Færslur: Loðnubrestur

Bréf í sjávarútvegsfyrirtækjum rjúka upp
Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum hafa rokið upp í kauphöllinni í morgun í kjölfar tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að loðnukvóti næsta fiskveiðiárs verði 904.200 tonn.
Spegillinn
Spár ekki talningar á fiskum segir fiskifræðingur
Í síðustu viku kynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður úr loðnumælingum haustsins og lagði til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vetur, en ráðgjöfin verði endurskoðuð eftir áramót í ljósi mælinga sem gera á í upphafi árs. Þetta gæti orðið þriðji veturinn í röð þar sem verður loðnubrestur því ekki hefur mælst nægilega mikið til þess að Hafrannsóknastofnun geti mælt með veiðum.
20.10.2020 - 10:31
„Alls ekki hægt að segja að saga loðnunnar sé búin“
Ekki er hægt að fullyrða að loðnustofninn hér við land sé hruninn, þrátt fyrir að Hafrannsóknarstofnun mæli ekki með að gefinn verði út kvóti þriðju vertíðina í röð. Jákvæð teikn eru á lofti fyrir næstu vertíð.
Kanna hvort loðnan hafi farið til Færeyja
Mikið af loðnu hefur fundist í færeyskum fjörðum og hafa sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar verið í sambandi við færeyska fiskifræðinga sem telja ekki ólíklegt að þetta sé loðna sem hafi áður verið við Ísland. Áætlað er að rannsaka sýni frá Færeyjum, meðal annars með tilliti til erfðafræði. Þá er fyrirhugað að áætla rek seiðanna með straumlíkönum.
27.04.2020 - 07:55
Spegillinn
Duttlungafullur fiskur lætur ekki sjá sig
Útlit er fyrir að loðnuvertíðin bregðist annað árið í röð með tilheyrandi tapi fyrir sjávarbyggðir og þjóðarbúið. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi ekki veiðar. 
22.02.2020 - 10:52
Ekki rétt að afskrifa loðnuveiðar
Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand loðnustofnsins en fyrri mælingar bentu til. Ekki er mælist þó næg loðna til að leggja til útgáfu kvóta.
Segir eðlilegt að endurskoða aflareglu loðnu
Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir eðlilegt að endurskoða gildandi aflareglu fyrir loðnu. Þó sé ekki sjálfgefið að það breytti einhverju varðandi útgefinn kvóta. Mæld voru tæp 250 þúsund tonn í síðasta rannsóknarleiðangri sem dugir ekki til að leyfa veiði.
11.02.2020 - 13:56
Styrkur þjóðarbúsins vegur upp áhrifin af loðnubresti
Þótt loðnubrestur sé skellur fyrir þjóðarbúið eru áhrifin ekki jafn slæm og áður. Þeim mun meiri eru áhrifin á einstök sveitarfélög og fyrirtæki. Vandi byggðarlaga sem helst treysta á loðnu var ræddur í ríkisstjórn í gær, en sjávarútvegsráðherra telur of snemmt að segja til um hvort gripið verði til aðgerða.
05.02.2020 - 12:24
Loðnustofninn langt undir mörkum aflareglu
Samkvæmt bráðabirgðamati, eftir mælingar á loðnustofninum í janúar, vantar mikið upp á að hægt verði að mæla með loðnuveiðum. Loðnuleit hófst á ný um helgina.
03.02.2020 - 15:36
Segir það áfall að loðnuleit hafi ekki borið árangur
Bæjarstjóri Fjarðarbyggðar segir það áfall að loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hafi ekki borið árángur. Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir tekjuáætlanir verða endurskoðaðar í kjölfar leitarinnar.
26.01.2020 - 12:24
Milljarðatjón hjá uppsjávarfyrirtækjunum
Loðnubresturinn hefur víðtæk áhrif við sjávarsíðuna og fyrirtæki í uppsjávarvinnslu verða af milljörðum við það að tapa heill  i loðnuvertíð. Og þó að menn séu ýmsu vanir í þessum sveiflukennda iðnaði er ónýt vertíð þungt högg og viðbúið að það einkenni rekstur fyrirtækjanna næstu mánuði.
25.03.2019 - 09:42
Mikið áfall þegar loðnuvertíðin brást
Loðnubresturinn bitnar illa á fyrirtækjum sem sérhæfa sig í þjónustu við sjávarútveginn. Fyrirtækið Tandraberg í Fjarðabyggð þurfti að skera niður og segja upp fólki og eigandinn segir erfiða mánuði framundan.
22.03.2019 - 20:40
Loðnubresturinn áfall fyrir fiskverkafólk
Loðnubresturinn er mikið áfall fyrir verkafólk hjá fyrirtækjum í uppsjávarvinnslu því verulegt tekjutap fylgir því að missa af loðnuvertíð. Fiskverkakonur í Neskaupstað segjast hafa fengið helmingi minna útborgað undanfarið en fyrir vaktavinnu á loðnuvertíð. Þá ætli margir að stytta sumarfríið og vinna í staðinn. 
22.03.2019 - 08:49
Fréttaskýring
Víðtæk áhrif loðnubrestsins
Loðnubresturinn er skellur fyrir sjómenn og starfsfólk í landvinnslu. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum á strípuðum grunnlaunum og sveitarfélög sem mest reiða sig á loðnu eru þessa dagana að gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Ríkið missir líka milljarða. Formaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja segir fordæmi fyrir að það aðstoði byggðir vegna aflabrests.
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda.