Færslur: Liverpool
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
03.01.2022 - 04:54
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Þrír handteknir í tengslum við bílsprengju í Liverpool
Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkadeildar lögreglu á mannskæðri bílsprengju utan við kvennaspítala í Liverpool í Englandi í dag. Breska ríkisútvarpið BBC upplýsir að mennirnir, sem allir eru á þrítugsaldri, hafi verið handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga.
14.11.2021 - 23:10
Liverpool ekki lengur á heimsminjaskrá UNESCO
Íbúar bresku borgarinnar Liverpool eru margir ósáttir við að borgin teljist ekki lengur til heimsminja. Þrjátíu og fjórir aðrir staðir bættust á heimsminjaskrá UNESCO í vikunni.
01.08.2021 - 07:30
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
28.07.2021 - 02:15
Liverpool eins og trúarbrögð fyrir Randveri
Randver Þorláksson leikari og Spaugstofumaður missir aldrei af leik í ensku knattspyrnunni ef lið Liverpool er á vellinum. Hann segir fótboltann vera eins og trúarbrögð sem hann stundar samt ekki sjálfur. Randver heldur sér þó ungum með því að spila golf og badminton.
19.05.2021 - 09:26
Öllum íbúum Liverpool boðið upp á ítrekaðar skimanir
Allir íbúar Liverpool-borgar, hálf milljón talsins, verða frá og með deginum í dag skimaðir við COVID-19. Borgin verður þar með sú fyrsta á Englandi til að bjóða upp á slíkt en tilgangurinn er að koma í veg fyrir að sjúkrahús borgarinnar yfirfyllist af kórónuveiruskjúklingum.
06.11.2020 - 11:32
Aubameyang tryggði Arsenal fyrsta titil tímabilsins
Í dag var leikið um Samfélagsskjöldin á Englandi en leikurinn markar upphaf nýrrar leiktíðar á Englandi. Í leik dagsins mættust Englandsmeistararnir í Liverpool og bikarmeistararnir í Arsenal. Leikurinn fór fram á Wembley en þó að sjálfsögðu án áhorfenda.
29.08.2020 - 17:54
Fagna titli Liverpool í opinni rútu á Skólavörðustíg
Sóli Hólm, sjálfskipaður formaður Liverpool samfélagsins, er enn að meðtaka sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Samfélagið lofaði í haust að farið yrði í opinni rútu niður Skólavörðustíginn þegar liðið lyfti titlinum og Sóli þarf nú að hefja þá skipulagningu.
26.06.2020 - 11:11