Færslur: Listamenn

Umfangsmikið og dýrmætt listaverkasafn Allens boðið upp
Uppboðshúsið Christie's í New York í Bandaríkjunum heldur í nóvember uppboð á umfangsmiklu listaverkasafni Pauls Allen heitins, annars stofnenda Microsoft. Safnið er talið yfir milljarðs bandaríkjadala virði.
26.08.2022 - 07:01
Hreiðra má um sig í risarúmi og njóta barnabóka
Risastórt rúm hefur verið sett upp í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar er hægt að leggjast út af, breiða yfir sig stóra sæng og hlusta á eða lesa barnabók. Rúmið er innsetning eftir Svandísi Dóru Einarsdóttur til heiðurs barnabókahöfundum.
Listamenn í Hong Kong æfir vegna niðurrifs minnismerkis
Listamenn úr hópi andófsmanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun Hong Kong-háskóla að fjarlægja minnismerki um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
23.12.2021 - 12:45
Sjálfstætt starfandi listafólki fækkar í faraldrinum
Fjöldi fólks hefur horfið frá því að starfa sjálfstætt við menningargreinar á tímum heimsfaraldursins. Mesta brottfallið varð á meðal þeirra störfuðu við hljóðupptöku, þar sem starfsfólki fækkaði um rúman helming milli áranna 2019 og 2020, og við tónlistarútgáfu, þar sem fækkaði um þriðjung. Fleiri konur hurfu frá störfum í menningargreinum en karlar.
14.12.2021 - 16:41
Sjónvarpsfrétt
Kærleikskúlan afhent í 19. sinn
Kærleikskúlan var afhent í Listasafni Akureyrar í dag. Í ár hannaði listakonan Sirra kúluna og afhenti hana handhafa kúlunnar þetta árið, Karli Guðmundssyni listamanni.
Allir jólatónleikar verða haldnir
Allir tónleikar sem eru á dagskrá fyrir jólin verða haldnir, segir Ísleifur B. Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólk og ekki síður fyrir andlega heilsu þjóðarinnar að þurfa ekki að fara í gegnum önnur jól án jólatónleika. 
Rekaviður er lifandi gagnabanki
Ein leið til að vekja athygli á umhverfismálum er að blanda saman vísindum og listum. Það er eitt af markmiðum sýningar á Skagaströnd um rekavið sem lifandi gagnabanka.
01.11.2021 - 13:14
Sjónvarpsfrétt
Sterk orka myndast við samtal mismunandi listamanna
Hópur listamanna kemur nú saman á Siglufirði og tekur þátt í listasmiðjunni Skafl. Verkefnið þverfaglegt, þar sem listamenn úr ólíkum greinum veita hver öðrum innblástur.
01.11.2021 - 12:00
Innfæddri konu reist stytta í stað Kólumbusar
Fyrirhugað er að í stað höggmyndar af Krístófer Kólumbusi verði reist stytta innfæddrar konu af Olmec-ættbálkinum í hjarta Mexíkó-borgar. Mótmælendur hótuðu að fella Kólumbus af stalli sínum á síðasta ári.
Sjónvarpsfrétt
Úr fátækrarheimili í sushi-stað
Elsta hús Akureyrar, Laxdalshús, hefur fengið nýtt hlutverk. Í húsinu sem áður var til að mynda áfengisverslun ríkisins, amtsbókasafn og fátækraheimili er nú kominn sushi-staður og listavinnustofa.
01.09.2021 - 13:14
Minnismerki afhjúpað við höfnina í Beirút
Minnismerki var afhjúpað við höfnina í Beirút í dag, til heiðurs þeim sem fórust í sprengingunni miklu fyrir ári. Líkneskið er 25 metra hátt, í mannsmynd og er gert úr hlutum bygginga sem eyðilögðust í sprengingunni.
Um 360 milljónir í tekjufallsstyrki til listamanna
Listamenn og menningarfyrirtæki hafa þegar fengið tæpar 360 milljónir króna í tekjufallsstyrki frá því útgreiðsla þeirra hófst í janúar. Nýjustu tölu sýna að 126 hafi nýtt sér úrræðið, flest eru sjálfstætt starfandi listamenn eða fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn.
Listafólk á erfitt með að ná endum saman
Átta af hverjum tíu listamönnum á Íslandi hafa orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja rafrænna kannana sem BHM gerði í september og október.
16.10.2020 - 12:38