Færslur: ljósleiðari

Sjónvarpsfrétt
Sæstrengurinn tífaldar fjarskiptaöryggi
Fjarskiptaöryggi Íslands eykst tífalt með þriðja sæstrengnum. Lagning hans er hafin og gert er ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í byrjun næsta árs. Dýpst verður hann á 2500 metrum.
26.05.2022 - 11:52
Mýs maula á ljósleiðara í Hrunamannahreppi
Ljósleiðarakerfið í Hrunamannahreppi hefur bilað tvisvar vegna ágangs músa sem virðast sækjast í einangrunina utan um þráðinn. Sveitarstjóri telur að bregðast þurfi frekar við áganginum þótt tekist hafi að bregðast við bilununum.
19.11.2021 - 01:20
Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Viðtal
78 milljarðar króna fengust fyrir Mílu
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hefur gert samkomulag um að kaupa Mílu af Símanum á 78 milljarða króna. Hluti er í formi yfirtöku á skuldum. Gert er ráð fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir eignist 20% í Mílu á 10-11 milljarða króna. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að Ardian sé ekki að kaupa Mílu til þess að hlera símtöl Íslendinga. Síminn hafi átt í viðræðum við stjórnvöld og rætt hafi verið um að efla eftirlit.
23.10.2021 - 12:24
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Ljós skín enn undan hrauninu
Ljósleiðari sem lagður var í tilraunaskyni við varnargarðana í Nafnlausa dalnum virkar enn þótt hann sé kominn undir hraun. Það gefur góð fyrirheit um að ljósleiðarinn í Nátthaga sé ekki ónýtur þó að hraunið nái þangað.
Sjónvarpsfrétt
Langt komnir með varnargarða
Framkvæmdir við hraunvarnargarða á gosstöðvunum eru langt komnar. Byggingarverkfræðingur sem stýrir framkvæmdinni segir að efniviðurinn í garðana mætti vera betri en þau nýti það sem hendi er næst.
Vill svör frá ráðherrum vegna mögulegra njósna
Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, hefur lagt fyrirspurnir til forsætis-, utanríkis- og samgönguráðherra varðandi athugun á og viðbrögð við mögulegum njósnum Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara.
Ljósleiðari í sundur við Hveragerði
Ljósleiðari fór í sundur um miðjan dag rétt austan við Hveragerði. Verktaki gróf í sundur strenginn. Viðgerðarmenn frá Mílu fóru strax á staðinn til að gera við og er enn verið að koma saman strengnum.
04.08.2020 - 17:44
Ljósleiðari bilaði – Slæm nettenging í Hveragerði
Stór ljósleiðari sem tengir höfuðborgarsvæðið og Suðurland er bilaður, samkvæmt upplýsingum frá Mílu, heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem rekur ljósleiðarann.  
20.07.2020 - 16:25
Telur PFS þurfa að endurskoða reglur eftir kvörtun Mílu
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur fallist á kröfu Mílu, dótturfélags Símans, og breytt ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að hluta. Stofnunin hafði úrskurðað að Míla hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið lagði fjarskiptalagnir í húsnæði í Hafnarfirði án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina. 
Míla í hart við GR: Blekkingar og rangfærslur
Míla hyggst leggja fram formlega kvörtun til Neytendastofu vegna þess sem fyrirtækið kallar vísvitandi rangfærslur og blekkingar Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).