Færslur: Litla Hraun

Fimm fangar ákærðir fyrir tvær árásir á Litla Hrauni
Fimm fangar hafa verið ákærðir fyrir tvær líkamsárásir í æfingasal íþróttahúss fangelsisins að Litla Hrauni í mars á síðasta ári. Krafist er miskabóta upp á 4,5 milljónir í málinu.
Myndband
Fangar á Litla-Hrauni skáru út jólasveinanöfn
Fangar á Litla-Hrauni hafa skorið út nöfn sjötíu og sjö jólasveina, sem hengd hafa verið upp víðs vegar um Eyrarbakka. Flórsleikir og Lungnaslettir eru þar á meðal.
26.12.2019 - 21:20
Fannst látinn í klefa á Litla-Hrauni
Maður fannst látinn við opnun klefa á Litla-Hrauni í morgun. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að dánarorsök sé óstaðfest að svo stöddu en ekkert bendi til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Andlát á Litla-Hrauni er ávallt tilkynnt til lögreglu. Málið er nú í rannsókn lögreglunnar hjá Suðurlandi, segir Páll. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna.
22.08.2019 - 15:48
Sjö sækja um starf fangelsisstjóra
Sjö sækjast eftir starfi forstöðumanns fangelsanna á Litla-Hrauni og Sogni sem auglýst var eftir að Margrét Frímannsdóttir sagði upp starfi sínu þar í nóvember. Margrét stjórnaði fangelsinu á Litla-Hrauni frá því í janúar árið 2008 til síðustu áramóta og fangelsinu á Sogni frá því það tók til starfa 2012.
13.01.2016 - 17:51