Færslur: Listahátíð í Reykjavík 2018
„Við neglum þetta í hvert einasta skipti“
„Ég vildi að ég myndi veikjast eitt kvöldið svo ég gæti horft á sýninguna, ég væri mjög til í að geta horft á hana,“ segir bandaríski leikarinn Bill Murray um kvöldskemmtunina New Worlds sem hann flytur ásamt þýska sellóleikaranum Jan Vogler og vinum í Hörpu í kvöld og annað kvöld.
14.06.2018 - 11:50
Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi, sá óperuna Brothers á Listahátíð Reykjavíkur og þótti hún áhrifarík. „Dramatísk atburðarásin innan fjölskyldu og í hugarheimi hermannsins Michaels lyftir sér áreynslulaust í örstuttum sterkum myndum og með einstaka látæði.“
13.06.2018 - 16:09
Maður verður að snerta allar tilfinningarnar
„Að sjá fólk með fötlun eiga fulltrúa í menningarheiminum er mög mikilvægt skref í átt að jafnrétti. Úr þeirri átt kem ég, ég veit að það eru fleiri eins og ég í heiminum að gera ýmislegt og vonandi færir það vogarskálarnar í framfaraátt,“ segir Gaelynn Lea tónlistarkona sem kom fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík og tók þar að auki þátt í málþingi um tónlistaraktívisma fatlaðra.
12.06.2018 - 17:03
Landakortið sem tónverk
Persónlegi GPS-staðsetningarbúnaðurinn sem er kominn í öll helstu snjalltæki opnar ýmsa möguleika í listsköpun. Bræðurnir Halldór og Úlfur Eldjárn opnuðu á dögunum, sem hluta af Listahátíð í Reykjavík, nýtt verk sem nefnist GPS Reykjavík.
12.06.2018 - 10:28
Daníel hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin
Daníel Bjarnason tónskáld og höfundur óperunnar Brothers hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin fyrir óperu ársins.
11.06.2018 - 10:55
Tímaflakk í miðborginni
Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku margir upp stór augu í dag þegar þeir mættu óvænt Reykvíkingum fyrri ára sem spígsporuðu um. Uppátækið er hluti af Listahátíð en með því er fullveldisársins 1918 minnst.
11.06.2018 - 10:32
Saga allra stríða
„Ég er að upplifa verkið allt öðruvísi með því að stjórna því líka. Það var fínt að horfa á þetta úr fjarlægð í Danmörku en gaman að vera kominn inn í þetta núna,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld sem tekur nú að sér hljómsveitarstjórn í óperunni sinni Brothers á Listahátíð í Reykjavík. Íslenska óperan stendur að flutningnum í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
08.06.2018 - 09:05
Minningar í rústum sýrlenskra heimila
„Við stöndum frammi fyrir vistfræðilegri neyð, gífurlegum flóttamannavanda og fólksflutningum um allan heim. Í stuttu máli endurspeglar verkið hið mannlega ástand nú til dags,“ segir finnski listamaðurinn Anssi Pulkkinen. Skúlptúr eftir hann sem samanstendur af sýrlenskum húsarústum er meðal verka á Listahátíð í Reykjavík.
07.06.2018 - 16:21
Bollinn á 100 kall í listaverki á Austurvelli
Það er ekki hægt að fá kaffi á 100 kall víða um miðbæinn en á Austurvelli stendur lítill, 4 fermetra skúr sem rétt rúmar eina kaffivél og barstól og ber nafnið Espressobarinn. Hann er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er hluti af listinni fólginn í því hversu lágt verðið er.
07.06.2018 - 14:28
Risaeðlur vöktu bæði ótta og aðdáun
Risaeðlur vöktu ótta og aðdáun barna og fullorðinna í miðborg Reykjavíkur í dag. Endurkoma þeirra er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem var sett formlega í dag.
02.06.2018 - 19:27
Opnunartónleikar Listahátíðar í Hörpu
Ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma, Upprisusinfónía Mahlers, í beinni útsendingu Rásar 1.
01.06.2018 - 18:45
Tónlistin fyllir rýmið milli línanna
Brothers, fyrsta óperuverk Daníels Bjarnasonar tónskálds, verður frumflutt 9. júní í Hörpu.„Þetta er langsamlega stærsta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Daníel. Íslenska óperan setur upp verkið sem sýnt er á Listahátíð í Reykjavík „Það er dálítið ógnvekjandi að byrja að semja óperu sem er hátt í tveir tímar, þú þarft samt að byrja á að skrifa fyrstu nótuna og svo þarftu að skrifa næstu nótu.“
31.05.2018 - 13:52
Bill Murray – trúðurinn með tregann í augunum
Stórleikarinn Bill Murray er væntanlegur á Listahátíð í Reykjavík og kemur fram 14. og 15. júní í Eldborg með sellóleikaranum Jan Vogler. Þeir bjóða upp á dagskrá sem kallast New Worlds þar sem fléttað er saman sígildri tónlist, upplestri úr bókum, ljóðaflutningi og sönglögum.
30.05.2018 - 10:14
Ásmundarsalur opnaður eftir andlitslyftingu
Ásmundarsalur við Freyjugötu var opnaður á ný á hvítasunnudag, sléttum 84 árum eftir að Ásmundur Sveinsson myndlistarmaður opnaði það fyrst. Nýir eigendur segja að húsið verði lifandi vettvangur list- og menningarviðburða af margvíslegum toga. Fyrsti listviðburðurinn í endurbættum Ásmundarsal verður verkið Atómstjarna, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður sýnt 8. júní.
24.05.2018 - 14:31
Wilson á ströndinni
Þáttur um bandaríska leikstjórann Robert Wilson sem hefur verið kallaður fremsti framúrstefnu leikhúslistamaður seinustu áratugi.
21.05.2018 - 10:08
Hátíð sem býr til óvænt stefnumót við listina
Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 31. sinn í næsta mánuði. Hátíðin í ár skartar hátt í 80 viðburðum sem Vigdís Jakobsdóttir, nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og samstarfsfólk hennar hafa unnið að því að setja saman með það fyrir augum að hátíðin sé „almenningi til heilla“.
15.05.2018 - 14:25
Hversdagur fullveldisársins gæddur lífi
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína daglega í Ríkisútvarpinu frá janúar til júní.
07.01.2018 - 11:13