Færslur: Listahátíð í Reykjavík 2018

„Við neglum þetta í hvert einasta skipti“
„Ég vildi að ég myndi veikjast eitt kvöldið svo ég gæti horft á sýninguna, ég væri mjög til í að geta horft á hana,“ segir bandaríski leikarinn Bill Murray um kvöldskemmtunina New Worlds sem hann flytur ásamt þýska sellóleikaranum Jan Vogler og vinum í Hörpu í kvöld og annað kvöld.
Gagnrýni
Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi, sá óperuna Brothers á Listahátíð Reykjavíkur og þótti hún áhrifarík. „Dramatísk atburðarásin innan fjölskyldu og í hugarheimi hermannsins Michaels lyftir sér áreynslulaust í örstuttum sterkum myndum og með einstaka látæði.“
Maður verður að snerta allar tilfinningarnar
„Að sjá fólk með fötlun eiga fulltrúa í menningarheiminum er mög mikilvægt skref í átt að jafnrétti. Úr þeirri átt kem ég, ég veit að það eru fleiri eins og ég í heiminum að gera ýmislegt og vonandi færir það vogarskálarnar í framfaraátt,“ segir Gaelynn Lea tónlistarkona sem kom fram á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík og tók þar að auki þátt í málþingi um tónlistaraktívisma fatlaðra.
Landakortið sem tónverk
Persónlegi GPS-staðsetningarbúnaðurinn sem er kominn í öll helstu snjalltæki opnar ýmsa möguleika í listsköpun. Bræðurnir Halldór og Úlfur Eldjárn opnuðu á dögunum, sem hluta af Listahátíð í Reykjavík, nýtt verk sem nefnist GPS Reykjavík.
Daníel hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin
Daníel Bjarnason tónskáld og höfundur óperunnar Brothers hlýtur dönsku sviðslistarverðlaunin fyrir óperu ársins.
Tímaflakk í miðborginni
Vegfarendur í miðborg Reykjavíkur ráku margir upp stór augu í dag þegar þeir mættu óvænt Reykvíkingum fyrri ára sem spígsporuðu um. Uppátækið er hluti af Listahátíð en með því er fullveldisársins 1918 minnst.
Saga allra stríða
„Ég er að upplifa verkið allt öðruvísi með því að stjórna því líka. Það var fínt að horfa á þetta úr fjarlægð í Danmörku en gaman að vera kominn inn í þetta núna,“ segir Daníel Bjarnason tónskáld sem tekur nú að sér hljómsveitarstjórn í óperunni sinni Brothers á Listahátíð í Reykjavík. Íslenska óperan stendur að flutningnum í samstarfi við Den Jyske Opera og Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Minningar í rústum sýrlenskra heimila
„Við stöndum frammi fyrir vistfræðilegri neyð, gífurlegum flóttamannavanda og fólksflutningum um allan heim. Í stuttu máli endurspeglar verkið hið mannlega ástand nú til dags,“ segir finnski listamaðurinn Anssi Pulkkinen. Skúlptúr eftir hann sem samanstendur af sýrlenskum húsarústum er meðal verka á Listahátíð í Reykjavík.
Bollinn á 100 kall í listaverki á Austurvelli
Það er ekki hægt að fá kaffi á 100 kall víða um miðbæinn en á Austurvelli stendur lítill, 4 fermetra skúr sem rétt rúmar eina kaffivél og barstól og ber nafnið Espressobarinn. Hann er hluti af Listahátíð í Reykjavík og er hluti af listinni fólginn í því hversu lágt verðið er.
Risaeðlur vöktu bæði ótta og aðdáun
Risaeðlur vöktu ótta og aðdáun barna og fullorðinna í miðborg Reykjavíkur í dag. Endurkoma þeirra er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem var sett formlega í dag.
Opnunartónleikar Listahátíðar í Hörpu
Ein stórfenglegasta sinfónía allra tíma, Upprisusinfónía Mahlers, í beinni útsendingu Rásar 1.
Viðtal
Tónlistin fyllir rýmið milli línanna
Brothers, fyrsta óperuverk Daníels Bjarnasonar tónskálds, verður frumflutt 9. júní í Hörpu.„Þetta er langsamlega stærsta verkefni sem ég hef tekist á við,“ segir Daníel. Íslenska óperan setur upp verkið sem sýnt er á Listahátíð í Reykjavík „Það er dálítið ógnvekjandi að byrja að semja óperu sem er hátt í tveir tímar, þú þarft samt að byrja á að skrifa fyrstu nótuna og svo þarftu að skrifa næstu nótu.“
Bill Murray – trúðurinn með tregann í augunum
Stórleikarinn Bill Murray er væntanlegur á Listahátíð í Reykjavík og kemur fram 14. og 15. júní í Eldborg með sellóleikaranum Jan Vogler. Þeir bjóða upp á dagskrá sem kallast New Worlds þar sem fléttað er saman sígildri tónlist, upplestri úr bókum, ljóðaflutningi og sönglögum.
Ásmundarsalur opnaður eftir andlitslyftingu
Ásmundarsalur við Freyjugötu var opnaður á ný á hvítasunnudag, sléttum 84 árum eftir að Ásmundur Sveinsson myndlistarmaður opnaði það fyrst. Nýir eigendur segja að húsið verði lifandi vettvangur list- og menningarviðburða af margvíslegum toga. Fyrsti listviðburðurinn í endurbættum Ásmundarsal verður verkið Atómstjarna, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og verður sýnt 8. júní.
Wilson á ströndinni
Þáttur um bandaríska leikstjórann Robert Wilson sem hefur verið kallaður fremsti framúrstefnu leikhúslistamaður seinustu áratugi.
Myndskeið
Hátíð sem býr til óvænt stefnumót við listina
Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 31. sinn í næsta mánuði. Hátíðin í ár skartar hátt í 80 viðburðum sem Vigdís Jakobsdóttir, nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og samstarfsfólk hennar hafa unnið að því að setja saman með það fyrir augum að hátíðin sé „almenningi til heilla“.
Hversdagur fullveldisársins gæddur lífi
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína daglega í Ríkisútvarpinu frá janúar til júní.