Færslur: Lindsay Graham

Brown Jackson líklega hæstaréttardómari
Allar líkur þykja nú á því að Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Ketanji Brown Jackson í embætti hæstaréttardómara. Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu, lýsti stuðning við Brown Jackson og það tryggir henni líklega meirihlutastuðning.
Betsy DeVos menntamálaráðherra Trumps segir af sér
Betsy DeVos menntamálaráðherra í stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt afsögn sína vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið í Washington.
Repúblikanar snúa baki við Trump
Svo virðist sem fjöldafundur stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í gær og árásin á þinghúsið eftir fundinn hafi orðið til þess að margir dyggir stuðningsmenn forsetans hafi snúið við honum baki.  Margir gera forsetann ábyrgan fyrir árásinni á þinghúsið, Capitol, í gær. Á fundinum með stuðningsmönnum sínum hvatti Trump þá til að marséra að þinghúsinu.