Færslur: Listaháskólinn

Staðfest smit í Listaháskólanum
Neyðaráætlun Listaháskóla Íslands hefur verið virkjuð eftir að smit kom upp innan skólans. Það var staðfest í morgun, en Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor upplýsti nemendur og starfsfólk um þetta nú síðdegis.
18.09.2020 - 17:19
Vill sjá jöfnuð og vistvænar áherslur í arkitektúr
Hildigunnur Sverrisdóttir, nýskipaður deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands, segir að ásýnd bygginga í Reykjavík beri vott um mikinn hraða.
Menningin
„Segja eitthvað sem skiptir máli“
„Hver og einn nálgast veröldina og miðlar henni með svo ólíkum hætti að það er engu líkara en að hér mæsist 40 ólík skynfæri í safninu,“ segir Atli Bollason, einn sýningarstjóri útskriftarsýningar nema í hönnun og arkitektúr í Listaháskóla Íslands.
12.09.2020 - 11:08
Ekkert háskólanám átta árum eftir afgerandi skýrslu
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru orðnir langeygir eftir því að námi í kvikmyndagerð á háskólastigi verði komið á hér á landi. Átta ár eru síðan stjórnvöld létu vinna skýrslu þar sem lögð var áhersla á að slíku námi yrði komið á og þrjú ár síðan 40 manna hópur sem komið hefur að kvikmyndagerð hér á landi sendi menntamálaráðherra áskorun þess efnis. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður ný kvikmyndastefna kynnt á næstunni, þar sem meðal annars verður fjallað um menntun.
Tilgangsleysi, loftslag eða sjálfsmyndarleit
Um þessar mundir standa yfir sýningar á lokaverkefnum nemenda í Listaháskóla Íslands. Adolf Smári Unnarsson frumsýnir verk sitt, Kæru vinir, í Tjarnarbíó föstudaginn 10. maí en undirbúningur hefur staðið yfir þó nokkuð lengi.
10.05.2019 - 15:04
Safnar sjálfsfróunarsögum
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir hefur unnið að því síðustu mánuði að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Þessar sögur hefur hún nú bundið í bók sem hún ætlar að gefa út um næstu helgi.
Gerist eiginlega á djamminu
Nemendur á leikarabraut Listaháskóla Íslands sýna um þessar mundir útskriftarverk sitt, Aðfaranótt. Verkið er afrakstur 8 vikna ferlis og er sýnt í Kassanum í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
15.05.2018 - 16:38
Pistill
Hver kynslóð ákveður hvað er list
„List er góð í því að fara á móti því sem talið er sannleikur. En er núna þörf á einhverri staðfestu? Einhverju svari við því póstmóderníska viðhorfi sem sérhæfir sig í að spyrja spurninga en hefur ekki endilega áþreifanleg áhrif?“ Starkaður Sigurðarson veltir fyrir sér Turner tilnefningum og útskriftarsýningu Listaháskólans í Víðsjárpistli.
06.05.2018 - 08:45
Verkið er köggull inni í vitundinni
„Þetta er verk sem talar beint inn í hlutinn sjálfan,“ segir myndlistarmaðurinn Bjarki Bragason um hverfandi Harburgar-minnisvarðann í Hamborg. Bjarki er lektor við Listaháskóla Íslands og sagði Víðsjá frá eftirminnilegustu myndlistarverkunum sem hann hefur upplifað.
14.03.2018 - 09:04