Færslur: Litáen

Áhyggjuefni ef þrjótar færa sig yfir í gagnagíslingar
Netöryggissérfræðingur býst við fleiri netárásum frá rússneskum tölvuþrjótum á borð við þá sem gerð var á innviði í Litáen í gær. Mesta áhyggjuefnið sé ef þrjótarnir færa sig úr álagsárásum í gagnagíslingarárásir.
28.06.2022 - 13:39
Saka Litáa um gróf mannréttindabrot gegn flóttafólki
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna stjórnvöld í Litáen harðlega fyrir forkastanlega meðferð þeirra á flóttafólki og margvísleg, alvarleg brot gegn mannréttindum þess. Í nýrri úttekt samtakanna eru Litáar sakaðir um að halda fólkinu nauðugu í lokuðum flóttamannabúðum við ömurlegar aðstæður þar sem það sætir illri meðferð, misþyrmingum og jafnvel hreinum pyntingum.
Segja að Litáar muni finna vel fyrir gagnaðgerðum
Formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands hefur hótað Litáum að bann þeirra, við vöruflutningum með lestum til hólmlendunnar Kalíníngrad, hafi alvarlegar afleiðingar. Litáar segja að bannið sé í takt við refsiaðgerðir sem Evrópusambandið hefur samþykkt.
21.06.2022 - 13:10
NATO ekki lengur bundið af samkomulagi við Rússa
Atlantshafsbandalagið telur sig ekki lengur skuldbundið til að hlíta samkomulagi við Rússa um að koma ekki fyrir hersveitum í austanverðri Evrópu. Þetta kemur fram í máli aðstoðarframkvæmdastjóra NATO.
Fjórir evrópskir forsetar halda til Kænugarðs
Andrzej Duda, forseti Póllands, er á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, þar sem hann hyggst funda með Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta. Forsetar Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litáens, þeir Alar Karis, Egils Levits og Gitanas Nausėda, eru einnig á leið til Kænugarðs í sömu erindagjörðum.
13.04.2022 - 06:12
„Úkraína á heima í þessarri evrópsku fjölskyldu“
Charles Michel forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að skref verði stigin án tafar til að tryggja vinabönd og stuðning við vegferð Úkraínu inn í Evrópu. Umsókn Úkraínu um aðild að sambandinu fær þó ekki sérstaka hraðmeðferð líkt og farið var fram á.
Þýskalandkanslari heimsækir Rússlandsforseta í febrúar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur á móti Olaf Scholz kanslara Þýskalands 15. febrúar næstkomandi. Tilgangur fundarins er meðal annars að ræða spennuna sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu.
Eystrasaltsríkin og Tékkland senda vopn til Úkraínu
Eystrasaltslöndin þrjú hyggjast senda sprengjur og eldflaugar til Úkraínu og Tékkar áforma að gera það líka. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Í frétt Reuters kemur fram að bandaríska innanríkisráðuneytið hafi gefið grænt ljós á að yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sendi bandarískar eldflaugar, sprengikúlur og fleiri vopn til Úkraínu, til að styrkja varnir landsins.
22.01.2022 - 04:22
Skýrsla um þvingaða lendingu þotu í Minsk tilbúin
Skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, ICAO, um að farþegaþotu írska flugfélagsins Ryan Air var gert að lenda í Hvíta Rússlandi 23. maí í fyrra hefur verið birt. Skýrslan var gerð opinber öllum aðildarríkjum stofnunarinnar í dag að því er fram kemur í yfirlýsingu.
Írakar fljúga sínu fólki heim frá Hvíta Rússlandi
Írakar hafa sótt þúsundir írakskra flóttamanna til Hvíta Rússlands og flogið þeim aftur heim til Íraks. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá írakska utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið upplýsir að íröksk yfirvöld hafi notað níu farþegaþotur til að sækja rúmlega 3.500 Íraka, sem safnast höfðu saman við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi, Lettlandi og Litáen.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Litáen
Fjölga hermönnum við landamæri Hvíta Rússlands
Stjórnvöld í Litáen hyggjast auka enn viðbúnað við landamærin að Hvíta Rússlandi. Ætlunin er að fjölga hermönnum sem þar ganga vaktir með landamæralögreglunni um 1.000 á næstu dögum. Litáen á landamæri að bæði Hvíta Rússlandi og Póllandi, auk Lettlands og rússnesku hólmlendunni Kaliningrad.
24.11.2021 - 03:32
Rússneskir hermenn fórust á heræfingu í Hvíta Rússlandi
Tveir rússneskir fallhlífahermenn fórust við æfingar í Hvíta Rússlandi í gær, þegar snarpar vindhviður urðu til þess að fallhlífar þeirra opnuðust ekki almennilega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. Mennirnir tóku þátt í sameiginlegri heræfingu Rússa og Hvítrússa nærri landamærum Póllands og Litáens.
Yfir 20 þúsund hafa verið stöðvaðir frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að flytja flóttafólk þangað til að skapa glundroða í Evrópu. Yfir 20 þúsund flóttamenn hafa verið stöðvaðir við að reyna að komast þaðan. Utanríkisráðherra Þýskalands segir forseta Hvíta-Rússlands reka ríkisrekinn smyglhring með flóttafólk.  
21.10.2021 - 22:03
Innflytjendur 15,5% mannfjöldans á Íslandi
Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Það hlutfall fer í 17,1% sé önnur kynslóð innflytjenda talin með. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi þeirra sem hingað hafa flust.
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Náðu yfir kílói af skrúfum og nöglum úr maga manns
Læknar við sjúkrahús í litáensku hafnarborginni Klaipeda tilkynntu í gær að fjarlægt hefði verið meira en kíló af nöglum og skrúfum úr maga manns. Stærstu hlutirnir voru allt að tíu sentímetrar á lengd.
02.10.2021 - 04:17
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Eystrasalt
Neyðarástand vegna flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Lettlandi hafa lýst yfir neyðarástandi við landamæri ríkisins að Hvíta-Rússlandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin.
10.08.2021 - 15:07
Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Átök í Litáen vegna flóttamanna frá Hvítarússlandi
Spennan fer sívaxandi á landamærum Hvítarússlands og Litáen vegna aukins straums flóttamanna um landamæri. Íbúar hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu flóttamannabúða og hefur lögreglan þurft að beita táragasi. Þá hafa flóttamennirnir sjálfir einnig mótmælt.
28.07.2021 - 22:22