Færslur: Líkamsrækt

Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup – Murakami
„Þetta er ekki bara bók fyrir hlaupara og heldur ekki hinn venjulega Murakami aðdáanda,“ segir Kristján Hrafn Guðmundsson þýðandi um bókina Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami sem er bók vikunnar á Rás 1.
26.05.2020 - 23:07
Myndskeið
Sóttvarnalæknir: Meiri smithætta í ræktinni en í sundi
Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar á ný 25. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá þessu á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Eigendur nokkurra líkamsræktarstöðva hafa óskað eftir því að fá að opna 18. maí þegar heimilt verður að opna sundlaugar. Þórólfur segir fleiri snertifleti og meiri smithættu í ræktinni en í sundi.
06.05.2020 - 15:18
Morgunleikfimi
Óþarfi að bjóða slæmum hugsunum í kaffi og mat
Morgunleikfimin í útvarpinu er fyrir löngu orðin fastur liður í lífi margra. Hún er sérlega lífsseig og er elsti útvarpsþátturinn á dagskrá Rásar 1. Í janúar 2020 víkur leikfimin hins vegar tímabundið fyrir nýjum dagskrárlið - hugleiðslu.
07.01.2020 - 15:08
Ganga gegn streitu á Akureyri
Hópur kvenna á Akureyri fer vikulega saman í göngu og nýtir þannig útiveru og hreyfingu gegn neikvæðum áhrifum streitu. Umsjónarkonur hópsins segja mikilvægt fólk læri að tækla streitu á heilbrigðan hátt.
30.09.2019 - 09:27
Skiptar skoðanir um gínur í yfirstærð
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Nike að nota gínur í yfirstærð í verslunum sínum. Þá hafa sumir haldið því fram að gínurnar stuðli að offitu og verði til þess að fólki yfirsjáist mögulegar hættur.
12.06.2019 - 12:01
Líkamsræktartískan
Það fylgir oft haustinu að fólk fer í ríkara mæli að safnast saman í líkamsræktarstöðvum landsins. Ræktartískan er ekki síður áhugaverðar en hin venjulega tíska og Karen Björg fór vel yfir það heitasta í dag.
04.09.2018 - 15:45
5 ráð til að brenna ekki út í ræktinni
Í lok sumars fyllast líkamsræktarstöðvar landsins af stórhuga fólki með fyrirætlanir um að koma sér í gott form fyrir haustið. Fólki tekst þó misvel upp með slík fyrirheit en algengt er að fólk fari of geyst af stað og brenni út á upphafsmetrunum. Bjarni Heiðar Bjarnason einkaþjálfari hjá Hreyfingu gefur góð ráð og útskýrir hvernig best sé að bera sig að.
30.08.2017 - 13:55
Jón Viðar stígur til hliðar hjá Mjölni
Jón Viðar Arnþórsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem starfandi stjórnarformaður líkamsræktarstöðvarinnar og bardagaklúbbsins Mjölnis. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist þar ætla að taka sér hlé frá kennslu og daglegum rekstri úm hríð. „Eftir svona langan tíma undir miklu álagi tekur maður kannski ekki alltaf réttu ákvarðaninar og því held ég, ásamt fleirum, að gott væri að taka pásu,“ segir hann.
26.08.2017 - 15:07
„Þetta er ekki sprettur, þetta er maraþon“
„Fólk kemur oftast 3 vikum fyrir ferð til Tenerife og vill þá fá sixpack án tafar,“ segir Bjarni Heiðar Bjarnason einkaþjálfari. Hann þekkir vel æðið sem grípur landann á vorin þegar allir vilja vippa sér í form á mettíma. Hann varar þó við öfgum og æðibunugangi.
27.04.2017 - 14:23