Færslur: líkamsræktarstöðvar

Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Treysta sér ekki til að fylgja reglum og loka ræktinni
Héraðsþreki, líkamsræktarstöð sem Múlaþing rekur, var skellt í lás á föstudag að tillögu almannavarnanefndar Austurlands. Sveitarstjórinn í Múlaþingi segir að starfsmenn stöðvarinnar hafi ekki treyst sér til að fylgja ströngum reglum um sóttvarnir.
25.01.2021 - 13:34
Myndskeið
Komast loks í ræktina og í bumbubolta
Margvíslegar breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi í dag. Fólk streymdi í líkamsrækt af ýmsu tagi í dag eftir margra mánaða bið og formið er misgott.
13.01.2021 - 23:18
Myndskeið
Kanna hvort Crossfit-stöð hafi nýtt glufu í reglum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðingu hefur til skoðunar möguleg sóttvarnabrot í líkamsræktarstöð Crossfit Reykjavík. Yfirlögregluþjónn segir til verið að kanna og hvort stöðin hafi misnotað undanþágu sem veitt var vegna afreksíþróttafólks. Um áramótin tilkynnti Crossfit Reykjavík meðlimum stöðvarinnar að þeir gætu komið aftur á hópæfingar, svo framarlega sem þeir skráðu sig í Lyftingafélag Reykjavíkur.
Myndskeið
„Tími til kominn að landinn fái að komast í ræktina“
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar fagnar tillögum að breyttum sóttvarnareglum. Líkamsræktarstöðvar geta aftur farið að bjóða upp á hóptíma.
08.01.2021 - 19:27
Myndskeið
Skaðabótakröfur viðbúnar vegna COVID-reglna
Lögmaður líkamsræktarstöðvanna World Class segir sóttvarnasjónarmið ekki hafa ráðið ákvörðun um aðgerðir sem taka gildi á miðnætti þar sem liðsmönnum íþróttafélaga verður heimilt að lyfa lóðum en líkamsræktarstöðvar verða að vera lokaðar. Fyrirtæki hjóti að ígrunda skaðabótamál vegna sóttvarnaaðgerða.