu leitt til 11% niðurskurðar á áður útgefnum loðnukvóta.
03.02.2022 - 20:47
Gætu þurft að skerða loðnukvótann
Mæling á loðnustofninum sem var kynnt í gær bendir til þess að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um 100.000 tonn. Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að þetta hafi verið vonbrigði, lokaráðgjöf er væntanleg upp úr miðjum mánuðinum.
03.02.2022 - 10:14
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina.
09.11.2021 - 21:54
Takmarkanir á landamærum líkt því að veiða ekki kvótann
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það efnahagslega skynsamlegt að takmarkanir fyrir bólusetta ferðamenn séu ekki harðari hér á landi en í samkeppnislöndunum.
29.10.2021 - 06:29
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55