Færslur: listaháskóli íslands

„Stærsta stundin í sögu skólans“
„Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé stærsta stundin í sögu skólans frá því hann var stofnaður,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, sem hafi beðið þess í 22 ár að komast undir eitt þak. Viljayfirlýsing um flutning skólans í Tollhúsið í Tryggvagötu var undirrituð í hádeginu.
07.05.2022 - 12:55
Listaháskólinn sameinast undir eitt þak í Tollhúsinu
Viljayfirlýsing um flutning Listaháskóla Íslands í Tollhúsið við Tryggvagötu verður undirrituð á laugardag. Ráðherrar, borgarstjóri og rektor Listaháskólans skrifa undir.
Myndskeið
Verk útskriftarnema við Listaháskólann virðast óskemmd
Vatnstjón sem varð á verkum útskriftarnema við Listaháskóla Íslands mun ekki hafa áhrif á útskriftir frá skólanum. Frá þessu greinir Vigdís Másdóttir, kynningarstjóri Listaháskólans. Hún segir þau bjartsýn um að tjónið sé minna en talið var í fyrstu.
27.04.2022 - 15:23
Myndskeið
Nánast öll önnur hæð skólans var á floti
Slökkviliðsbíll var kallaður út í kvöld við byggingu Listaháskólans í Þverholti vegna vatnstjóns. Vel hefur gengið við að hreinsa vatnið en enn á eftir að meta tjónið.
Vilja byggja upp listnám á Akureyri
Rektor Listaháskóla Íslands segir þörf á háskólanámi í listgreinum á landsbyggðinni vera til staðar, allt sem þurfi er vilji stjórnvalda og fjármagn. Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í dag á Listasafni Akureyrar.
Kastljós
Brandari sem varð að alvöru hljóðfæri
Dórófónninn er hljóðfæri sem varð frægt á einni nóttu þegar Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í Jókernum. Hönnuður hljóðfærisins hefur afhent Listaháskóla Íslands eitt slíkt.
Myndskeið
Svona kemstu hjá því að kaupa föt sem enda á ruslahaug
Með því að lesa á miða, skoða sauma, þukla og máta, ætti fólk að geta keypt sér gæðaflíkur sem ekki enda í fatafjöllum í Afríku íbúum þar til ama. Náttúruleg efni eins og ull eru best. Flíspeysur úr polyester er hægt að endurvinna en málið vandast þegar kemur að efnum sem eru úr blöndu af náttúrulegum og niðurbrjótanlegum efnum - og svo gerviefnum. Slík efni er erfitt að endurvinna.
Landinn
Tók gínu með sér í landsliðsferð til Norður-Makedóníu
Saga Sif Gísladóttir er að útskrifast sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og er að setja upp sýningu ásamt samnemeendum sínum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. En hún er líka markmaður Vals í úrvalsdeild kvenna í handbolta og fór í sín fyrstu landsliðsverkefni á árinu þar sem hún vakti mikla athygli. Útskriftarlínan er einmitt innblásin af togstreitu milli heimanna tveggja.
16.05.2021 - 13:30
Viðtal
Háskólinn á Akureyri hyggst bjóða upp á listnám
Háskólinn á Akureyri stefnir að því koma á fót listnámi við skólann á allra næstu árum. Hafin er fýsileikakönnun á því hvernig nám er hægt að bjóða og að henni lokinni verður boðað til málþings. Möguleiki er að því að Listaháskóli Íslands komið að náminu.
Myndskeið
Rektor LHÍ fagnar að fá kvikmyndanám í skólann
Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Í BEINNI
Hugarflug Listaháskóla Íslands
Beint streymi frá árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands.
12.02.2021 - 08:42
Í BEINNI
Hugarflug Listaháskóla Íslands
Beint streymi frá árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands. Meðal fyrirlesara í dag, fimmtudaginn 11. febrúar, er Rebecca Solnit, margverðlaunaður bandarískur rithöfundur.
11.02.2021 - 12:17
Rebecca Solnit á meðal fyrirlesara á ráðstefnu LHÍ
Árleg ráðstefna Listaháskóla Íslands verður stafræn í ár. Rebecca Solnit, margverðlaunaður bandarískur rithöfundur, er á meðal helstu fyrirlesara ráðstefnunnar.
03.02.2021 - 15:25
Forðabúrið fær nýja merkingu í Nýlistasafninu
Útskriftarverk meistaranema í myndlist hafa verið sett upp í Nýlistasafninu. Sýningin bíður þó opnunar þar til aðstæður leyfa. 
24.10.2020 - 10:26
Listaháskólanum lokað í dag
Listaháskóla Íslands verður lokað í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Með lokuninni vilja forsvarsmenn Listaháskólans skapa svigrúm fyrir starfsfólk til að fara yfir sóttvarnaaðgerðir og sjá hvort smitum heldur áfram að fjölga yfir helgina og hver viðbrögð sóttvarnayfirvalda verða. Stefnt er að því að opna skólann á ný á mánudag.
18.09.2020 - 10:25
Nemendur vilja betri lausnir en fjarnám
Heppilegra hefði verið að bíða með hækkun skólagjalda fyrir haustönnina, segir Ástríður Jónsdóttir, myndlistarnemi á lokaári, sem stóð ásamt fleirum að undirskriftasöfnun meðal nema við Listaháskóla Íslands. Þess var meðal annars krafist að skólagjöld yrðu lækkuð vegna skertrar þjónustu við nemendur sem samkomutakmarkanir höfðu í för með sér.
Krefjast lægri skólagjalda verði þjónusta skert
Hópur nemenda Listaháskóla Íslands gagnrýnir hækkun skólagjalda á haustönn eftir að skólinn þurfti að skerða þjónustu verulega vegna kórónuveirufaraldursins í vor. Skólinn hækkaði skólagjöld fyrir önnina í bakkalárnámi um tæpar 8.400 krónur, eða 3%, og kostar önnin nú 288.167 krónur.
Morgunvaktin
LHÍ áformar að koma á fót kvikmyndadeild á næsta ári
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
Heilög stund að opna pizzakassann
„Ég er alveg viss um að þetta fólk er að fara leggja hönd á plóg í listalífi Íslands,“ segir Hekla Dögg Jónsdóttir, leiðbeinandi útskriftarnema í myndlist frá Listaháskóla Íslands sem sýna nú verk sín á sýningunni Fararsnið á Kjarvalsstöðum.
20.06.2020 - 11:37
Pistill
Fararsnið útskriftarnema Listaháskólans
Sunna Ástþórsdóttir veltir fyrir sér útskriftasýningum Listaháskóla Íslands og myndlistarnámi almennt.
20.06.2020 - 09:12
Víðsjá
Sýning sem aldrei varð
Hópur meistaranema við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands hefur opnað netmyndlistarsýninguna Samkomu - sýningu sem aldrei varð. Henni var ætlað að fara upp í Veröld - húsi Vigdísar á svæði Háskóla Íslands, en færðist þess í stað inn á netið.
Menningin
Geitur héldu tónleika í Húsdýragarðinum
Í geitahúsi Húsdýragarðsins voru mögulega haldnir óvenjulegustu tónleikar ársins þegar geitur garðsins fluttu tónlist fyrir gesti. Tónleikarnir voru hluti af meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands.
06.12.2019 - 13:57
Myndskeið
Vélmenni, þögult diskó og illgresismyrsl í LHÍ
Vélmenni, illgresissmyrsli og þögult diskótek eru meðal útskriftarverka nemenda við Listaháskóla Íslands úr arkitektúr, myndlist og hönnun. Útskriftarhátíðin breiðir úr sér á listasöfnum borgarinnar og Menningin þræddi sýningarstaði á opnunardaginn. 
Viðtal
Tengslin milli kvíða og kapítalisma
Kapítalismi og nýfrjálshyggja sem uppspretta kvíða í samfélaginu var kveikjan að sýningunni Tími til að segja bless.
03.01.2019 - 13:33
Bach-aðu þig upp
Í dag, 21. mars, eru 333 ár síðan tónskáldið Johann Sebastian Bach fæddist. Að því tilefni stendur tónlistardeild Listaháskóla Íslands fyrir opinni æfingu fyrir alla sem eiga nótur að einhverju eftir Bach og hljóðfæri til að æfa sig á. Berglind María Tómasdóttir sagði frá viðburðinum í Víðsjá á Rás 1. Viðtalið má heyra hér að ofan.