Færslur: Litlir svartir strákar

„Erum öll mannleg að reyna að leysa flækjur“
Platan Litlir svartir strákar eftir tónlistarmanninn og upptökustjórann Loga Pedro Stefánsson kom út í dag. Þetta er fyrsta plata Loga sem sólólistamanns en hann hefur verið í hljómsveitum eins og Retro Stefson og Sturla Atlas, auk þess að stjórna upptökum og framleiða takta fyrir ótal aðra tónlistarmenn og rappara.