Færslur: Little Britain

Síðdegisútvarpið
„Gríðarlega hættulegt“ að ritskoða fortíðina
Streymisveitur og framleiðslufyrirtæki hafa síðustu daga fjarlægt einstaka kvikmyndir, þætti og jafnvel heilu þáttaraðirnar í kjölfar mótmælaöldunnar sem geisar í Bandaríkjunum. Björn Þór Vilhjálmsson lektor í bókmennta- og kvikmyndafræði segir að það sé misráðið. „Við eigum að horfast í augu við þetta. Við verðskuldum ekki að sópa þessu undir teppið.“
Heimatilbúnar persónur úr Little Britain hneyksla á ný
Tvíeykið sem bjó til Little Britain þættina á árum áður birtist aftur á skjánum í sérstökum söfnunarþætti á BBC í vikunni. Þættirnir áttu það til að ganga fram af áhorfendum á sínum tíma og það sama gildir um atriðið sem finna mátti í söfnunarþættinum.