Færslur: Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Starfsfólki Eflingar tíðrætt um kynbundna áreitni
Í vinnustaðagreiningu á innra starfsumhverfi Eflingar kemur fram að starfsfólki félagsins hafi verið tíðrætt um kynbundna áreitni og einelti á vinnustaðnum. Togstreita innan félagsins hafi aukist þegar nýir stjórnendur tóku við, þar til að sauð upp úr. Þá segir að framganga fyrrum formanns og framkvæmdastjóra hafi orðið til þess að þau hafi einangrast frá starfsmannahópnum og tortryggni hafi ríkt á báða bóga.