Færslur: Ljósleiðaravæðing

Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Ísland ljóstengt: 180 milljónir í lokaáfanga
Hafinn er lokaáfangi í átakinu Ísland ljóstengt þar sem þrettán sveitarfélögum gefst kostur á stuðningi til ljósleiðaravæðingar. Formaður Fjarskiptasjóðs segir að nú sé meðal annars horft til svæða þar sem hingað til hefur þótt of dýrt að leggja ljósleiðara.
Fá ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn í Árneshrepp
Árneshreppur fær 45 og hálfa milljón úr fjarskiptasjóði til þess að tengja ljósleiðara í sveitarfélagið. Orkubú Vestfjarða nýtir tækifærið og leggur þriggja fasa rafmagn í hreppinn í leiðinni.
15.03.2021 - 17:46
Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
Myndskeið
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Aftenging ljósleiðarans skerði rétt neytenda
Gagnaveita Reykjavíkur (GR) safnar upplýsingum um þau heimili þar sem búið er að aftengja ljósleiðarainntak fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvað nýverið að Míla, helsta samkeppni GR á ljósleiðaramarkaði, hafi brotið reglur með því að tilkynna ekki brotalamir og að hafa aftengt inntak annarra fyrirtækja.
Athugasemd Símasamstæðunnar
Athugasemd Símasamstæðunnar við umfjöllun Kveiks um ljósleiðaravæðingu, þann 20.2.2018.
01.03.2018 - 16:40
Netsambandið orðið betra í sveitum en þéttbýli
Þar sem ljósleiðari hefur verið lagður í sveitum landsins er fjarskiptasamband víða orðið betra en í þéttbýli. Formaður Fjarskiptastjóðs segir að átakið „Ísland ljóstengt" eigi aðeins við í dreifbýli þar sem markaðsfyrirtæki muni ekki bæta úr tengingum.
11.07.2017 - 18:37
450 milljóna ljósleiðarastyrkur til dreifbýlis
Fjórtán sveitarfélög fá 450 milljón króna styrk frá ríkinu til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og 200 í viðbót með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Ólöf Nordal innanríkisráðherra, fulltrúar fjarskiptasjóðs og fulltrúar sveitarfélaga skrifuðu í dag undir samning sem felur þetta í sér. Meðalkostnaður ríkisins á hvern stað nemur rúmum 400 þúsund krónum.
20.04.2016 - 18:33