Færslur: Listasafn Íslands

Íslandsbanki gefur listasöfnum 203 listaverk
Íslandsbanki samþykkti á hluthafafundi í gær að gefa Listasafni Íslands og öðrum viðurkenndum söfnum hér á landi rúmlega 200 listaverk sem eru í eigu bankans. Safnstjóri Listasafns Íslands líkir þessu við hvalreka.
27.05.2021 - 13:25
Menningin
„Eins og náttúran hafi valið hann í þetta verkefni“
Á Listasafni Íslands stendur yfir sýning á verkum Georgs Guðna sem nefnist Berangur.
14.03.2021 - 13:30
Viðtal
Geimurinn og listin á stöðugri hreyfingu
Á sýningunni Halló, geimur í Listasafni Íslands er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni. Þar er meðal annars skoðað hvernig ný geimöld hafði áhrif á myndllistarmenn og hvernig himintunglin koma inn í þjóðtrú og ævintýri.
Lestarklefinn
Gagnaukinn veruleiki, tímaflakk og þjóðlagapopp
Fjallað um Solastalgia í Listasafni Íslands, kvikmyndina Tenet og hljómplötuna Folklore með Taylor Swift.
04.09.2020 - 17:03
Menningin
Geymslurými Listasafns Íslands sprungið
Listasafn Íslands verður opnað aftur á mánudag. Þá verður boðið upp á þá nýjung að starfsemi safnsins sem alla jafna fer fram bakvið tjöldin, svo sem skráning og forvarsla, verður dregin fram í opna sýningarsali. Ástæðan fyrir þessari nýbreytni er einföld. Húsnæðið er sprungið.    „Við höfum of lítið húsnæði fyrir varðveislu og í rauninni of lítið til þess að handleika safnkostinn.
30.04.2020 - 08:39
Lestarklefinn
Ósýnileg ógn, tíska og ævintýraheimur Miyazakis
Rætt um sýninguna Að fanga kjarnann í Listasafni Íslands, kvikmyndina The Invisible Man og teiknimynd Hayao Miyazaki, Kiki's Delivery Service.
06.03.2020 - 17:09
Menningin
Gjörningaklúbbur í samstarfi við framliðinn listamann
Gjörningaklúbburinn hefur hreiðrað um sig í Listasafni Íslands með vídeóverkinu vatn og blóð, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar málara. 
Gjörningur með framliðnum meistara
„Við köllum þetta „miðill-miðill“, þessa aðferð að nýta okkur þjónustu miðils í gegnum Facetime og hann hefur síðan samband við framliðinn einstakling,“ segja meðlimir Gjörningaklúbbsins, þær Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Gjörningaklúbburinn hefur nú opnað sýningu með Ásgrími Jónssyni frumkvöðli í íslenskri málaralist en hann dó árið 1958. Sýningin heitir Vatn og blóð og er vídeóinnsetning í Listasafni Íslands.
Vonin sem sprettur upp úr eyðileggingu
Sýningin Beirút, Beyrut, Beyrouth, Beyrout í Listasafni Íslands verðlaunar þolinmóða gesti. „Ég skammaðist mín smá því mér fannst ég ekki tengja við hana, vegna þess að mér fannst ég ekki vita nóg,“ segir Kristína Aðalsteinsdóttir. „Eftir því sem maður kafar dýpra þá finnur maður að það er allt í lagi.“ 
19.02.2019 - 15:04
Vel heppnað ferðalag í gegnum fullveldið
Lífsblómið er heiti sýningar á Listasafni Íslands og fjallar um fullveldið í hundrað ár. Hjarta sýningarinnar eru fornhandritin. „Þau voru eins konar krúnudjásn í miðjunni,“ segir Pétur Húni Björnsson þjóðfræðingur. Sýningin sé áhrifamikil – en engin glansmynd af fullveldissögunni.
11.12.2018 - 17:03
Hvískur og öskur í Listasafni Íslands
„Það sem sýningin í rauninni snýst um er að velta því fyrir sér afhverju fólk velur sér þennan miðil. Og það var spurning sem við sendum til allra listamannanna og fengum mismunandi svör við,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Ýmissa kvikinda líki - íslensk grafík í Listasafni Íslands.
13.05.2018 - 14:43
Getur séð sjálfa sig í andliti Elinu
„Maður getur horft á hennar líkama og andlit, en séð í raun og veru sjálfan sig,“ segir Birta Guðjónsdóttir um verk finnsku listakonunnar Elinu Brotherus. Birta er sýningarstjóri sýningarinnar Leikreglur sem opnar í Listasafni Íslands í kvöld.
Þekktasta verk Leccia í Listasafni Íslands
Vidjóverkið og innsetningin La Mer, eða Hafið, yfirtekur heilan sal í Listasafni Íslands. Víðsjá ræddi við Æsu Sigurjónsdóttur um Hafið og höfund þess, hinn korsíkanska Ange Leccia.
„Norðurljósabarinn ætti alltaf að vera uppi“
Dagný Heiðdal, listfræðingur og deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands. leiddi hlustendur Víðsjá um geymslur safnsins og ræddi það sem fyrir augu bar.
04.12.2017 - 18:27
Listaverkin og tíminn sem þau geyma
Hvað eru samanburðarhæf skemmdarverk? Á nýrri sýningu, sem opnuð verður á laugardag kl. 16 í Listasafni Íslands fæst kannski svar við þessari spurningu. Sýningin heitir Comparative Vandalism og gefur innsýn í vinnubrögð og óbilandi forvitni danska myndlistarmannsins Asgers Jorn. Fjallað var um sýninguna í Víðsjá. Umfjölunina má heyra hér að ofan.
Litir eru sálrænt meðal
Klifurjurt úr gervihári í öllum dýrðarinnar litum yfirtók Listasafn Íslands í byrjun sumars þegar Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, opnaði þar sýninguna  Taugafold VII, eða Nervescape VII. Hrafnhildur hefur sýnt Taugarfoldarröðina víða um heim á undanförnum misserum en þar reynir hún að endurskapa landslag hugans.
Brautryðjandi í miðlun íslenskrar myndlistar
Þess er minnst með ýmsum hætti þessi dægrin að í dag, 22. ágúst, eru hundrað ár liðin í dag frá fæðingu dr. Selmu Jónsdóttur sem var fyrsti safnstjóri Listasafns Íslands og jafnframt fyrsta konan sem varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands. Í Víðsjá í dag er fjallað um Selmu og gripið niður í viðtal við hana frá 1968.
Endurmat á myndlistararfinum alltaf í gangi
Í Listasafni Íslands er nú uppi í tveimur sölum sýningin Fjársjóður þjóðar - valin verk úr safneign. Þar er að finna dágott úrval verka úr safneigninni, sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Harpa Þórsdóttir, sem nýlega tók við stöðu safnstjóra Listasafns Íslands, gekk nýlega með gestum um sýninguna og velti fyrir sér hugtakinu „lykilverk.“
05.07.2017 - 14:23
Nefndin fær oftar svar en upp er gefið
Íslensk málnefnd heldur á vefsíðu sinni skrá yfir málfarsábendingar sem hún sendir fyrirtækjum. Nýlega fór nefndin að vekja sérstaka athygli á því með rauðu letri þegar ekkert svar berst. Athugun Spegilsins leiddi í ljós að fyrirtæki og stofnanir eru ekki jafn gjörn á að hunsa nefndina og vefsíðan gefur til kynna.