Færslur: Listasafn Reykjavíkur

Erum við föst í endalausri skissu?
„List getur sýnt okkur að framför er sjónhverfing líka, eða í besta falli myndlíking. Það leysist ekki úr sögunni; framför er ekki óhjákvæmileg,“ segir Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár. Hann fór á sýningu Hafnarhússins, Í hlutarins eðli - skissa að íslenskri samtímasögu.
Deila tónleikum með tveimur
„Rými hefur rosalega mikil áhrif á mig sem tónlistarmanneskju og flytjanda. Tónlistin breytist mjög mikið eftir því hvernig rýmið er og á hvaða stað áhorfendur eru,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld og sellóleikari. Hún er einn þeirra listamanna sem taka þátt í tónlistarhátíðinni Deilt með tveimur sem haldin verður í fyrsta sinn í Listasafni Reykjavíkur á laugardag.
„Hundleiðinlegt að lagfæra verk annarra“
Á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur stendur listaverkið Íslandsmerki eftir Sigurjón Ólafssson. Skúlptúrinn er hæstur 7 metrar en hann samastendur úr fimm súlum og er í raun hópmynd þegar vel er að gáð. Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við Helga Gíslason myndhöggvara og Sigurð Trausta Traustason, en þeir hafa verið að vinna viðgerð á verkinu síðustu daga.
Líður eins og Garðari Hólm að halda tónleika
„Í rauninni er maður alltaf að upplifa sig á vatnaskilum sem listamaður,“ segir Ragnar Kjartansson, sem opnar sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsinu á laugardag. Þetta er fyrsta safnsýning hans hér á landi og inniheldur valin verk frá árinu 2004 til dagsins í dag.
Sveitapilturinn sem færði listina til fólksins
„Ásmundur Sveinsson var meira upptekinn af því en flestir aðrir listamenn að færa listina til fólksins,“ segir Kristín Guðnadóttir listfræðingur. „Ásmundur var til dæmis einn sá fyrsti sem tók á móti skólahópum til að kynna þeim myndlist á Íslandi. Þrátt fyrir að hann hafi menntað sig í myndlist í París og víðar var hann alltaf sami sveitapilturinn frá Kolsstöðum. Þetta kunnu landsmenn að meta.“
Er þetta list?
„Um leið og þú veist hvað dada er, þá er það ekki dada," sögðu gömlu dadaistarnir þegar þeir voru spurðir um list sína.
DADA: 100 ára uppreisn gegn þjóðfélagsháttum
Í ár eru hundrað ár síðan dada hreyfingin kom fram á sjónarsviðið. Að því tilefni fékk Víðsjá Benedikt Hjartarson til að segja hlustendum frá dadaismanum. Dadaismans verður minnst í Listasafni Reykjavíkur um helgina og einnig með nýrri listdanssýningu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu.
  •