Færslur: Listahátíð í Reykjavík

Viðtal
Fyrsta skartið varð til við eldhúsborðið heima
Myndlistarmaðurinn Dieter Roth var á síðari hluta 20. aldar áhrifamikill brautryðjandi í list sinni, hæfilega skeytingarlaus um listrænar takmarkanir og hefðir. Hann var í senn frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. En hann var líka skartgripahönnuður og skartgripasmiður og í Listasafn Íslands hefur nú verið opnuð merkileg sýning á þeim gripum hans. Í viðtali sem heyra má hér að ofan er rætt við Björn Roth, son Dieters, um skartgripasmíði föðurs hans.
Viðtal
Syngjandi á hinni eilífu strönd
Við erum stödd á strönd. Brennheit sól, lykt af sólarvörn, marglit sundföt. Þreyttir líkamar liggja letilega þvers og kruss á handklæðum. Allt í einu fer einhver að syngja. Litháíski óperu gjörningurinn Sun & Sea verður fluttur í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur um helgina. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík en þó svo að strandlífið virðist áhyggjulaust er alvarlegur undirtónn í verkinu sem hefur farið víða eftir að það hlaut Gullna ljónið á myndlistar tvíæringnum í Feneyjum 2019.
Viðtal
Ég var víst farin að syngja áður en ég fór að tala
Listahátíð í Reykjavík er hafin en líklega er stærsta einstaka stjarnan sem heimsækir hátíðina að þessu sinni kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan sem stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum á föstudagskvöld og á laugardag. Sem söngkona þykir Hannigan ekkert minna en tækniundur en hún er líka rísandi stjarna í heimi hljómsveitarstjóra á heimsvísu. Rætt var við Barböru Hannigan í Víðsjá en viðtalið má heyra hér að ofan. 
Menningin
Erfitt að yfirstíga eigin fullkomnunaráráttu
Gyða Valtýsdóttir, handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, heldur tónleika í Hörpu í kvöld þar sem hún flytur verk af plötunum Epicycles og Epicycles II.
Vinna gegn fordómum um fatlaða líkama með dansverki
Einn af þeim viðburðum Listahátíðar í Reykjavík sem þurfti að fresta fram á næsta ár er danssýningin Every Body Electric. Þar vinnur austurríski danshöfundurinn Doris Uhlich með listafólki með líkamlega fötlun, sem mörg hver styðjast við hjólastóla eða önnur hjálpartæki.
27.08.2020 - 13:37
Menningin
Blankheit breyttu Gilbert & George í lifandi skúlptúra
Hjónin og listamannatvíeykið Gilbert & George eru meðal þekktustu listamanna Bretlands og hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans síðustu fimm áratugi. Þeir nálgast einkalíf sitt sem listaverk og ruddu braut gjörningalistar í verkum sem hafa ögrað borgaralegum gildum en eru um leið pólitískir íhaldsmenn.   
Menningin
Sér flugeldasýningar í hverjum garði
Blómasýning sem er í senn flugelda- og danssýning verður opnuð í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 á þjóðhátíðardaginn.
Menningin
Djörf og óvenjuleg ákvörðun Listahátíðar í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík átti að hefjast 6. júní en svo skall COVID-19 faraldurinn á og setti heiminn úr skorðum. Í stað þessa blása hátíðina af ákváðu skipuleggjendur hins vegar að dreifa henni yfir heilt ár.
22.04.2020 - 15:10
„Setja bæklaðan mann í markið“
Reykvíkingar dagsins í dag ljá Reykvíkingum frá árinu 1918 rödd sína daglega í Ríkisútvarpinu frá janúar til júní.
Myndskeið
Hátíð sem býr til óvænt stefnumót við listina
Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 31. sinn í næsta mánuði. Hátíðin í ár skartar hátt í 80 viðburðum sem Vigdís Jakobsdóttir, nýr listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og samstarfsfólk hennar hafa unnið að því að setja saman með það fyrir augum að hátíðin sé „almenningi til heilla“.
Montreux - Clash - Engelbert Humperdinck
Það eru 37 ár liðin frá því hljómsveitin The Clash spilaði í Laugardalshöll. Það eru 50 ár síðan Engelbert Humperdinck var vinsælasti popparinn í Bretlandi og það eru líka 50 ár síðan fyrsta Montreux Jazz-hátíðin var haldin. Allt þetta er til skoðunar í Rokklandi vikunnar.
MagnusMaria, Hrútar og Söngur vesturfarans
„Mín upphefð kemur að utan“, sagði Kúnstner Hansen í Strompleik Halldórs Laxness. Það má með sanni segja að þessi orð Kúnstner Hansens geti verið yfirskrift þeirra tveggja listviðburða sem gestir Listaukans á Rás 1, laugardaginn 6.júní kl. 17.00, voru beðnir að upplifa fyrir þáttinn að þessu sinni.
05.06.2015 - 14:54
Góð mynd af list einstakrar konu
Um þessar mundir stendur yfir sýningin „The Next Great Moment in History Is Ours“ í Gallerí Gamma við Garðastræti 37 en þar má sjá myndlist bandarísku myndlistarkonunnar Dorothy Iannone. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fjallaði um sýninguna í Víðsjá.
04.06.2015 - 15:17
Vel falið leyndarmál í Viðey
Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, stendur nú yfir sýningin Áfangar, sem er helguð samnefndu verki bandaríska myndlistarmannsins Richard Serra, sem var reist í vesturhluta Viðeyjar árið 1990.
02.06.2015 - 13:18
Dansað við norskan metal
Hvítir deplar dansa um rými Týsgallerís sem stendur á horni Týsgötu og Lokastígs en þar var 14. maí síðastliðinn opnuð sýning Bryndís Hrannar Ragnarsdóttur, myndlistarkonu.
28.05.2015 - 17:52
Bæði karl og kona—en þó frekar karl
Einn af ótal viðburðum á Listahátíð í Reykjavík í ár er Íslandsfrumsýning á óperu Karólínu Eiríksdóttur, MagnusMaria en óperan var heimsfrumflutt á Álandseyjum sumarið 2014 og hefur síðan verið sýnd víða á Norðurlöndunum.
Kjöt, bein og blóðslettur
„Sýningunni tekst því ætlunarverk sitt sem er að leiða huga sýningargesta að stöðu kvenna, ímynd þeirra og hlutverki sem þolendur og gerendur, bæði í myndlistinni og lífinu sjálfu“ segir Margrét Elísabet Ólafsdóttir um sýninguna Frenjur og fórnarlömb. Hún flutti vikulega myndlistargagnrýni í Víðsjá.
27.05.2015 - 17:00
Debúttónleikar Báru Gísladóttur
Það er ávallt fagnaðarefni þegar ný íslensk tónskáld stíga á stokk og bætast í ört stækkandi hóp skapandi einstaklinga, sem margir hverjir hafa vakið mikla athygli á erlendri grund.
24.05.2015 - 14:07
Bára Gísladóttir á Listahátíð í Reykjavík
Tónlist Báru Gísladóttur kontrabassaleikara og tónsmiðs hljómar á tvennum tónleikum sem fram fara um helgina undir hatti Listahátíðar í Reykjavík.
Sirra Sigrún í Listasafni Árnesinga
Sirra Sigrún Sigurðardóttir leggur um þessar mundir undir sig sýningarými Listasafns Árnesinga og sýnir þar verk sem spanna meira en áratug af ferli hennar.
22.05.2015 - 17:29
Listahátíð 2015, seinni hluti: Danslist
Nýfrumflutt og viðamikil dansverk á Listahátíð, Svartar fjaðrir í Þjóðleikhúsinu og Blæði, Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu, verða vegin og metin í þættinum í dag, laugardaginn 23. maí á Rás 1 kl. 17.00.
22.05.2015 - 15:06
Útsending frá tónleikum Aishu Orazbayevu
Fimmtudagskvöldið 21. maí kl. 19 verður útvarpað hljóðritun frá tónleikum sem kasanski fiðluleikarinn og tónlistarkonan Aisha Orazbayeva hélt í Mengi sl. laugardagskvöld undir merkjum Listahátíðar í Reykjavík.
21.05.2015 - 16:01
Inn í biksvartan merg
Leikdómur um Blæði, sýningu Íslenska dansflokksins á Listahátíð í Reykjavík
Vísað í verk Gerðar
Margrét Elísabet Ólafsdóttur myndlistargagnrýnandi fjallar í Víðsjá um myndlistarsýningar á Listahátíð í Reykjavík.
21.05.2015 - 15:42
Þokukennd rigning í Hverfisgalleríi
Misty Rain heitir sýning Ásdís Sifjar Gunnarsdóttur sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi við Hverfisgötu en sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem nú stendur sem hæst.
21.05.2015 - 10:33