Færslur: Litháen

Pólland og Eystrasaltsríkin vígja nýja gastengistöð
Pólland og Eystrasaltsríkin vígðu í gær nýja tengistöð við gasleiðslu sem tengir ríkin í norðaustanverðum hluta Evrópusambandsins við aðra hluta þess. Það er mikilvægur liður í að draga úr þörfinni fyrir rússneskt jarðgas.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Óttast hernaðarátök við landamærin
Eystrasaltslöndin óttast að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands við Pólland og Litháen gæti leitt til hernaðarátaka. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu Eistlands, Lettlands og Litháens.
11.11.2021 - 15:56
Segir flugstjórann hafa neyðst til að lenda í Minsk
Flugstjóri farþegaþotu Ryanair sem gert var að lenda í Minsk höfuðborg Hvíta-Rússlands 23. maí síðastliðinn átti ekki annars úrkosta að sögn forstjóra flugfélagsins. 
16.06.2021 - 02:24
Landinn
Stofnaði klappstýrulið til að geta dansað
„Ég kom fyrir um tveimur árum og ákvað að leita að liði sem ég gæti dansað með. Það var erfitt að finna lið þannig ég ákvað bara að stofna mitt eigið. Ég skrifaði inn á Facebook-síðu og það bara small," segir Leva Prasciunaite, klappstýra og dansari. Hún stofnaði klappstýrulið sem nú samanstendur af ellefu litháískum konum sem allar eru búsettar á Íslandi. Þær æfa 3-4 sinnum í viku en hafa lítið komið fram ennþá vegna heimsfaraldursins.
07.04.2021 - 12:40
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Umfangsmikil olíumengun í Eystrasalti
Leki kom að olíubirgðastöð í Butinge í Litáen í gær með þeim afleiðingum að mikið magn olíu lak í Eystrasalt. Olíurákin berst nú norður og að ströndum Lettlands.
29.12.2020 - 13:26
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Litháískur ráðherra skaut föstum skotum að Rússum
Utanríkisráðherra Litháens, Linas Linkevicius, skaut föstum skotum að rússneskum stjórnvöldum í dag vegna ásakana um afskipti af innanríkismálum í Hvíta-Rússlandi. Hann segir það ekki hlutverk Rússa að skilgreina hvað sé ofbeldi og afskipti af innanríkismálum í öðrum löndum. 
26.08.2020 - 22:02
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Einn lést í átökum í Minsk
Aftur kom til mótmæla í gærkvöld í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, vegna meintra kosningasvika og lést einn í átökunum. Svetlana Tsíkhanovskaja, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi, er flúin frá landinu og komin til Litháens. Tsíkhanovskaja hefur lýst yfir að hún viðurkenni ekki tölurnar sem yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands birti á sunnudagskvöld. Samkvæmt þeim var Alexander Lúkasjenkó endurkjörinn forseti með rúmlega 80 prósentum atkvæða, en Tsíkhanovskaja fékk tæp 10 prósent.
11.08.2020 - 12:16
Tikhanovskaja flýði til Litháens
Svetlana Tikhanovskaja, sterkasti mótframbjóðandi Alexanders Lúkasjenkós í forsetakosningunum í Hvíta Rússlandi, er komin til Litháens. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í morgunsárið.
11.08.2020 - 06:17
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Litháar slaka á öryggiskröfum vegna veirunnar
Stjórnvöld í Litháen hafa aflétt þeirri skyldu að landsmenn séu með andlitsgrímur utan dyra. Útiveitingastaðir og kaffihús hafa verið opnuð og millilandaflug hófst að nýju í dag.
13.05.2020 - 17:55
Frode Berg verður látinn laus
Stjórnvöld í Rússlandi og Litháen hafa komist að samkomulagi um fangaskipti, sem leiðir til þess að Norðmaðurinn Frode Berg verður látinn laus úr rússnesku fangelsi. Frá þessu var greint á fundi með fréttamönnum í Vilnius, höfuðborg Litháens, í dag. Frode Berg verður afhentur sendiherra Noregs í Litháen.
15.11.2019 - 12:59
Forsætisráðherra Litháens tilkynnir afsögn
Saulius Skvernelis, forsætisráðherra Litháens, tilkynnti í kvöld að hann ætli að segja af sér í júlí, eftir að honum mistókst að tryggja sér sæti í seinni umferð forsetakosninganna í landinu. Skvernelis sagði í sjónvarpsviðtali að það sé dómur á starfi hans í embætti að hafa ekki fengið næg atkvæði.
13.05.2019 - 00:18
Litháar hamingjusamastir fyrri part helga
Hamingja gangandi vegfarenda í borginni Vilníus í Litháen er mest á föstudögum og laugardögum. Þetta sýna niðurstöður mælinga.
11.11.2018 - 20:21
Erlent · Litháen · Hamingja · mannlíf · Evrópa
Kveðst hafa verið harðastur við Rússa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn hefði verið harðari við rússnesk stjórnvöld en hann. „Ef við ættum í góðum samskiptum við Rússa væri það gott en ekki slæmt,“ sagði Trump í dag, nokkrum dögum eftir að hann hringdi í Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og óskaði honum til hamingju með endurkjör í embætti. Í símtalinu lagði Trump til að leiðtogarnir myndu hittast á fundi í Hvíta húsinu í Washington.
03.04.2018 - 19:40
Litháar girða fyrir landamærin að Kalíníngrad
Litháar hófu í gær að reisa vírgirðingu á landamærunum við Kalíníngrad, rússneskt landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands og er aðskilið frá öðrum hlutum Rússlands. Girðingin verður tveggja metra há og 45 kílómetra löng og henni er ætlað að auka öryggi og koma í veg fyrir smygl. Áætlað er að hún muni kosta jafnvirði um 400 milljóna íslenskra króna og að hún verði tilbúin í árslok.
06.06.2017 - 03:19