Færslur: Litháen

Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Umfangsmikil olíumengun í Eystrasalti
Leki kom að olíubirgðastöð í Butinge í Litáen í gær með þeim afleiðingum að mikið magn olíu lak í Eystrasalt. Olíurákin berst nú norður og að ströndum Lettlands.
29.12.2020 - 13:26
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Litháískur ráðherra skaut föstum skotum að Rússum
Utanríkisráðherra Litháens, Linas Linkevicius, skaut föstum skotum að rússneskum stjórnvöldum í dag vegna ásakana um afskipti af innanríkismálum í Hvíta-Rússlandi. Hann segir það ekki hlutverk Rússa að skilgreina hvað sé ofbeldi og afskipti af innanríkismálum í öðrum löndum. 
26.08.2020 - 22:02
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Evrópusambandið þrýstir á hvítrússnesk stjórnvöld
„Forsetinn hlýtur að átta sig á að það er löngu komin þörf fyrir breytingar," segir Svetlana Tikhanovskaya um Alexander Lúkasjenkó. Hún svaraði spurningum á blaðamannafundi í Vilníus í Litáen í morgun þar sem hún ítrekaði að efna yrði til nýrra forsetakosninga í Hvíta-Rússlandi.
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Einn lést í átökum í Minsk
Aftur kom til mótmæla í gærkvöld í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, vegna meintra kosningasvika og lést einn í átökunum. Svetlana Tsíkhanovskaja, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi, er flúin frá landinu og komin til Litháens. Tsíkhanovskaja hefur lýst yfir að hún viðurkenni ekki tölurnar sem yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands birti á sunnudagskvöld. Samkvæmt þeim var Alexander Lúkasjenkó endurkjörinn forseti með rúmlega 80 prósentum atkvæða, en Tsíkhanovskaja fékk tæp 10 prósent.
11.08.2020 - 12:16
Tikhanovskaja flýði til Litháens
Svetlana Tikhanovskaja, sterkasti mótframbjóðandi Alexanders Lúkasjenkós í forsetakosningunum í Hvíta Rússlandi, er komin til Litháens. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í morgunsárið.
11.08.2020 - 06:17
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Litháar slaka á öryggiskröfum vegna veirunnar
Stjórnvöld í Litháen hafa aflétt þeirri skyldu að landsmenn séu með andlitsgrímur utan dyra. Útiveitingastaðir og kaffihús hafa verið opnuð og millilandaflug hófst að nýju í dag.
13.05.2020 - 17:55
Frode Berg verður látinn laus
Stjórnvöld í Rússlandi og Litháen hafa komist að samkomulagi um fangaskipti, sem leiðir til þess að Norðmaðurinn Frode Berg verður látinn laus úr rússnesku fangelsi. Frá þessu var greint á fundi með fréttamönnum í Vilnius, höfuðborg Litháens, í dag. Frode Berg verður afhentur sendiherra Noregs í Litháen.
15.11.2019 - 12:59
Forsætisráðherra Litháens tilkynnir afsögn
Saulius Skvernelis, forsætisráðherra Litháens, tilkynnti í kvöld að hann ætli að segja af sér í júlí, eftir að honum mistókst að tryggja sér sæti í seinni umferð forsetakosninganna í landinu. Skvernelis sagði í sjónvarpsviðtali að það sé dómur á starfi hans í embætti að hafa ekki fengið næg atkvæði.
13.05.2019 - 00:18
Litháar hamingjusamastir fyrri part helga
Hamingja gangandi vegfarenda í borginni Vilníus í Litháen er mest á föstudögum og laugardögum. Þetta sýna niðurstöður mælinga.
11.11.2018 - 20:21
Erlent · Litháen · Hamingja · mannlíf · Evrópa
Kveðst hafa verið harðastur við Rússa
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn hefði verið harðari við rússnesk stjórnvöld en hann. „Ef við ættum í góðum samskiptum við Rússa væri það gott en ekki slæmt,“ sagði Trump í dag, nokkrum dögum eftir að hann hringdi í Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og óskaði honum til hamingju með endurkjör í embætti. Í símtalinu lagði Trump til að leiðtogarnir myndu hittast á fundi í Hvíta húsinu í Washington.
03.04.2018 - 19:40
Litháar girða fyrir landamærin að Kalíníngrad
Litháar hófu í gær að reisa vírgirðingu á landamærunum við Kalíníngrad, rússneskt landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands og er aðskilið frá öðrum hlutum Rússlands. Girðingin verður tveggja metra há og 45 kílómetra löng og henni er ætlað að auka öryggi og koma í veg fyrir smygl. Áætlað er að hún muni kosta jafnvirði um 400 milljóna íslenskra króna og að hún verði tilbúin í árslok.
06.06.2017 - 03:19