Færslur: Ljósleiðaravæðing

Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
Myndskeið
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Aftenging ljósleiðarans skerði rétt neytenda
Gagnaveita Reykjavíkur (GR) safnar upplýsingum um þau heimili þar sem búið er að aftengja ljósleiðarainntak fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvað nýverið að Míla, helsta samkeppni GR á ljósleiðaramarkaði, hafi brotið reglur með því að tilkynna ekki brotalamir og að hafa aftengt inntak annarra fyrirtækja.
Athugasemd Símasamstæðunnar
Athugasemd Símasamstæðunnar við umfjöllun Kveiks um ljósleiðaravæðingu, þann 20.2.2018.
01.03.2018 - 16:40
Netsambandið orðið betra í sveitum en þéttbýli
Þar sem ljósleiðari hefur verið lagður í sveitum landsins er fjarskiptasamband víða orðið betra en í þéttbýli. Formaður Fjarskiptastjóðs segir að átakið „Ísland ljóstengt" eigi aðeins við í dreifbýli þar sem markaðsfyrirtæki muni ekki bæta úr tengingum.
11.07.2017 - 18:37
450 milljóna ljósleiðarastyrkur til dreifbýlis
Fjórtán sveitarfélög fá 450 milljón króna styrk frá ríkinu til að tengja um 900 staði með ljósleiðara og 200 í viðbót með ídráttarröri fyrir ljósleiðara. Ólöf Nordal innanríkisráðherra, fulltrúar fjarskiptasjóðs og fulltrúar sveitarfélaga skrifuðu í dag undir samning sem felur þetta í sér. Meðalkostnaður ríkisins á hvern stað nemur rúmum 400 þúsund krónum.
20.04.2016 - 18:33