Færslur: Lilja Alfreðsdóttir

Vill auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi drög að endurskoðun laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 
Vill fleiri handrit að láni í lengri tíma
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vill að breytingar verði gerðar á handritasáttmálanum við dönsk stjórnvöld svo Íslendingar geti fengið fleiri handrit lánuð til lengri tíma. 
Hreiðra má um sig í risarúmi og njóta barnabóka
Risastórt rúm hefur verið sett upp í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar er hægt að leggjast út af, breiða yfir sig stóra sæng og hlusta á eða lesa barnabók. Rúmið er innsetning eftir Svandísi Dóru Einarsdóttur til heiðurs barnabókahöfundum.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum öll að líta í eigin barm
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir ríkisstjórnina sýna pólitíska ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun gera úttekt á sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin þurfi að líta í eigin barm og læra af málinu.
Lilja óttaðist um líf sonar síns eftir erfiða fæðingu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hlúa þurfi betur að konum sem lendi í erfiðum fæðingum. Sjálf óttaðist hún um líf nýfædds sonar síns og segir ekki hafa verið hlustað á áhyggjur sínar.
30.03.2022 - 20:24
Brýnt að stjórnvöld hemji verðbólgu með seðlabanka
Stríðsátök í Úkraínu eru farin að hafa bein áhrif á verðlag hér á landi. Dæmi eru um tuga prósenta hækkanir á einstökum hrávörutegundum. Lilja Alfreðsdóttir Menningar og viðskiptaráðherra segir brýnt að stjórnvöld leggist á eitt með seðlabankanum að ná utan um  verðbólguna sem eykst meðal annars vegna vöruhækkana.
Viðtal
„Hún hefur aldrei á mig yrt í gegnum allt þetta ferli“
Hafdís Helga Ólafsdóttir segir málarekstur Lilju Alfreðsdóttur ráðherra gegn sér hafa verið íþyngjandi. Ráðherrann hafi reynt að gera hana tortryggilega. Hún hafi tvívegis þurft að fara í veikindaleyfi vegna málsins. „Varðandi þessi samskipti við Lilju Alfreðsdóttur ráðherra: Hún hefur aldrei á mig yrt í gegnum allt þetta ferli. Hún heilsaði mér ekki einu sinni í réttarsal,“ segir Hafdís Helga.
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Segir mikilvægt að vera í samræmi við önnur lönd
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að samræma reglur á landamærunum við reglur annars staðar. „Þannig að þegar fólk er að bóka fríið sitt þá sé ekki of mikill munur á því sem er hér og því sem er erlendis,“ segir Lilja.
Morgunútvarpið
Tryggja þarf að ekki verði tvær þjóðir í landinu
Ráðherra menningarmála segir að áríðandi sé að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir segir okkur í vörn og sókn samtímis fyrir tungumálið.
Danir gætu orðið tilneyddir að skila fleiri handritum
Ný viðhorf til skila á menningarverðmætum til upprunalanda þeirra gæti leitt til þrýstings á Dani að skila Íslendingum handritum sem enn eru geymd þar í landi. Þetta er mat stjórnarmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn. Prófessor segir að öflugt rannsóknarsetur þar í borg skili meiri árangri.
Vill draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði
Breyta þarf leikreglum til að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla, meðal annars með því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar í viðtali við Morgunblaðið í dag.
28.12.2021 - 06:36
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Silfrið
Fordæmalausar launahækkanir og ekki á það bætandi
Launahækkanir á Íslandi á liðnum árum eru án fordæma á Vesturlöndum. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lilja: Málefni Menntamálastofnunar í algjörum forgangi
Tilviljanakennd stjórnun og skaðlegur starfsandi ríkir á Menntamálastofnun og það ógnar öryggi og heilsu starfsfólks sem ber lítið traust til stjórnenda. Helmingur starfsfólksins hefur ýmist upplifað eða orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á vinnustaðnum. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.
Sér eftir að hafa gefið ríkinu listasafn Sigurjóns
Birgitta Spur, ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar, kveðst sjá eftir að hafa gefið íslenska ríkinu listasafn manns síns í Laugarnesi. Hún segir það siðferðilega skyldu ríkisins að skila safninu aftur hafi það ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að því.
Segir Sigurð Inga í dauðafæri að leiða ríkisstjórn
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er í dauðafæri að leiða næstu ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur, varaformanns og mennta- og menningarmálaráðherra.
Óboðlegur seinagangur í Fossvogsskóla segir ráðherra
Gera þarf allsherjar úttekt á skólum landsins og bæta eftirlit með skólabyggingum. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún er meðal annars spurð út í ástandið í Fossvogsskóla í Reykjavík.
Vanlíðan, óöryggi, einelti og áreitni í sundkennslu
Umboðsmaður barna mælist til þess í bréfi til menntamálaráðherra að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum landsins verði tekið til skoðunar með tilliti til skoðana grunnskólanema á því málefni. Í frétt á vef umboðsmanns segir að fjölbreyttur hópur barna um allt land hafi kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, kröfur minnkaðar og kennslan gerð valkvæð að einhverju leyti.
Hefur haft brýnni málum að sinna en að svara Samherja
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist hafa haft brýnni málum að sinna en að svara bréfi lögmanns Samherja þar sem hún er beðin um að útskýra orð sem hún lét falla um fyrirtækið á Alþingi í lok apríl. Hún segir að orð sín skýri sig sjálf og að alþingismenn njóti þinghelgi samkvæmt stjórnarskránni.
Stúdentaráð hvetur HÍ til að hætta rekstri spilakassa
Stúdentaráð Háskóla Íslands álítur að skólinn eigi ekki að hafa aðkomu að rekstri spilakassa og telur ótækt að stjórnvöld fjármagni ekki byggingar, viðhald auk rannsóknar- og kennslutækja. Löngu sé tímabært að það viðhorf breytist að Háskólinn sjálfur beri ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi húsnæðis síns. 
Nýbygging við FB bylting fyrir nemendur og kennara
Þörf Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir stærri og betri verknámsaðstöðu verður uppfyllt með 2.100 fermetra nýbyggingu. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning um byggingu hennar í gær. 
Frítekjumark námsmanna hækkar um 46 þúsund krónur
Í nýjum úthlutunarreglum sjóðsins fyrir skólaárið 2021 til 2022 kemur fram að frítekjumark námsmanna verði 1.410 þúsund krónur sem er hækkun um 46 þúsund krónur frá síðasta ári. Framfærsla, húsnæðisbætur og barnastyrkur hækka um 3,45% með hliðjón af verðlagsbreytingum 
Um 360 milljónir í tekjufallsstyrki til listamanna
Listamenn og menningarfyrirtæki hafa þegar fengið tæpar 360 milljónir króna í tekjufallsstyrki frá því útgreiðsla þeirra hófst í janúar. Nýjustu tölu sýna að 126 hafi nýtt sér úrræðið, flest eru sjálfstætt starfandi listamenn eða fyrirtæki með færri en fimm starfsmenn.
Hádegið
Á ríkið að fara í mál við ríkið?
Í síðustu viku hafnaði héraðsdómur kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála frá því síðasta sumar. Í úrskurði kærunefndar kom fram Lilja hefði brotið jafnréttislög við skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu.