Færslur: Ljóð

Viðtal
Þjálfar hugann með því að læra ljóð utanbókar
Sóley Kristjánsdóttir tók upp á því fyrir nokkrum árum að læra ljóð utanbókar í stórum stíl. Það gerði hún til að þjálfa minnið. Hún segir að það hafi ekki verið ætlun hennar að fara með þau fyrir aðra en pabba sinn en hefur nú tekið upp á því að flytja ljóð á mannamótum.
23.11.2017 - 15:59
„Persónuleg í sjötta veldi“
„Þetta eru stutt ljóð, eða prósatextar, sem segja sögu af tveimur konum. Það er ung kona í Berlín sem segir söguna af því hvernig hún fór að leigja með eldri konu sem er fyrrum pönk-rokkari, Flórída,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir aðspurð um umfjöllunarefni sinnar nýjustu ljóðabókar, Flórída.
Mikilvægt að „flaka“ ljóðin sem fyrst
Í nýrri ljóðabók sinni rammar Hallgrímur Helgason inn atburði í lífi sínu og fjölskyldu sinnar frá eins árs tímabili. Bókin heitir Fiskur af himini en Hallgrímur var gestur Víðsjár og las úr bókinni, meðal annars áhrifaríkt ljóð sem hann byggir á erfiðum atburði úr fjölskyldunni.
Beittur kjarninn stendur einn eftir
„Í ljóðheimi Kristínar er ekkert eins og maður heldur,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir, gagnrýnandi, um nýjustu ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningargluggum.
Glannalegt að gefa út ljóðabók
„Ég veit ekki hvort það sé alltaf mikill styrkleiki þegar ljóðabækur hafa söguþráð en þessi hefur hann því miður,“ segir skáldið Dagur Hjartarson sem nú hefur sent frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin. Bókin byggir á persónulegri reynslu en Dagur var gestur í Víðsjá á Rás 1. Hann las úr bókinni og viðtalið má heyra hér fyrir ofan.
Byrjaði að skrifa ljóð út af Taylor Swift
Eydís Blöndal sendir frá sér sína aðra ljóðabók í vikunni, Án tillits. Fyrsta ljóðabók hennar, Tíst og bast, vakti mikla athygli fyrir tveimur árum og rataði á metsölulista Eymundsson og þrjú upplög voru prentuð.
27.09.2017 - 13:42
Fjallkonan fletti börn sín vopnum
Í dag eru 100 ár síðan Stephan G. Stephansson heimsótti ættjörðina í fyrsta og eina sinn. Hann flutti vestur um haf, til Kanada, ásamt fjölskyldu sinni árið 1873, þá tæplega tvítugur. Í kvæði Stephans Fjallkonan, til hermannanna sem heim koma er ímynd Fjallkonunnar ögrað. Hún er Ísland holdi klædd og kemur fram við hátíðleg tækifæri en færir vesturíslenskum hermönnum, sem snúa aftur úr fyrri heimsstyrjöld, köld skilaboð.
16.06.2017 - 17:16
Gefur út ljóðabók í hverjum mánuði
Ljóðskáldið Brynjar Jóhannesson hyggst gefa út eina ljóðabók í mánuði allt þetta ár. Árið er nú hálfnað og bækurnar því orðnar sex en Brynjar gaf út bókina Kraká nú um síðustu helgi.
06.06.2017 - 16:28
Viðtal
„Vörubíllinn er að keyra yfir okkur“
Ljóðabókin Óratorrek – ljóð um samfélagsleg málefni, eftir Eirík Örn Norðdahl kemur út í dag, og hefur höfundurinn af því tilefni blásið til útgáfuhófs í Mengi.
19.04.2017 - 18:20
  •