Færslur: Ljóðlist

Hver var þessi „kona hans“?
Ljóðskáldið Guðrún Rannveig Stefánsdóttir gefur í dag, á sjálfan kvenréttindadaginn, út bókina Vökukonan í Hólavallagarði. Verkið er 30 kvæða ljóðabálkur sem hún yrkir til heiðurs vökukonunnar sem hvílir í garðinum og vakir yfir sálum hinna sem þar dvelja. Útgáfuhóf fer fram í Kjarvalsstofu kl 17.
19.06.2019 - 16:17
Skáld Bretlandseyja og hugmyndin um norðrið
„Ég get bara byrjað á miklum upphrópunum og yfirlýsingum og sagt að þetta séu þrjú af helstu núlifandi skáldum enskrar tungu,“ segir rithöfundurinn Sjón um komu þriggja skálda til Íslands.
19.06.2019 - 15:35
Gagnrýni
Dansað í Odessa
Gauti Kristmannsson rýnir í ljóðabók rússnesk-bandaríska ljóðskáldsins Ilya Kaminsky, Dansað í Odessa. Þýðing bókarinnar var síðasta verk Sigurðar Pálssonar áður en hann lést.
Kabarett og ljóðlist í eina sæng
Listviðburðahópurinn Huldufugl stendur að ljóðakvöldinu Rauða skáldahúsinu sem nú er haldið í fjórða skipti. Viðburðurinn er haldinn í Iðnó á skírdag og samanstendur af ljóðalestri í bland við sviðslistir, gjörninga, dans og tónlist.
Glannalegt að gefa út ljóðabók
„Ég veit ekki hvort það sé alltaf mikill styrkleiki þegar ljóðabækur hafa söguþráð en þessi hefur hann því miður,“ segir skáldið Dagur Hjartarson sem nú hefur sent frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin. Bókin byggir á persónulegri reynslu en Dagur var gestur í Víðsjá á Rás 1. Hann las úr bókinni og viðtalið má heyra hér fyrir ofan.