Færslur: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Menningin
Sér sjötuga karla sem uppljómaðar verur
Sjötugir hvítir karlar sem standa á krossgötum í lífinu eru til umfjöllunar í sýningunni Hilmir snýr heim, sem Sigurður Unnar Birgisson sýnir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 
Víðsjá
Stórmerkar heimildir um Ísland á 20. öld
Ljósmyndasafn Reykjavíkur heldur upp á 40 ára afmæli sitt þessa dagana. Á afmælissýningunni, sem opnuð er í dag, býður safnið upp á ljósmyndir eftir Sigurhans Vignir ljósmyndara.
Ljósmyndadellan í Kassahúsfólkinu
Fyrir rúmum hundrað árum skipti maður nokkur á reiðhjóli og myndavél í Hafnarfirði. Það reyndist afdrifaríkt, ekki bara fyrir hann heldur fjölmarga afkomendur hans. Nýr eigandi myndavélarinnar hét Guðbjartur Ásgeirsson og fljótlega fór kona hans Herdís Guðmundsdóttir líka að beita fyrir sig myndavél með ágætum árangri. Á sýningunni Fjölskyldumyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur má sjá myndir þeirra og nokkurra afkomanda.
Að fanga sorgina sem býr innra með öllum
„Í ljósmyndaskólanum uppgötvaði ég sorgina í sjálfri mér. Mig langaði að snúa myndavélinni í hina áttina og skoða annað fólk, hvort það ætti þessa sorg í sér líka,“ segir Laufey Elíasdóttir, sem opnaði sýninguna Melankólíu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á dögunum.
Ljósmyndin og minnissvikaheilkennið
Breski ljósmyndarinn Jack Latham stefnir saman gömlum og nýjum myndum tengdum rannsókninni á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum saman á sýningunni Mál 214, sem var opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur nýlega. Á sýningunni kemur meðal annars hin víðfræga stytta sem gjarnan er kölluð Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings.