Færslur: Ljósmyndun

Mörgæsir með brostið hjarta á mynd ársins
Þær horfa á ljósin og halda um hvor aðra, mörgæsirnar á verðlaunamynd Tobiasar Baumgaertners, ljósmyndara í Melbourne í Ástralíu.
23.12.2020 - 15:23
Víðsjá
Ófatlað fólk sér hlutina stundum skakkt
„Að mínu mati, sem fatlaður einstaklingur, finnst mér fötlun ekki neikvæð,“ segir Krummi, ljósmyndari, sem sýnir á listahátíðinni List án landamæra í ár. Hátíðin er nú haldin í sautjánda sinn og er henni ætlað að skapa faglegan vettvang og tækifæri fyrir fatlaða listamenn.
08.11.2020 - 14:31
Myndir
Fallegar myndir af ljómandi himni
Himinninn ljómaði á Suðvesturhorninu við sólarupprás í morgun. Fjöldi fólks sendi fréttastofu ljósmyndir af dýrðinni. Hér birtist aðeins brot af því sem okkur var sent. Fjöldi fólks gerði lykkju á leið sína í morgun til þess að dáðst af litadýrðinni á himninum í morgunroðanum.
27.10.2020 - 11:38
Fæst við dauðann fyrri part dags og lífið á kvöldin
„Það sem er falið og sussað niður af samfélaginu hefur mér alltaf fundist spennandi,“ segir Þórsteinn Sigurðsson listamaður.
22.10.2020 - 11:00
Menningin
Skemmtanalífið miklu skemmtilegra en maður ætlaði
Í seinni heimsstyrjöldinni dunaði dans og tónlist og tíska var framsækin hér á landi. Lítið fór samt fyrir þeim anga menningarinnar í umfjöllun um tímabilið en var raunar listilega skrásettur af Vigfúsi Sigurgeirssyni ljósmyndara. 
22.09.2020 - 10:51
Margt líkt með Edinborg og Akureyri
ÁLFkonur er félagsskapur áhugaljósmyndara í Eyjafirði sem stofnaður var fyrir tíu árum. Árum saman hafa þær hist reglulega til að bera saman bækur sínar, ræða innblástur og jafnvel hvaða græjur þær eru að nota við iðju sína en nýverið opnuðu þær samstarfssýningu á Akureyri með ljósmyndurum í Skotlandi.
01.09.2020 - 15:05
Rax tilnefndur fyrir sleðahundamyndir
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, Rax, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Leica Oskar Barnack Awards fyrir myndaröð sína af grænlenskum sleðahundum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 og í ár eru tólf ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum tilnefndir til þeirra. 
15.07.2020 - 20:48
Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Menningin
Palli var einn í heiminum í sex eða sjö vikur
„Ég komst inn á ótrúlegustu staði eins og sundlaugarnar og Leifsstöð. Ég fékk að fara út um allt,“ segir Þórhallur Sævarsson um sóttkví sem hann nýtti til að mynda tómlega Reykjavík á tímum Kófsins.
06.06.2020 - 12:18
Bubbi um rettuna: „Auðvitað er þetta ritskoðun“
Sígaretta var fjarlægð af öllu helsta markaðsefni söngleiksins Níu líf í Borgarleikhúsinu sem fjallar um ævi Bubba Morthens. Bubbi segir þetta vera hundsbit sem hann verði að sætta sig við.
RAX hættir á Morgunblaðinu eftir 44 ár í starfi
Ragnar Axelsson er hættur störfum á Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár.
06.03.2020 - 14:37
Landinn
Vísindaverkefni sem gat af sér listsýningu
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun þannig að fyrir mér eru raunvísindi og list svo sem ekki svo andstæðir pólar,“ segir Dr. Lilja Jóhannesdóttir sem nýverið setti upp ljósmyndasýninguna Tjarnarsýn í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
13.02.2020 - 08:30
Menningin
Stríðnislegur leikur að ljósmyndinni
Samsýningin Afrit var opnuð í Gerðarsafni um miðjan mánuðinn. Þar sameina sjö listamenn krafta sína, reyna á þanþol ljósmyndamiðilsins og bjóða gestum beinlínis að stinga höfðinu inn í myndavél.
Síðdegisútvarpið
Skjótt skipast veður á bekknum
Á einu ári fór Þórarinn Leifsson rithöfundur 76 sinnum gullna hringinn með erlenda ferðamenn og í hvert skipti tók hann mynd af bekk fyrir framan goshverinn Strokk. Afraksturinn ásamt meðfylgjandi dagbókarskrifum hefur nú komið út í ljósmyndabókinni Bekkurinn.
28.11.2019 - 12:38
Merkileg sýn á Ísland um aldamótin 1900
Í Þjóðminjasafni Íslands er nú sýning á ljósmyndum og gripum sem voru í eigu enska fiskkaupmannsins, útgerðarmannsins og Íslandsvinarins Pike Ward sem var kunnur hér á Íslandi um aldamótin 1900.
Viðtal
Myndaði meðgöngu í skugga geðhvarfa
Hulda Sif Ásmundsdóttir fylgdist grannt með meðgöngu systur sinnar, en ferlið var óvenjulegt þar sem systir hennar er greind með geðhvörf. Í dag verður opnuð sýning þar sem Hulda segir sögu systur sinnar með ljósmyndum.
01.08.2019 - 12:44
Myndskeið
Hafnarfjörður í gegnum linsu 21. aldar
Í Hafnarborg stendur yfir samsýningin Tímahvörf en þar birtist sýn átta íslenskra og erlendra ljósmyndara á Hafnarfjörð á 21. öld.
02.07.2019 - 11:20
Upptaka
„Þetta er ekki hætt að vera tabú“
Í dag opnar í Háskólanum í Reykjavík ljósmyndasýningin Við erum svo margt. Myndirnar á sýningunni sýna allar fólk sem á það sameiginlegt að hafa glímt við sjálfsvígshugsanir eða gert tilraunir til sjálfsvígs.
Ný og gömul sjónarhorn á landið
„Fólk er alltaf að taka myndir af sömu stöðunum og frá sama sjónarhorninu,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sem fór í sérstakt ferðalag síðasta sumar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva gömul sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Guðmundur sýnir nýju myndirnar, ásamt gamalli klassík úr eigin ranni, á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.
Milda hjartað plötuumslag ársins
Umslag plötunnar Milda hjartað með Jónasi Sig hlýtur verðlaunin fyrir umslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Jónatan Grétarsson tók ljósmynd af tónlistarmanninum sem prýðir umslagið en Ámundi Sigurðsson sá um hönnun.
Barflugur Snorranna suða á ný
Kaffibarinn fagnaði 25 ára afmæli á dögunum. Á sínum tíma var gefin út fræg ljósmyndaröð af fastagestum staðarins og í tilefni af afmælinu var ákveðið að endurtaka leikinn.
13.12.2018 - 13:53
Ljósmyndadellan í Kassahúsfólkinu
Fyrir rúmum hundrað árum skipti maður nokkur á reiðhjóli og myndavél í Hafnarfirði. Það reyndist afdrifaríkt, ekki bara fyrir hann heldur fjölmarga afkomendur hans. Nýr eigandi myndavélarinnar hét Guðbjartur Ásgeirsson og fljótlega fór kona hans Herdís Guðmundsdóttir líka að beita fyrir sig myndavél með ágætum árangri. Á sýningunni Fjölskyldumyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur má sjá myndir þeirra og nokkurra afkomanda.
Uppboð á samtímaljósmyndum
Ramskram við Njálsgötu er eina galleríið í Reykjavík sem helgar sig samtímaljósmyndun. Þar verður haldið uppboð í dag á fjölbreyttu úrvali verka til að standa straum af kostnaði við reksturinn, en galleríið er ekki rekið í hagnaðarskyni. Bára Kristinsdóttir ljósmyndari tók á móti Víðsjá í Ramskram.
12.10.2018 - 12:03
Spessi myndar nýja Ísland
Ljósmyndarinn Spessi býður okkur á stefnumót við blákaldan veruleikann í bókinni 111 sem kom út í vor. Þar freistar ljósmyndarinn þess að fanga kjarnann í Efra-Breiðholti.
14.09.2018 - 13:32
Viðtal
Dansljósmyndun var mótefni við óhamingju
Ítalski ljósmyndarinn Stefano Padoan var nýverið hér á landi. Ljósmyndir hans eru listrænar en hann hefur myndað tónlistarfólk og dansara, og dansljósmyndun er sérgrein hans í dag. Verk hans hafa birst víða, meðal annars í ítalska Vogue.
09.08.2018 - 09:41