Færslur: Lilja Alfreðsdóttir

Lilja sagðist aldrei harma ráðninguna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðurkennir að hafa vanmetið þörfina á því að auglýsa stöðu þjóðminjavarðar. Þetta sagði hún í ræðu á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. Lilja segir fullyrðingar um að hún hafi sagst harma ráðninguna rangar.
Segir Lilju hafa sýnt sáttavilja í þjóðminjavarðarmáli
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað sáttahóp með formönnum fagfélaga í safnageiranum til að bregðast við gagnrýni á skipun þjóðminjavarðar. Ráðherra fundaði með hópnum í gær og segja fundarmenn ráðherra hafa harmað að skipa í embættið án auglýsingar.
Hyggjast reisa minnisvarða um einvígi allra tíma
Opin samkeppni um minnisvarða um einvígi allra tíma verður haldin á vegum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar. Fimmtíu ár eru síðan Bobby Ficher var krýndur heimsmeistari í skák eftir tæplega tveggja mánaða einvígi við Sovétmanninn Boris Spasskí í Reykjavík árið 1972.
Vandasöm sigling inní kjaraviðræður
Það er augljóst að það verður vandasöm sigling að fara inní kjarasamninga í haust með verðbólguna í hæstu hæðum segir viðskiptaráðherra. Allar aðgerðir verði að miða að því að halda kaupmætti. Hún segir gríðarlega mikilvægt að ná tökum á verðbólgunni á næstu sex mánuðum.
Hafnar ásökunum um aðgerðarleysi stjórnvalda
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafnar því alfarið að stjórnvöld standi aðgerðarlaus gagnvart hækkandi verðbólgu. Hún skilur áhyggjur verkalýðsforystunnar og segir gripið til aðgerða, það taki þó tíma að sjá árangur af þeim.
23.07.2022 - 12:14
Sjónvarpsfrétt
Landslag efnahagsmála gjörbreytt með ferðaþjónustu
Íslenska ferðaþjónustan skapar langmestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, staðan er orðin jafngóð og fyrir faraldur og horfurnar bjartar. Þetta segir ráðherra ferðamála. Hún segir landslag efnahagsmála gjörbreytt með tilkomu ferðaþjónustunnar.
Endurgreiðslur verða 35 prósent
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld.
Skoðar tímabundnar lokanir í Reynisfjöru
Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra, íhugar að beita tímabundnum lokunum til að draga úr hættu í Reynisfjöru. Hún segir að ef litið er á veðurspá og vatnsföll megi sjá að ákveðin hætta myndist á ákveðnum tímabilum í fjörunni.
Sjónvarpsfrétt
Lilja gagnrýnir fjármálaráðuneytið harðlega
Menningarmálaráðherra gagnrýnir harðlega athugasemdir fjármálaráðuneytisins við frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ráðherra segir skeytasendingar í fjölmiðlum ekki boðlegar.
Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Vill auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi drög að endurskoðun laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. 
Vill fleiri handrit að láni í lengri tíma
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vill að breytingar verði gerðar á handritasáttmálanum við dönsk stjórnvöld svo Íslendingar geti fengið fleiri handrit lánuð til lengri tíma. 
Hreiðra má um sig í risarúmi og njóta barnabóka
Risastórt rúm hefur verið sett upp í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar er hægt að leggjast út af, breiða yfir sig stóra sæng og hlusta á eða lesa barnabók. Rúmið er innsetning eftir Svandísi Dóru Einarsdóttur til heiðurs barnabókahöfundum.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum öll að líta í eigin barm
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir ríkisstjórnina sýna pólitíska ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun gera úttekt á sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin þurfi að líta í eigin barm og læra af málinu.
Lilja óttaðist um líf sonar síns eftir erfiða fæðingu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hlúa þurfi betur að konum sem lendi í erfiðum fæðingum. Sjálf óttaðist hún um líf nýfædds sonar síns og segir ekki hafa verið hlustað á áhyggjur sínar.
30.03.2022 - 20:24
Brýnt að stjórnvöld hemji verðbólgu með seðlabanka
Stríðsátök í Úkraínu eru farin að hafa bein áhrif á verðlag hér á landi. Dæmi eru um tuga prósenta hækkanir á einstökum hrávörutegundum. Lilja Alfreðsdóttir Menningar og viðskiptaráðherra segir brýnt að stjórnvöld leggist á eitt með seðlabankanum að ná utan um  verðbólguna sem eykst meðal annars vegna vöruhækkana.
Viðtal
„Hún hefur aldrei á mig yrt í gegnum allt þetta ferli“
Hafdís Helga Ólafsdóttir segir málarekstur Lilju Alfreðsdóttur ráðherra gegn sér hafa verið íþyngjandi. Ráðherrann hafi reynt að gera hana tortryggilega. Hún hafi tvívegis þurft að fara í veikindaleyfi vegna málsins. „Varðandi þessi samskipti við Lilju Alfreðsdóttur ráðherra: Hún hefur aldrei á mig yrt í gegnum allt þetta ferli. Hún heilsaði mér ekki einu sinni í réttarsal,“ segir Hafdís Helga.
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Segir mikilvægt að vera í samræmi við önnur lönd
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að samræma reglur á landamærunum við reglur annars staðar. „Þannig að þegar fólk er að bóka fríið sitt þá sé ekki of mikill munur á því sem er hér og því sem er erlendis,“ segir Lilja.
Morgunútvarpið
Tryggja þarf að ekki verði tvær þjóðir í landinu
Ráðherra menningarmála segir að áríðandi sé að tryggja innflytjendum íslenskukennslu og öll börn þurfa að geta rætt við snjalltæki á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir segir okkur í vörn og sókn samtímis fyrir tungumálið.
Danir gætu orðið tilneyddir að skila fleiri handritum
Ný viðhorf til skila á menningarverðmætum til upprunalanda þeirra gæti leitt til þrýstings á Dani að skila Íslendingum handritum sem enn eru geymd þar í landi. Þetta er mat stjórnarmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn. Prófessor segir að öflugt rannsóknarsetur þar í borg skili meiri árangri.
Vill draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði
Breyta þarf leikreglum til að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla, meðal annars með því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar í viðtali við Morgunblaðið í dag.
28.12.2021 - 06:36
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Silfrið
Fordæmalausar launahækkanir og ekki á það bætandi
Launahækkanir á Íslandi á liðnum árum eru án fordæma á Vesturlöndum. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lilja: Málefni Menntamálastofnunar í algjörum forgangi
Tilviljanakennd stjórnun og skaðlegur starfsandi ríkir á Menntamálastofnun og það ógnar öryggi og heilsu starfsfólks sem ber lítið traust til stjórnenda. Helmingur starfsfólksins hefur ýmist upplifað eða orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á vinnustaðnum. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.