Færslur: Ljósmyndir

Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Rax tilnefndur fyrir sleðahundamyndir
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, Rax, hefur verið tilnefndur til alþjóðlegu ljósmyndaverðlaunanna Leica Oskar Barnack Awards fyrir myndaröð sína af grænlenskum sleðahundum. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1979 og í ár eru tólf ljósmyndarar víðs vegar að úr heiminum tilnefndir til þeirra. 
15.07.2020 - 20:48
Heppnir geta fundið yfirgefna list á víðavangi
Myndlistarmaðurinn Guðmundur Óli Pálmason, eða Kuggur, tekur drungalegar ljósmyndir af íslenskri náttúru, og skilur þær eftir á víðavangi fyrir heppna vegfarendur. Sjálfur segist hann vera með hálfgert „eyðibýlablæti“.
15.07.2020 - 13:30
Hátalarinn
Semur leiðarstef um ljósmyndasöguna fyrir Metropolitan
Tónlist Davíðs Þórs Jónssonar leiðir gesti Metropolitan-safnsins í New York á milli margra af helstu ljósmyndum sögunnar á sýningu sem var opnuð í mars.
24.03.2020 - 10:49
Passamyndir sem listform
Facebook síða ljósmyndastofunnar Passamynda hefur vakið nokkra athygli að undanförnu, en þar birtir Sigurður Unnar Birgisson, starfsmaður Passamynda, reglulega portrettmyndir af vel völdum viðskiptavinum - auðvitað með góðfúslegu leyfi. Andlitin er jafn ólík og þau eru mörg en hvert einasta segir ríkulega sögu.
Ný og gömul sjónarhorn á landið
„Fólk er alltaf að taka myndir af sömu stöðunum og frá sama sjónarhorninu,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sem fór í sérstakt ferðalag síðasta sumar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva gömul sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Guðmundur sýnir nýju myndirnar, ásamt gamalli klassík úr eigin ranni, á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.
Báru Grænlendinga á höndum sér
Fyrir um níutíu árum lögðu um níutíu Grænlendingar leið sína til Ísafjarðar á leið sinni norður til Scoresbysunds. Þar fengu þeir höfðinglegar móttökur og í dag opnar sýningin Fyrstu kynni: Grænlendingar á Ísafirði 1925 sem byggð er á varðveittum ljósmyndum frá téðri heimsókn til Ísafjarðar.
17.01.2019 - 16:38
Búast við fúlgum fjár fyrir álfamyndir
Uppboðshaldararar búast við því að einhverjar þekktustu fölsuðu ljósmyndir sögunnar seljist á um 300 þúsund krónur þegar þær verða boðnar upp í næstu viku. Guardiar greinir frá þessu. Myndirnar fengu marga til að trúa á álfa. Þær eru teknar snemma á síðustu öld af frænkunum Elsie Wright og Frances Griffiths.
28.09.2018 - 06:16
Myndlist innblásin af fornri vísindaskáldsögu
Levania nefnist einkasýning Theresu Himmer sem fer fram í Hverfisgallerí um þessar mundir. Verkin á sýningunni eru innblásin af vísindaskáldsögunni Somnium, eða Draumnum, eftir þýska stjörnufræðinginn Johannes Kepler. Þessi athyglisverða saga, sem er skrifuð snemma á 17. öldinni, gerist á Íslandi, í Danmörku og á tunglinu.
16.09.2018 - 09:00
Húðflúrsmynd sú áhrifamesta
„Blaðaljósmyndir geta verið listrænar og ljóðrænar yfir í „hardcore“ fréttamyndir. Það sýnir hversu fjölbreytt þetta starf er, þú veist í raun aldrei hvað þú ert að fara að gera þann daginn, gætir endað í hvernig verkefni sem er,“ segir Styrmir Kári Erwinsson ljósmyndari.
08.03.2018 - 09:30
Gluggi inn í daga sem einkennast af bið
„Við eigum okkur öll sögu og ég tel að hælisleitendur eigi sér merka sögu, “ segir Yusuf Sert, hælisleitandi og einn myndasmiða á ljósmyndasýningunni Bið sem nú stendur yfir í Andrými í Iðnó. Á sýningunni sjást brot úr daglegu lífi flóttamanna á Íslandi á ljósmyndum sem þeir tóku með snjallsímamyndavél. Markmið er meðal annars að rjúfa félagslega einangrun hælisleitenda og virkja þá til að skrásetja tilveruna á Íslandi.
18.11.2017 - 10:00
Frumkvöðull í fuglaljósmyndun
Í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands er nú hægt að kynnast ljósmyndum Björns Björnssonar (1889-1977). Björn var áhugaljósmyndari sem myndaði meðal annars fugla og vann að ljósmyndun á Austfjörðum meðfram verslunarstörfum, lengst af á Norðfirði. Á síðari árum sérhæfði Björn sig í náttúrulífsljósmyndun og ferðaðist um landið í þeim tilgangi. Sýningarstjóri sýningarinnar er Kristín Halla Baldvinsdóttir, sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands.