Færslur: Ljósmæður

Ljósmæður hafa safnað um þremur milljónum
Ljósmæður á Íslandi standa nú fyrir söfnun til styrktar barnshafandi konum í Úkraínu.
19.03.2022 - 15:58
Þjónusta við barneignir grunnatriði en ekki lúxus
„Þjónusta við fjölskyldur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu hefur ekki verið talin lúxus, heldur grunnheilbrigðisþjónusta,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands. Þetta eru viðbrögð félagsins við ummælum Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.
Myndskeið
Segir að stefni í neyðarástand hjá ljósmæðrum
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að það stefni í neyðarástand í fæðingarhjálp en aldrei hafi vantað jafn margar ljósmæður til starfa og nú. Á sama tíma er búist við allt að 30 prósenta fjölgun á fæðingum. Heilbrigðisráðherra hefur verið gerð grein fyrir stöðu mála.
Mikill skortur á ljósmæðrum á heimsvísu
Líf milljóna kvenna og barna gætu verið í hættu ef ekki verður brugðist við miklum skorti á ljósmæðrum á heimsvísu, að því er Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við í dag.
„Það þurfti hörkutól í þetta starf“
Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld segir að þó fólk sé gjarnan þakklát kvennastéttum í orði þá fái þær oft ekki að uppskera í veraldlegum gæðum. Hún sendi nýverið frá sér sagnfræðilega ljóðabók þar sem hún hampar hetjudáðum ljósmæðra fyrri tíma.
Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ávísi getnaðarvörnum
Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum verður heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna frá áramótum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Markmið reglugerðarinnar er að auka aðgengi að getnaðarvörnum og stuðla þannig að auknu kynheilbrigði.
Spegillinn
„Ljósmæðrum finnst þær ekki fá að breiða út vængina“
Helmingur ljósmæðra hættir á næstu tíu til fimmtán árum og það er farið að bera á skorti. Hugsanlega er nýliðunin þó aðeins að glæðast. Nú eru 12 tekin inn í meistaranám í ljósmóðurfræði á ári í stað tíu áður. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að ljósmæður hafi ekki nægilega mikil völd innan heilbrigðisstofnana. Spegillinn fjallar næstu daga um fleiri stéttir sem glíma við nýliðunarvanda.
16.06.2020 - 15:55
Viðtal
Telja stuðning ekki nægan eftir alvarleg atvik
Ljósmæður sem ákveða að hætta í faginu eftir alvarleg atvik í starfi hafa ekki upplifað ekki nægilega mikinn stuðning, samkvæmt niðurstöðum meistaraverkefnis Jóhönnu Ólafsdóttur. Í rannsókn sinni ræddi hún við sjö ljósmæður. Hún segir niðurstöðurnar benda til þess að draga þurfi úr álagi og streitu í starfi ljósmæðra.
15.05.2019 - 11:49
Fréttaskýring
Fjórðungur uppsagna ljósmæðra enn í gildi
Gerðardómur áformar að skila niðurstöðu sinni í ljósmæðradeilunni síðdegis í dag. Kjaradeila ljósmæðra hafði mikil áhrif fyrr í sumar, fjölmargar ljósmæður um allt land sögðu upp og sameina þurfti deildir á Landspítalanum vegna manneklu. Fjórðungur þeirra ljósmæðra sem sögðu upp á Landspítalanum hefur ekki dregið uppsagnir sínar til baka.
30.08.2018 - 15:42
Niðurstaða gerðardóms kynnt um mánaðamót
Vinna gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins gengur samkvæmt áætlun og verður niðurstaðan kynnt um næstu mánaðamót, að sögn Magnúsar Péturssonar, formanns gerðardómsins. Þrír eiga sæti í gerðardómnum sem var skipaður fyrr í sumar. Hlutverk hans að meta hvort og þá að hvaða leyti kjör ljósmæðra séu í samræmi við menntun, álag og inntak starfsins.
21.08.2018 - 14:44
11 uppsagnir ljósmæðra á LSH enn í gildi
19 ljósmæður af 30 sem sögðu upp störfum vegna kjaradeilu við ríkið hafa dregið uppsagnir sínar til baka á Landspítalanum. Ellefu á fæðingavakt, sjö á meðgöngu- og sængurlegudeild og ein á mæðravernd og fósturgreiningu.
31.07.2018 - 19:35
Mikill léttir hjá stjórnendum á kvennadeild
Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara með miklum meirihluta. Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að nú reyni á efndir.
25.07.2018 - 19:23
Sama staða á LSH og fyrir yfirvinnubann
Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans hefur verið opnuð að nýju, en hún var sameinuð Kvenlækningadeild í fjóra daga í ljósmæðradeilunni. Forstjóri Landspítalans segist bíða með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins á morgun.
24.07.2018 - 12:31
Vonar að ljósmæður samþykki tillöguna
Atkvæðagreiðsla ljósmæðra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst í dag og stendur í tvo sólarhringa. Heilbrigðisráðherra vonar að tillagan verði samþykkt og að ljósmæður sem sagt hafa upp snúi aftur til starfa.
23.07.2018 - 19:13
Engin dregið uppsögn sína til baka á LSH
Atkvæðagreiðsla ljósmæðra um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hefst í dag. Á Landspítalanum hefur engin dregið uppsögn sína til baka. Von er á niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins á miðvikudag.
23.07.2018 - 12:38
Ljósmæður kynna miðlunartillögu
Fulltrúar kjaranefndar ljósmæðra kynna í kvöld ljósmæðrum á Landspítalanum innihald málamiðlunartillögu í kjaradeilu þeirra og ríkisins, sem þær greiða atkvæði um eftir helgi. Ljósmæðrum á Akureyri hefur þegar verið kynnt efnið.
22.07.2018 - 17:51
Landspítali í nauðvörn vegna yfirvinnubanns
Landspítalinn er í nauðvörn, núna þegar yfirvinnubann ljósmæðra stendur yfir, segir aðstoðarmaður forstjóra spítalans. Ljósmæður þar eru orðnar þreyttar eftir álag undanfarna daga.
21.07.2018 - 16:09
Akranes: Ástandið versnar með hverjum deginum
Álag á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi er mikið. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að ástandið sé erfitt og verði verra með hverjum deginum sem líði. Ástandið er líka erfitt á Landspítala og hafa konur verið sendar þaðan til Akraness.
20.07.2018 - 12:47
Mæður órólegar að komast ekki í 12 vikna sónar
Ljósmóðir á heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að konur sem komast ekki í tólf vikna sónar á næstu vikum séu áhyggjufullar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja treystir á undanþágulista til að halda deildinni opinni í kjölfar yfirvinnubanns ljósmæðra.
20.07.2018 - 12:31
Sáttarfundur í dag: Engin lausn í sjónmáli
Sáttafundur verður í ljósmæðradeilunni fyrir hádegi í dag. Yfirvinnubann ljósmæðra hefur verið í gildi í tæpa tvo sólarhringa. Ekki stóð til að halda samningafund fyrr en eftir helgi, en vegna alvarlegra athugasemda frá Landlækni og forstjóra Landspítalans um stöðuna í heilbrigðiskerfinu fannst ríkissáttasemjara ástæða til að flýta fundinum.
19.07.2018 - 08:25
Leita til undanþágunefndar fyrir næturvaktina
Yfirvinnuverkfall ljósmæðra hefst á miðnætti að óbreyttu. Forstjóri Landspítalans segir að mönnunin sé undir öryggismörkum. Hann hefur áhyggjur af framhaldinu. Verðandi mæður óttast að til mistaka þurfi að koma til að samið verði.
17.07.2018 - 19:56
Neyðaráætlun vegna yfirvinnubanns ekki tilbúin
Verið er að undirbúa neyðaráætlun á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra í næstu viku. Landlæknir lög á aðgerðir ljósmæðra geta verið skammtímalausn, en hefðu mjög slæmar afleiðingar til lengri tíma. 
13.07.2018 - 19:13
90% ljósmæðra samþykkja yfirvinnubann
Ljósmæður hafa samþykkt að hætta að taka að sér yfirvinnu og tekur yfirvinnubannið gildi um miðjan mánuðinn. Verkfallsboðun verður send út á morgun. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. 90% félagsmanna samþykktu yfirvinnubann í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem hófst fyrir helgi. Rúm 6% greiddu atkvæði á móti banninu. Heildarþátttaka í kosningunni var 77,6%. Tæp 4% skiluðu auðu.
01.07.2018 - 11:32
Ljósmæður leggja skóna á hilluna
Uppsagnir tólf ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi á miðnætti. Nokkrar þeirra hafa birt myndir á samfélagsmiðlum af skóm sínum og starfsmannaskirteini með yfirskriftinni; búin að stimpla mig út af Landspítala. Ljósmóðir leggur skóna á hilluna.
01.07.2018 - 10:48
Segir stefna í óefni vegna uppsagna ljósmæðra
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að það stefni í óefni eftir mánaðamót þegar tólf ljósmæður láta af störfum á Landspítalanum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er ætlað að veita verðandi mæðrum aukna þjónustu í júli en þar glíma menn við undirmönnum og þjónustan verður skert.
30.06.2018 - 12:22